Erlent

Ó­víst með af­drif vopna­hlés­til­lögunnar

Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum.

Erlent

Frederik­sen enn ekki með sjálfri sér eftir á­rásina

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist enn ekki með sjálfri sér eftir að karlmaður réðst á hana í Kaupmannahöfn á föstudag. Hún er sannfærð um að maðurinn hafi ráðist á sig sem forsætisráðherra og árásin hafi þannig í raun verið á alla Dani.

Erlent

Í­huga að virða tíma­móta­dóm að vettugi

Neðri deild svissneska þingsins greiðir atkvæði um tillögu um að stjórnvöld hunsi tímamótadóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau yrðu að gera meira til þess að draga úr hnatttrænni hlýnun. Þingmenn saka dómstólinn um inngrip í innri málefni landsins.

Erlent

Biden virðir saka­dóminn yfir syni sínum

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að virða niðurstöðu kviðdóms sem sakfelldi Hunter son hans fyrir skotvopnalagabrot í gær. Hunter Biden gæti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóm.

Erlent

Stilla upp harðlínumönnum til að fylla skarð Raisi

Flestir sex frambjóðenda sem hlutu náð fyrir augum nefndar sem metur forsetaframbjóðendur í Íran eru íslamskir harðlínumenn. Fyrrverandi samningamaður í kjarnorkumálum er talinn líklegur eftirmaður Ebrahims Raisi sem fórst í þyrluslysi.

Erlent

Um­deildur dómari vill trú­ræknari Banda­ríki

Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito heyrist taka undir að Bandaríkin ættu að verða trúræknari og velta vöngum um að pólitískar málamiðlanir séu ómögulegar á leynilegri upptöku sem var gerð opinber. Dómarinn og kona hans hafa sætt gagnrýni fyrir fána sem var flaggað heima hjá þeim eftir árásina á bandaríska þinghúsið.

Erlent

Hamas sam­þykkir vopna­hlés­til­löguna

Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti.

Erlent

Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta for­sætis­ráð­herra

Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum.

Erlent

Öryggis­ráðið styður friðar­til­lögu Biden

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 

Erlent

Biden ber ekki vitni í eigin saka­­máli

Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin.

Erlent

Ekkja leið­toga ISIS leysir frá skjóðunni

Umm Hudaifa, ekkja Abu Bakr al-Baghdadi fyrrverandi stjórnanda hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, hefur tjáð sig um hjónaband þeirra, eiginmanninn og gjörðir þeirra í viðtali við BBC. Hudaifa situr nú í fangelsi í Írak á meðan stjórnvöld þar í landi rannsaka meinta glæpi hennar.

Erlent

Lést af náttúru­legum or­sökum

Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 

Erlent

Macron veðjar á að Frakkar séu í á­falli

Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins.

Erlent

Full­yrða að gíslar hafi fundist í haldi blaða­manns

Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar.

Erlent

Mánaðarverkfalli í Fær­eyjum lýkur

Verkfall sem staðið hefur yfir síðastliðnar fjórar vikur í Færeyjum lauk í gærkvöldi. Til þess að binda enda á verkfallið skrifuðu félag atvinnurekenda þar í landi og fimm stórra verkalýðsfélaga undir kjarasamning.

Erlent

For­sætis­ráð­herrann segir af sér

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti tárvotur í kvöld að hann myndi segja af sér frá og með morgundeginum. Hann segir kvöldið hafa verið „einstaklega erfitt.“

Erlent

Benny Gantz hættur í þjóð­stjórn Netanjahús

Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús.

Erlent