Innlent

Sparar sér að boða til kosninga strax

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarflokkana ekki í fjölskyldu saman. Þeir axli því ekki ábyrgð hvort á öðrum líkt og móðir axli ábyrgð á börnum sínum. Ætlar ráðherra ekki að verða við ákalli formanns Viðreisnar um að boða til kosninga strax. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi.

Innlent

Elín snýr aftur af Gasaströndinni

Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir, sem hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á sjúkrahúsi á Gasaströndinni síðustu sex vikur, er komin aftur til Íslands. 

Innlent

Enginn fari niður í fjöru í Reynis­fjöru

Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólarhringinn og er sérstaklega bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverðar.

Innlent

Styrkja 35 verk­efni um 1590 milljónir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag niðurstöður og úthlutanir úr Samstarfi háskóla 2023. Alls bárust 55 umsóknir fyrir tæpa 4 milljarða króna. Áslaug Arna kynnir í dag þau 35 verkefni sem styrkt eru að þessu sinni en heildarfjárhæð styrkja nemur 1590 milljónum króna.

Innlent

Ættum að vera á pari við hin Norður­löndin

Ísland hefur aldrei verið eins neðarlega á lista ríkja yfir vísitölu spillingarásýndar Transparency International og mælist með sjötíu og tvö stig af hundrað mögulegum. Ísland missir tvö stig á milli ára og sker sig verulega úr á meðal Norðurlandanna en Danmörk trónir á toppnum og fær hæstu einkunn.

Innlent

„Mér er al­veg sama þó ég sé um­deildur“

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar.

Innlent

Vonskuveður gæti komið í veg fyrir verðmætabjörgun á morgun

Verðmætabjörgun í Grindavík hefur gengið vel það sem af er degi, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Stefnt er að því að um 400 íbúar geti vitjað heimila sinna og eigna í dag, en hugsanlega þarf að gera breytingar á áætlun morgundagsins þar sem veðurspá er afar slæm.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar en verðbólga hjaðnaði um eitt prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Innlent

Dóra Björt ekki að hæðast að Tómasi

Stóra snjómokstursmálið virðist til lykta leitt. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið strax í að skoða athugasemdir Tómasar Skúlasonar eftir að Vísir greindi frá þeim.

Innlent

Sex börn með sex konum, ó­skráð sam­búð og fær ekki krónu með gati

Karlmaður sem sagður er faðir sex barna með jafnmörgum konum fær ekki helming af söluverðmæti fasteignar kærustu sinnar til þrjátíu ára. Hann lagði lítið sem ekkert til heimilishaldsins á sambúðartímanum og vildi ekki vera á launaskrá verslunar konunnar því þá færu peningarnir í meðlag. Hann sagðist meðal annars hafa lagt lottóvinninga til sameiginlegs heimilishalds.

Innlent