Erlent

Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig.

Erlent

Fundu fjölda nasistamuna og vopna í eigu barnaníðings í Brasilíu

Lögreglan í Rio De Janeiro í Brasilíu fann í vikunni fjölmarga muni frá tíma Nasista í Þýskalandi, vopn og skotfæri á heimili 58 ára manns sem grunaður er um barnaníð. Lögreglan gerði atlögu að heimili mannsins eftir að nágrannar hans sökuðu hann um að nauðga tólf ára syni þeirra.

Erlent

Fresta efnahagslegum hörmungum til desember

Demókratar og Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna. Mögulegu sögulegu gjaldþroti Bandaríkjanna hefur því verið frestað þar til í desember.

Erlent

Telja líkamshlutana tilheyra grænlenskum manni

Lögreglan á Grænlandi telur sig nærri því að bera kennsl á líkamshluta sem fundust á brennslustöð í bænum Ilulissat. Grunur leiki á að um grænlenskan karlmann sé að ræða en tveir líkamshlutar hafa fundist.

Erlent

Kortanúmerum og lykilorðum ekki stolið frá Twitch

Forsvarsmenn Twitch, vinsællar streymisveitu, segja að fullum kreditkortanúmerum notenda hafi ekki verið stolið. Þá hafi ekkert sést sem bendi til þess að lykilorðum hafi einnig verið stolið í umfangsmiklum gagnaleka.

Erlent

Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður.

Erlent

Taívanar leitast eftir stuðningi

Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum.

Erlent

Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar

Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað.

Erlent

Skotárás í skóla í Texas

Minnst fjórir eru slasaðir eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas. Þrír voru fluttir á sjúkrahús, tveir nemendur og einn kennari, en af þeim eru tveir sagðir hafa orðið fyrir skotum. 

Erlent