Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. Innlent 16.7.2025 14:41 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. Innlent 16.7.2025 13:43 Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Þrátt fyrir að rauðglóandi hraun renni við Stóra-Skógfell er margt um manninn á Grindavíkurhöfn og nóg að gera. Fréttamaður náði tali af framkvæmdastjóra löndunarþjónustunnar Klafa sem var í óðaönn við að landa. Innlent 16.7.2025 13:27 Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Mikið eldingaveður hefur verið á Norðurlandi vestra í morgun. Miklar þrumur og eldingar hófust skömmu fyrir klukkan átta í morgun við Húsafell. Þær hafa síðan breiðst út til Sælingsdals, Hrútafjarðar, hluta Strandasýslu og að Önundarfirði. Innlent 16.7.2025 11:52 Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn á ný gýs á Reykjanesi og það vekur alltaf mikla athygli utan landsteinanna. Flestar þjóðir heimsins eru ekki jafnvanar því og við að jörðin brotni, skjálfi og rjúki með tilheyrandi sjónarspili. Innlent 16.7.2025 11:43 Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Í hádegisfréttum verður fókusinn á Grindavík enda hófst enn eitt eldgosið á Sunhnúksgígaröðinni í nótt. Innlent 16.7.2025 11:39 Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. Innlent 16.7.2025 11:31 Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Ingi Þór Hafsteinsson, íbúi í Árskógum, segir íbúa vera búna að standa í stappi við Reykjavíkurborg allt frá því þeir fluttu inn. Fyrst var það frágangur við húsið, svo göngustígur og að lokum „græna gímaldið“ svokallaða. Innlent 16.7.2025 10:23 Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Til skoðunar er hvort eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst í nótt hafi áhrif á Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún kemur til landsins í kvöld. Innlent 16.7.2025 10:19 Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Almennur dómstóll Evrópusambandsins hefur staðfest niðurstöðu Hugverkastofu ESB varðandi vörumerkið Iceland. Hefur hann hafnað kröfum Iceland Foods Ltd. um ógildingu á niðurstöðu EUIPO. Innlent 16.7.2025 08:45 Fallegt og ekkert smágos Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. Innlent 16.7.2025 06:39 Önnur sprunga opnast Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum. Innlent 16.7.2025 01:22 Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Innlent 15.7.2025 23:04 Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Hestskarðshnjúki á Norðurlandi síðdegis í kvöld til að aðstoða göngumann sem hafði komið sér í sjálfheldu. Maðurinn slapp ómeiddur. Innlent 15.7.2025 22:49 Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. Innlent 15.7.2025 22:00 „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Einn reynslumesti leiðsögumaður landsins hvetur Íslendinga til að hafa varann á þegar ferðast er innanlands í sumar í ljósi nýrrar tölfræði frá Ferðamálastofu um slys. Kappið eigið það til að bera fólk ofurliði. Innlent 15.7.2025 21:35 Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. Innlent 15.7.2025 20:48 Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku. Innlent 15.7.2025 20:06 „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ 27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp. Innlent 15.7.2025 20:04 „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Þörf er á átaki gegn notkun ljósabekkja að sögn húðlæknis sem vill að þeir verði einfaldlega bannaðir. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. Innlent 15.7.2025 19:36 Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið norður þar sem hún var kölluð út til að leita göngumanns í sjálfheldu við Hestskarðshnjúk austur af Siglufirði. Innlent 15.7.2025 19:11 Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Banna á ljósabekki á Íslandi segir húðlæknir. Árlega valdi notkun þeirra fleiri krabbameinum en sígarettur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 15.7.2025 18:00 Enn rís land í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Ef kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið. Innlent 15.7.2025 15:47 Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Jepplingur tók fram úr öðrum bíl við Holtavörðuheiði um hádegisleytið í gær þar sem er óbrotin lína á veginum. Litlu munaði á að jepplingurinn endaði á bíl sem ók úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bílarnir lentu saman tókst ökumanni jepplingsins að koma ökutæki sínu aftur á réttan vegarhelming. Innlent 15.7.2025 15:00 Hleypti líklega óvart úr Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 15.7.2025 14:03 Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Maður á fertugsaldri sem var stunginn við Mjóddina síðastliðið föstudagskvöld er kominn úr lífshættu og horfir líðan hans til betri vegar, en ástand hans er enn alvarlegt. Innlent 15.7.2025 13:59 Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði er á leið til Ísafjarðar með fótbrotinn göngumann sem sóttur var í Hornvík á Hornströndum í morgun. Innlent 15.7.2025 13:51 „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu. Innlent 15.7.2025 13:13 Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundinn heill á húfi. Innlent 15.7.2025 12:54 Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Litáískur karlmaður, hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Innlent 15.7.2025 12:44 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. Innlent 16.7.2025 14:41
