Erlent

Hættu við um­fangs­miklar á­rásir á Íran

Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum.

Erlent

Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016

Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag.

Erlent

Modi sakaður um múslima­and­úð í miðjum kosningum

Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni.

Erlent

Dregur úr vinnu og verk­efnum

Haraldur V. Noregskonungur sneri aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið fjarverandi síðastliðnar átta vikur vegna heilsubrests. Norska konungshöllin greinir frá því að konungurinn muni draga nokkuð úr verkefnum sínum enda orðinn gamall.

Erlent

Evrópa hlýnar hraðast heims­álfanna

Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum.

Erlent

Segir af sér vegna mis­taka í kringum á­rás Hamas

Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október.

Erlent

Ríki heims verja met­u­pp­hæðum til her­mála

Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023.

Erlent

Varnar­mál efst á baugi nýs for­manns

Mona Juul er nýr formaður danska íhaldsflokksins eftir kosningar á landsþingi flokksins sem haldinn var í dag. Á þrennu bar í fyrstu ræðu hennar sem formaður: varnarmálum, fjölskyldumálum og loftslagsmálum.

Erlent

Ætla að endur­reisa Børsen „sama hvað“

Forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur heitir að sögufræga byggingin Børsen, sem brann í liðinni viku, verði endurreist sama hvað. Brunanum hefur verið líkt við brunann á frönsku dómkirkjunni Notre-Dame í apríl 2019, en einum degi munaði að slétt fimm ár hefðu liðið milli brunanna tveggja. 

Erlent

Frum­varp um bann við TikTok sam­þykkt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum.

Erlent

Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta.

Erlent

Sprengjuhótun í Billund

Flugvöllurinn í Billund í Danmörku hefur verið rýmdur vegna sprengjuhótunar. Talsmaður flugvallarins, Dan Prangsgaard, staðfestir þetta í samtali við Ekstra Bladet.

Erlent

Maðurinn sem kveikti í sjálfum sér látinn

Maður sem kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshús í New York-borg í gær er látinn. Í réttarsal dómshússins hefur verið réttað yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, síðustu daga.

Erlent

Fyrstu loft­á­rásir Ísraela í Íran frá 1979

Ísraelskir flugmenn skutu þremur eldflaugum að ratsjárstöð í Íran í nótt. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera loftárás af þessu tagi í Íran frá 1979.

Erlent

Hefur mátt sitja undir sví­virðingum um sjálfan sig

Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig.

Erlent

Ísraelar gera á­rás á Íran

Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan.

Erlent