Innlent

Sjö ára fangelsi fyrir tvær til­raunir til manndráps

Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu.

Innlent

Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim

Ákveðið var á aðalfundi Blindrafélagsins að skora á stjórnvöld að koma Hljóðbókasafninu heim. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er kallað eftir því að safnið fái framtíðarhúsnæði í Hamrahlíð 17, þar sem það byrjaði árið 1982 og á eðlilegum samastað innan öflugs þjónustukjarna fyrir blint og sjónskert fólk.

Innlent

Úlfar hættir sem lög­reglu­stjóri

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður.

Innlent

Hafnar því al­farið að hafa lekið gögnunum

Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi PPP njósnafyrirtækisins er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi og hafi því komið gömlum kynningum PPP til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. Ólafur Þór hafnar því alfarið.

Innlent

Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld

Slökkviliðið á Austurlandi er á varðbergi vegna aukinnar hættu á gróðureldum en búist er við miklum þurrk og hita þar næstu daga. Slökkviliðsstjóri segist hafa mestar áhyggjur af sumarbústaðabyggðum.

Innlent

Rannsóknar­leyfi Rastar hafnað

„Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“

Innlent

Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar

Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi.

Innlent

Mál Os­cars sé barna­verndar­mál en ekki út­lendinga­mál

Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra frá Kólumbíu, segjast orðin svartsýn á að hann fái að vera áfram á landinu. Oscar hefur fengið endanlega synjun og á að fara frá landi en niðurstaðan er þó til meðferðar fyrir dómi. Svavar og Sonja telja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en útlendingamál.

Innlent

Vara við aukinni hættu á gróður­eldum á Austur­landi

Hætta á gróðureldum á Austurlandi þar sem lítil úrkoma hefur verið síðustu vikur hefur aukist síðustu daga. Almannavarnir hvetja íbúa og gesti í sumarhúsahverfum þar sem gróður er mikill til þess að fara varlega með eld við þær aðstæður.

Innlent

Stór skjálfti rétt hjá Gríms­ey

Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð.

Innlent

Þakkantinum var haldið saman með kúst­skafti

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Maður sem keypti ónýtt hús þar sem kústskaft var notað til að halda þakkkantinum uppi vonast eftir réttlæti handa húsnæðiskaupendum.

Innlent

Dr. Bjarni er látinn

Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður, sem iðulega var kallaður dr. Bjarni, er látinn. Bjarni var 78 ára gamall. 

Innlent

Lýsa mar­traða­kenndri leigu­bíla­ferð upp í Blá­fjöll

Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund.

Innlent

Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikil­vægari en aðrir

Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. 

Innlent

Ógnaði ung­mennum með hníf

Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um mann með hníf á lofti í miðborg Reykjavíkur. Maður var sagður hafa ógnað ungmennum með hnífnum. Hinir handteknu eru vistaðir í fangaklefa þar til ástand þeirra leyfir að við þá sé rætt.

Innlent

Þor­björg um sér­stakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“

Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Innlent