Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins.

Innlent

Hettu­sótt í Hraunvallaskóla

Starfsmenn Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hafa greinst smitaðir með hettusótt. Veirusjúkdómurinn er í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og má það sama segja um mislinga.

Innlent

Á annarri hendi í gegnum lífið eftir hræði­legt slys

Ingibjörg Ólafsdóttir var sextán ára starfstúlka í hraðfrystihúsi í Sandgerði þegar hún varð fyrir alvarlegu vinnuslysi. Þetta var árið 1977. Afleiðingarnar voru þær að fjarlægja þurfti af henni hægri handlegginn ofan við olnboga og lífið varð aldrei samt. Síðan er liðin tæplega hálf öld og Ingibjörg segir málið óuppgert enda átti að vera óhugsandi að slysið myndi gerast hefði öryggisbúnaður notaður. 

Innlent

Ók á gang­stéttum og stígum á flótta undan lög­reglu

Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu.

Innlent

Ingi­björg Sól­rún kemur Krist­rúnu til varnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölskylda Alexei Navalní, sem lést í gær, krefst þess að fá lík hans afhent. Blóm, kerti og aðrir minnisvarðar um Navalní voru fjarlægðir í Rússlandi í gær og hundrað mótmælendur handteknir.

Innlent

Vill taka þrjá­tíu milljarða lán vegna jarð­hræringa

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur og vill ekki gefa upp hvernig hann tengist málinu nákvæmlega.

Innlent

Öku­menn stoppi stutt á nýjum vegi yfir heitt hraun

Unnið er að gerð nýs vegar innan varnargarðanna við Svartsengi sem opnar leið til Grindavíkur og í starfsemi í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið. Hraun fór yfir hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar í síðustu viku. Með nýju vegtengingunni verður hægt að fara frá Grindavíkurvegi að Bláalónsvegi sem tengist inn á Nesveg.

Innlent

Reyndi að bíta fólk og flýja undan lög­reglu

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Höfð voru afskipti af fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna og á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um mann sem er sagður hafa reynt að bíta fólk í miðborginni. Reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Innlent

Skjálfti í Bárðar­bungu og á­fram land­ris við Svarts­engi

Jarðskjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 21:43 í gærkvöldi. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu og tiltekur náttúrúvársérfræðingur að skjálftar að þessari stærð eigi sér stað í Bárðarbungu öðru hverju. Bárðarbungukerfið er lengsta eldstöðvakerfi landsins og annað virkasta.

Innlent

Fara lík­lega ekki inn fyrr en eftir helgi

Enn er talið of hættulegt að fara inn á smurstöð N1 í Fellsmúla, sem brann í gær, og því ómögulegt að segja til um upptök eldsins. Lögregla stefnir á að fara inn í húsið og skoða aðstæður eftir helgi. Fyrirtækjaeigendur í húsinu segja mikið áfall að fylgjast með eldinum gleypa hluta hússins í gær.

Innlent

„Það þarf að hleypa okkur líka heim“

Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir það skjóta skökku við að Bláa lónið fái að taka á móti gestum meðan íbúar og fyrirtæki í Grindavík fái takmarkað aðgengi að heimabæ sínum.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Utanríkisráðherra Íslands segir Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða hans.

Innlent