Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Lovísa Arnardóttir skrifar 5. mars 2025 15:04 Frá vinstri: Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM, Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna. Þau segja í yfirlýsingu sinni að í stað þess að leggja regluna af ætti að víkka þessa reglu út þannig hún gilti einnig á almennum markaði. Þannig sé það á öðrum Norðurlöndum. Formaður BHM sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að engir útreikningar væru að baki tillögum hópsins um opinbera starfsmenn. Fjallað er um það sömuleiðis í sameiginlegu yfirlýsingunni. „Undanfarin ár hafa sérhagsmunahópar atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði gert þá kröfu að ákvæði um áminningu verði fellt brott úr starfsmannalögum. Meginröksemdirnar hafa verið að jafna þurfi réttindi milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og auka hagkvæmni í ríkisrekstri. Þessum kröfum hafa hins vegar ekki fylgt útreikningar eða greiningar á ætluðum sparnaði, sem veldur því að tillögurnar hafa ekki þótt trúverðugar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að opinberar stofnanir glími við margs konar vanda. Það sé mikil starfsmannavelta, hár meðalaldur og lítil nýliðun. Þá glími þau einnig við mikla veikindafjarveru og manneklu á sama tíma og aukning er að vera á störfum í umönnun vegna, meðal annars, öldrunar þjóðarinnar. „Ljóst er að vandinn sem felst í skorti á starfsfólki mun bara aukast eftir því sem tíminn líður og sá skortur er kostnaðarsamur fyrir samfélagið allt.“ Þau segja eðlilegt, í ljósi tillagnanna, að spyrja hvort ríkisstjórnin ætli að horfa framan í hóp opinberra starfsmanna og segja þeim að „mikilvægasta verkefnið fram undan sé að gera stjórnendum auðveldara að segja þeim upp störfum.“ „Það er ekki bara pólitísk tillaga heldur vanvirðing í garð fólks sem hefur haldið velferðarkerfum samfélagsins gangandi gegnum erfiða tíma, nægir að nefna efnahagshrun, heimsfaraldur og náttúruhamfarir því til staðfestingar,“ segir að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Þau segja í yfirlýsingu sinni að í stað þess að leggja regluna af ætti að víkka þessa reglu út þannig hún gilti einnig á almennum markaði. Þannig sé það á öðrum Norðurlöndum. Formaður BHM sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að engir útreikningar væru að baki tillögum hópsins um opinbera starfsmenn. Fjallað er um það sömuleiðis í sameiginlegu yfirlýsingunni. „Undanfarin ár hafa sérhagsmunahópar atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði gert þá kröfu að ákvæði um áminningu verði fellt brott úr starfsmannalögum. Meginröksemdirnar hafa verið að jafna þurfi réttindi milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og auka hagkvæmni í ríkisrekstri. Þessum kröfum hafa hins vegar ekki fylgt útreikningar eða greiningar á ætluðum sparnaði, sem veldur því að tillögurnar hafa ekki þótt trúverðugar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að opinberar stofnanir glími við margs konar vanda. Það sé mikil starfsmannavelta, hár meðalaldur og lítil nýliðun. Þá glími þau einnig við mikla veikindafjarveru og manneklu á sama tíma og aukning er að vera á störfum í umönnun vegna, meðal annars, öldrunar þjóðarinnar. „Ljóst er að vandinn sem felst í skorti á starfsfólki mun bara aukast eftir því sem tíminn líður og sá skortur er kostnaðarsamur fyrir samfélagið allt.“ Þau segja eðlilegt, í ljósi tillagnanna, að spyrja hvort ríkisstjórnin ætli að horfa framan í hóp opinberra starfsmanna og segja þeim að „mikilvægasta verkefnið fram undan sé að gera stjórnendum auðveldara að segja þeim upp störfum.“ „Það er ekki bara pólitísk tillaga heldur vanvirðing í garð fólks sem hefur haldið velferðarkerfum samfélagsins gangandi gegnum erfiða tíma, nægir að nefna efnahagshrun, heimsfaraldur og náttúruhamfarir því til staðfestingar,“ segir að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira