Innlent

Dag­björt eyddi færslu eftir hörð við­brögð

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. 

Innlent

Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér

„Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“

Innlent

Engin um­merki um ís­birni

Leit að ísbjörnum, sem tilkynnt var um að væru mögulega á ferð í nágrenni Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær, hefur verið hætt. 

Innlent

Of vand­ræða­legt fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn að halda á­fram

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu.

Innlent

Vatnsleki í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðar nú Veitur við að dæla upp vatni sem lekur í Skeifunni í Reykjavík.

Innlent

Lokaleit að ísbjörnum með dróna

Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki tiltæk í leit að ísbjörnum, sem erlendir ferðamenn tilkynntu að væru á slóðum Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær. Lokaleit verður því gerð með dróna í dag. 

Innlent

Ríkis­stjórnin á hengi­flugi

Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“

Innlent

Slysið í Stykkis­hólmi al­var­legt

Lögreglan á Vesturlandi hefur alvarlegt slys sem varð í gær til rannsóknar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang í gær en afturkölluð áður en hún komst á leiðarenda.

Innlent

Ellefu tímar sár­þjáður á bráða­mót­töku

Þingmaður Flokks fólksins lýsir þrautagöngu vinar síns og skjólstæðings, sem þurfti að bíða sárþjáður í sjö klukkustundir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir neyðarástand blasa við í heilbrigðismálum.

Innlent

Ís­land má ekki vera sölu­vara er­lendra glæpagengja

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að allir þeir sem koma að landmærum Íslands til að sækja um hæli verði tafarlaust sendir til baka. Þeir missi jafnframt réttinn til að sækja um vernd á Íslandi. Þá væri ekki hægt að ætlast til að Íslendingar aðlagi sig að menningu og siðum þeirra sem hingað flytja, heldur verði fólk sem vilji búa hér að aðlaga sig að íslensku samfélagi.

Innlent

Safnast í kviku­hólfið en ó­mögu­legt að segja hve­nær gýs

„Ég les nú í þetta að ef við notum líkingu frá jarðeldunum á Reykjanesi að þá er augljóst, og það má öllum vera augljóst, að það er að safnast meira og meira fyrir í kvikuhólfið en hins vegar hvenær gýs, er ómögulegt að segja. Það er hratt landris sem mun enda með gosi.“

Innlent

Ör­fáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum

„Þetta eru einhverjar örfáar raddir sem virðast nýta sér Kveik sem einhvers konar vopn gagnvart okkur í einhverri óánægju. Þetta er högg sem kom okkur á óvart og við fundum okkur knúin til að svara fyrir það áður en það færi eitthvað lengra. Mér finnst sorglegt ef Kveikur ætlar að gera sér einhver eldsmat úr þessu. Við höfum heyrt að þau séu að leita sérstaklega af einhverjum sem hafi liðið nægilega illa þarna í ferðinni til að tala við. Mér finnst það mjög ósmekklegt að ráðast þannig að ungmennum.“

Innlent