Innlent

Tvær flug­vélar þurftu að hring­sóla í skamman tíma

Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg og er flogið bæði til og frá vellinum. Tvær flugvélar Icelandair sem voru á leið til Keflavíkurflugvallar þurftu að hringsóla í skamman tíma á meðan unnin var öskuspá vegna gossins sem hófst um fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 22:17.

Innlent

Biðlar til fólks að fara úr Grinda­vík

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að eldgosið sem hófst í kvöld sé sem betur fer renna í norður og norðvestur sem ógni síður byggð í Grindavík. Ekki er útilokað að hraunrennslið breytist og því erfitt að segja til um framhaldið.

Innlent

Vinna við að loka gati á varnargarði

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað svæðinu að nýju við Grindavík. Einungis eru eftir starfsmenn verktaka sem vinna við að loka gati á varnargarði við Grindavíkurveg og við Bláa lónið.

Innlent

Eld­gosið myndað úr lofti

Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd sem eru tekin af eldgosinu, sem hófst á Reykjanesskaga í kvöld, úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent

Neyðar­stigi al­manna­varna lýst yfir

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara neyðarstig almannavarna vegna eldgos á Reykjanesi sem hófst á ellefta tímanum í kvöld.

Innlent

„Virðist vera frekar stórt“

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, varar fólk við að leggja af stað og fara nálægt eldgosinu sem hófst á Reykjanesskaganum í kvöld. Hún segist óttast að það gæti haft áhrif á byggð.

Innlent

Skjálfta­hrina hafin á ný

Nokkuð þétt smáskjálftahrina hófst norðaustur af Grindavík upp úr 21:00 í kvöld. Nokkrar vikur eru síðan sambærileg hrina mældist. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir of snemmt að segja til um hvort hrinan líkist þeirri sem reið yfir þann 10. nóvember þegar Grindavíkurbær var rýmdur.

Innlent

Stjórn­endur ekki á­kveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkis­styrk

Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær.  Hún segir starfsmenn hafa æft  rýmingu meðan lónið var lokað.  Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 

Innlent

Frost í við­ræðum flug­um­ferðar­stjóra og SA

Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu. Sáttasemjari segir að litið sé til þess að gera skammtímasamning. 

Innlent

Hús­næðis­málin alls ekki á góðum stað

Bæjarstjóri Grindavíkur trúir því að flestir íbúar bæjarins muni snúa aftur til síns heima þegar það er talið óhætt. Ýmislegt vanti þó upp á þjónustu til að það sé mögulegt. Fjölmargar fjölskyldur eru í óhentugu húsnæði og margir í mjög erfiðri stöðu fjárhagslega. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu.

Innlent