„Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2025 21:22 Hús við Nátthaga sem er umlukið sjó sem flætt hefur upp á land. Vísir/Bjarki Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda. Aftakaveður hefur gengið yfir Suðurnesin síðustu daga. Í gær losnuðu bátar sem lágu við Sandgerðishöfn og einn kastaðist upp á bryggjuna. Þá var þak við það að fjúka af húsi í Sandgerði og þurfti björgunarsveit að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Við Nátthaga, rétt utan við Sandgerði, var allt á floti þegar fréttastofu bar að garði í dag. Vatn hafði flætt langt upp á land en Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir mikið hafa gengið þar á. „Það voru mjög krefjandi aðstæður hérna um helgina. Það var mikill vindur og læti. Mikill áhlaðandi samfara stórstreymi og háflæði. Allt er þetta eitruð blanda. Það flæddi víða hérna í Suðurnesjabæ með ströndinni, óvenju mikið,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Bæjaryfirvöld hafi lengi reynt að vekja athygli á því að það þurfi að stórefla sjóflóðavarnir á svæðinu. „Því miður hefur okkur ekki orðið nógu ágengt í því. Við höfum sýnt fram á með alls konar gögnum ákveðna hættu á ákveðnum stöðum. Það liggur allt fyrir og er að raungerast þessa dagana sem við höfum óttast og verið að benda á. Það er alveg klárt mál að það þarf að ráðast í miklu meiri sjóflóðavarnir. Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir, ein tegund af náttúruhamförum sem áttu sér stað hér um helgina,“ segir Magnús. Sjórinn var til vandræða á fleiri stöðum um helgina. Í Reykjavík náði flóð langt upp á land úti á Granda og varð þar mikið tjón. Í Vogum á Vatnsleysuströnd er búið að loka bryggjunni vegna tjóns. „Við könnumst við ofanflóð, snjóflóð og aurflóð. Í raun og veru mætti skilgreina þetta á sama hátt,“ segir Magnús. Veður Náttúruhamfarir Vogar Suðurnesjabær Hafnarmál Tengdar fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11 Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Aftakaveður hefur gengið yfir Suðurnesin síðustu daga. Í gær losnuðu bátar sem lágu við Sandgerðishöfn og einn kastaðist upp á bryggjuna. Þá var þak við það að fjúka af húsi í Sandgerði og þurfti björgunarsveit að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Við Nátthaga, rétt utan við Sandgerði, var allt á floti þegar fréttastofu bar að garði í dag. Vatn hafði flætt langt upp á land en Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir mikið hafa gengið þar á. „Það voru mjög krefjandi aðstæður hérna um helgina. Það var mikill vindur og læti. Mikill áhlaðandi samfara stórstreymi og háflæði. Allt er þetta eitruð blanda. Það flæddi víða hérna í Suðurnesjabæ með ströndinni, óvenju mikið,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Bæjaryfirvöld hafi lengi reynt að vekja athygli á því að það þurfi að stórefla sjóflóðavarnir á svæðinu. „Því miður hefur okkur ekki orðið nógu ágengt í því. Við höfum sýnt fram á með alls konar gögnum ákveðna hættu á ákveðnum stöðum. Það liggur allt fyrir og er að raungerast þessa dagana sem við höfum óttast og verið að benda á. Það er alveg klárt mál að það þarf að ráðast í miklu meiri sjóflóðavarnir. Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir, ein tegund af náttúruhamförum sem áttu sér stað hér um helgina,“ segir Magnús. Sjórinn var til vandræða á fleiri stöðum um helgina. Í Reykjavík náði flóð langt upp á land úti á Granda og varð þar mikið tjón. Í Vogum á Vatnsleysuströnd er búið að loka bryggjunni vegna tjóns. „Við könnumst við ofanflóð, snjóflóð og aurflóð. Í raun og veru mætti skilgreina þetta á sama hátt,“ segir Magnús.
Veður Náttúruhamfarir Vogar Suðurnesjabær Hafnarmál Tengdar fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11 Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11
Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28