Innlent

„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“

„Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“

Innlent

Auka við lista­manna­laun í fyrsta sinn í fimm­tán ár

Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009.

Innlent

Á­rásar­maðurinn beitti stungu­vopni á háls og maga

Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar.

Innlent

Einn hand­tekinn vegna al­var­legrar líkams­á­rásar með vopn

Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel.

Innlent

„Veit ekki hvað þeim gengur til með þessu“

Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarnefnd lagði í kvöld fram breytingartillögur við frumvarp um öryrkjulífeyriskerfi almannatrygginga. Tillögurnar eru ekki hluti af samkomulagi stjórnarandstöðu og stjórnarflokka sem gert var til að ljúka þingstörfum. Þingmaður Vinstri grænna segir að líta megi á tillögurnar sem rof á samkomulagi en Inga Sæland segir það af og frá og segir að ekki standi til að tefja þingstörf.

Innlent

„Öll að­staða er til fyrir­myndar“

Rekstraraðili tjaldsvæðisins í Þrastaskógi segir að svæðið sé búið að vera lokað síðan í september á síðasta ári. Hann segir heilbrigðiseftirlitið hafa tekið svæðið út í vikunni og að það muni opna um mánaðamótin.

Innlent

Unnið dag og nótt við varnar­garðana

Hraunkæling við varnargarðana við Svartsengi hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi með góðum árangri. Slökkviliðið og aðrir á svæðinu fagna því að eldgosið virðist vera að syngja sitt síðasta í bili.

Innlent

Loka­sprettur, hraunkæling og raðvígsla

Stór og umdeild þingmál verða sett til hliðar eftir að samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun sem stefnt er að á morgun. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum allt um lokasprettinn á þinginu.

Innlent

Firra að hafa ekki kjark til að klára lagar­eldis­frum­varpið

Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina.

Innlent

Full­vissaði brotna dóttur sína um að þau væru ást­fangin

Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

Innlent

„Það er heil­mikil kæling af þessu“

Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli.

Innlent