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. Innlent 16.7.2025 13:43
Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Þrátt fyrir að rauðglóandi hraun renni við Stóra-Skógfell er margt um manninn á Grindavíkurhöfn og nóg að gera. Fréttamaður náði tali af framkvæmdastjóra löndunarþjónustunnar Klafa sem var í óðaönn við að landa. Innlent 16.7.2025 13:27
Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Mikið eldingaveður hefur verið á Norðurlandi vestra í morgun. Miklar þrumur og eldingar hófust skömmu fyrir klukkan átta í morgun við Húsafell. Þær hafa síðan breiðst út til Sælingsdals, Hrútafjarðar, hluta Strandasýslu og að Önundarfirði. Innlent 16.7.2025 11:52
Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn á ný gýs á Reykjanesi og það vekur alltaf mikla athygli utan landsteinanna. Flestar þjóðir heimsins eru ekki jafnvanar því og við að jörðin brotni, skjálfi og rjúki með tilheyrandi sjónarspili. Innlent 16.7.2025 11:43
Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Í hádegisfréttum verður fókusinn á Grindavík enda hófst enn eitt eldgosið á Sunhnúksgígaröðinni í nótt. Innlent 16.7.2025 11:39
Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. Innlent 16.7.2025 11:31
Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Ingi Þór Hafsteinsson, íbúi í Árskógum, segir íbúa vera búna að standa í stappi við Reykjavíkurborg allt frá því þeir fluttu inn. Fyrst var það frágangur við húsið, svo göngustígur og að lokum „græna gímaldið“ svokallaða. Innlent 16.7.2025 10:23
Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Til skoðunar er hvort eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst í nótt hafi áhrif á Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún kemur til landsins í kvöld. Innlent 16.7.2025 10:19
Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Almennur dómstóll Evrópusambandsins hefur staðfest niðurstöðu Hugverkastofu ESB varðandi vörumerkið Iceland. Hefur hann hafnað kröfum Iceland Foods Ltd. um ógildingu á niðurstöðu EUIPO. Innlent 16.7.2025 08:45
Fallegt og ekkert smágos Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. Innlent 16.7.2025 06:39
Önnur sprunga opnast Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum. Innlent 16.7.2025 01:22
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Innlent 15.7.2025 23:04
Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Hestskarðshnjúki á Norðurlandi síðdegis í kvöld til að aðstoða göngumann sem hafði komið sér í sjálfheldu. Maðurinn slapp ómeiddur. Innlent 15.7.2025 22:49
Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. Innlent 15.7.2025 22:00
„Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Einn reynslumesti leiðsögumaður landsins hvetur Íslendinga til að hafa varann á þegar ferðast er innanlands í sumar í ljósi nýrrar tölfræði frá Ferðamálastofu um slys. Kappið eigið það til að bera fólk ofurliði. Innlent 15.7.2025 21:35
Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. Innlent 15.7.2025 20:48
Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku. Innlent 15.7.2025 20:06
„Ég var örugglega getinn í Land Rover“ 27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp. Innlent 15.7.2025 20:04
„Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Þörf er á átaki gegn notkun ljósabekkja að sögn húðlæknis sem vill að þeir verði einfaldlega bannaðir. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. Innlent 15.7.2025 19:36
Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið norður þar sem hún var kölluð út til að leita göngumanns í sjálfheldu við Hestskarðshnjúk austur af Siglufirði. Innlent 15.7.2025 19:11
Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Banna á ljósabekki á Íslandi segir húðlæknir. Árlega valdi notkun þeirra fleiri krabbameinum en sígarettur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 15.7.2025 18:00
Enn rís land í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Ef kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið. Innlent 15.7.2025 15:47
Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Jepplingur tók fram úr öðrum bíl við Holtavörðuheiði um hádegisleytið í gær þar sem er óbrotin lína á veginum. Litlu munaði á að jepplingurinn endaði á bíl sem ók úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bílarnir lentu saman tókst ökumanni jepplingsins að koma ökutæki sínu aftur á réttan vegarhelming. Innlent 15.7.2025 15:00
Hleypti líklega óvart úr Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 15.7.2025 14:03
Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Maður á fertugsaldri sem var stunginn við Mjóddina síðastliðið föstudagskvöld er kominn úr lífshættu og horfir líðan hans til betri vegar, en ástand hans er enn alvarlegt. Innlent 15.7.2025 13:59
Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði er á leið til Ísafjarðar með fótbrotinn göngumann sem sóttur var í Hornvík á Hornströndum í morgun. Innlent 15.7.2025 13:51
„Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu. Innlent 15.7.2025 13:13
Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundinn heill á húfi. Innlent 15.7.2025 12:54
Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Litáískur karlmaður, hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Innlent 15.7.2025 12:44