Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra skynjar miklar tilfinningar hjá íbúum Flóahrepps vegna þeirrar ákvörðun Vegagerðarinnar að kaupa „Gömlu Þingborg“, sem er hús byggt 1927 og var samkomuhús sveitarinnar til fjölda ára. Vegagerðin hefur húsið á 72,5 milljónir króna, en rífa á húsið til að koma tveir plús einn vegi fram hjá því. Innlent 26.3.2025 20:02 Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Talskona Stígamóta segir meðferð heimilisofbeldismála allt of handahófskennda innan dómskerfis og því sé tiltrú brotaþola á kerfinu ekki mikil. Brotaþolar sækja sér því mögulega réttlæti með öðrum hætti, til dæmis með því að berskjalda sig opinberlega með birtingu sönnunargagna og frásögn. Innlent 26.3.2025 19:35 Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð. Innlent 26.3.2025 18:48 Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi. Innlent 26.3.2025 18:40 Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. Innlent 26.3.2025 18:09 Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í fyrsta sinn í rúm tvö ár mælist hann stærri en Samfylking. Við rýnum í glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.3.2025 18:07 Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Undarleg sjón blasti við mörgum í sjónum úti af Sæbraut í dag. Brúnir blettir úti á hafi, nokkuð reglulegir í laginu, hafa eflaust vakið furðu einhverra sem sáu þá. Upplýsingafulltrúi Veitna segir hann þó eiga sér alvanalegar skýringar. Innlent 26.3.2025 17:08 Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Samverkandi þættir urðu til þess að fraktskipið Longdawn og tryllan Hadda rákust saman við Garðskaga í maí í fyrra. Skipstjóra Höddu bar að víkja fyrir skipinu og hann fylgist ekki nægilega vel með stefnu bátsins. Skipstjóri Longdawn var hins vegar drukkinn eða mjög drukkinn þegar áreksturinn varð og hefur hlotið dóm fyrir. Innlent 26.3.2025 16:23 Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Jón Trausti Reynisson hefur sett upp blaðamannahattinn á ný en hann hefur tekið að sér ritstjórn Mannlífs. Í það minnsta fyrst um sinn meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um málefni miðilsins. Innlent 26.3.2025 16:17 Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig. Innlent 26.3.2025 15:38 Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar í Hæstarétti. Hann hlaut þriggja ára og sex mánaða dóm í Landsrétti en áfrýjaði til Hæstaréttar. Innlent 26.3.2025 15:34 Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Sýnataka af neysluvatni í Hveragerði hefur ekki leitt í ljós að það sé óneysluhæft. Ábendingar höfðu borist heilbrigðiseftirlitinu um að bragð og lykt af vatninu væru ekki sem skyldi. Málið er enn til rannsóknar. Innlent 26.3.2025 15:28 Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. Innlent 26.3.2025 14:14 „Fall er fararheill“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram. Innlent 26.3.2025 13:49 Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu. Innlent 26.3.2025 13:00 Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Innlent 26.3.2025 12:15 Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum og heyrum í formanni samtaka smærri útgerða. Innlent 26.3.2025 11:42 Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Tveir karlmenn sem eru grunaðir um að kveikja í Teslu-bíl neituðu sök í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn, sem er líka grunaður í málinu, fékk að taka sér umhugsunarfrest til að taka afstöðu til ákærunnar. Innlent 26.3.2025 11:38 Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Innlent 26.3.2025 11:17 Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags. Innlent 26.3.2025 11:02 Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og alþjóðlegu kennarasamtökin Education International efna til blaðamannafundar ISTP 2025 leiðtogafundar um málefni kennara í dag klukkan 11:30. Innlent 26.3.2025 10:50 Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni. Innlent 26.3.2025 09:42 Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða Hátt í þrettán þúsund manns voru atvinnulausir í febrúar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra í mánuðinum var 5,5 prósent og hækkaði það um 0,6 prósentustig á milli mánaða. Innlent 26.3.2025 09:12 „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 26.3.2025 09:11 Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Ungmenni í Reykjavík kýldi lögreglumann í síðuna og beit annan við eftirlit lögreglu með hópamyndun við verslunarkjarna í umdæminu Breiðholt/Kópavogur í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26.3.2025 06:22 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. Innlent 25.3.2025 22:44 Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rannsakar nú neysluvatn í Hveragerði eftir að ábendingar bárust um að skrýtin lykt og bragð væri af vatninu. Fyrstu vísbendingar úr vatnssýni ættu að berast á morgun. Innlent 25.3.2025 21:34 Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. Innlent 25.3.2025 20:15 Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt. Innlent 25.3.2025 19:40 Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur. Innlent 25.3.2025 19:29 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
„Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra skynjar miklar tilfinningar hjá íbúum Flóahrepps vegna þeirrar ákvörðun Vegagerðarinnar að kaupa „Gömlu Þingborg“, sem er hús byggt 1927 og var samkomuhús sveitarinnar til fjölda ára. Vegagerðin hefur húsið á 72,5 milljónir króna, en rífa á húsið til að koma tveir plús einn vegi fram hjá því. Innlent 26.3.2025 20:02
Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Talskona Stígamóta segir meðferð heimilisofbeldismála allt of handahófskennda innan dómskerfis og því sé tiltrú brotaþola á kerfinu ekki mikil. Brotaþolar sækja sér því mögulega réttlæti með öðrum hætti, til dæmis með því að berskjalda sig opinberlega með birtingu sönnunargagna og frásögn. Innlent 26.3.2025 19:35
Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð. Innlent 26.3.2025 18:48
Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi. Innlent 26.3.2025 18:40
Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. Innlent 26.3.2025 18:09
Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í fyrsta sinn í rúm tvö ár mælist hann stærri en Samfylking. Við rýnum í glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.3.2025 18:07
Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Undarleg sjón blasti við mörgum í sjónum úti af Sæbraut í dag. Brúnir blettir úti á hafi, nokkuð reglulegir í laginu, hafa eflaust vakið furðu einhverra sem sáu þá. Upplýsingafulltrúi Veitna segir hann þó eiga sér alvanalegar skýringar. Innlent 26.3.2025 17:08
Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Samverkandi þættir urðu til þess að fraktskipið Longdawn og tryllan Hadda rákust saman við Garðskaga í maí í fyrra. Skipstjóra Höddu bar að víkja fyrir skipinu og hann fylgist ekki nægilega vel með stefnu bátsins. Skipstjóri Longdawn var hins vegar drukkinn eða mjög drukkinn þegar áreksturinn varð og hefur hlotið dóm fyrir. Innlent 26.3.2025 16:23
Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Jón Trausti Reynisson hefur sett upp blaðamannahattinn á ný en hann hefur tekið að sér ritstjórn Mannlífs. Í það minnsta fyrst um sinn meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um málefni miðilsins. Innlent 26.3.2025 16:17
Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig. Innlent 26.3.2025 15:38
Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar í Hæstarétti. Hann hlaut þriggja ára og sex mánaða dóm í Landsrétti en áfrýjaði til Hæstaréttar. Innlent 26.3.2025 15:34
Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Sýnataka af neysluvatni í Hveragerði hefur ekki leitt í ljós að það sé óneysluhæft. Ábendingar höfðu borist heilbrigðiseftirlitinu um að bragð og lykt af vatninu væru ekki sem skyldi. Málið er enn til rannsóknar. Innlent 26.3.2025 15:28
Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. Innlent 26.3.2025 14:14
„Fall er fararheill“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram. Innlent 26.3.2025 13:49
Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu. Innlent 26.3.2025 13:00
Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Innlent 26.3.2025 12:15
Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum og heyrum í formanni samtaka smærri útgerða. Innlent 26.3.2025 11:42
Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Tveir karlmenn sem eru grunaðir um að kveikja í Teslu-bíl neituðu sök í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn, sem er líka grunaður í málinu, fékk að taka sér umhugsunarfrest til að taka afstöðu til ákærunnar. Innlent 26.3.2025 11:38
Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Innlent 26.3.2025 11:17
Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags. Innlent 26.3.2025 11:02
Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og alþjóðlegu kennarasamtökin Education International efna til blaðamannafundar ISTP 2025 leiðtogafundar um málefni kennara í dag klukkan 11:30. Innlent 26.3.2025 10:50
Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni. Innlent 26.3.2025 09:42
Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða Hátt í þrettán þúsund manns voru atvinnulausir í febrúar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra í mánuðinum var 5,5 prósent og hækkaði það um 0,6 prósentustig á milli mánaða. Innlent 26.3.2025 09:12
„Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 26.3.2025 09:11
Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Ungmenni í Reykjavík kýldi lögreglumann í síðuna og beit annan við eftirlit lögreglu með hópamyndun við verslunarkjarna í umdæminu Breiðholt/Kópavogur í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26.3.2025 06:22
Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. Innlent 25.3.2025 22:44
Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rannsakar nú neysluvatn í Hveragerði eftir að ábendingar bárust um að skrýtin lykt og bragð væri af vatninu. Fyrstu vísbendingar úr vatnssýni ættu að berast á morgun. Innlent 25.3.2025 21:34
Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. Innlent 25.3.2025 20:15
Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt. Innlent 25.3.2025 19:40
Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur. Innlent 25.3.2025 19:29