Erlent

Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard

Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 

Erlent

Kjör­sókn ekki minni síðan 1969

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því í sigurræðu sinni við Eiffelturninn í París í gærkvöldi að sameina Frakkland að nýju og sýna fram á að hann sé forseti allra Frakka.

Erlent

Rússi og Úkraínu­maður brjóta saman páska­egg

Fjöldi úkraínskra flótta­manna kom saman í Nes­kirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir há­tíð­legir í Rétt­trúnaðar­kirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á al­vöru úkraínskar páska­hefðir.

Erlent

Le Pen viðurkennir ósigur

Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða.

Erlent

Sakfelldir vegna útlits og litarafts

Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf.

Erlent

Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn

„Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands.

Erlent

Mikil­­vægustu kosningar fyrir Evrópu­­sam­bandið í langan tíma

Emmanuel Macron Frakk­lands­­for­­seti freistar þess í dag að ná endur­­­kjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðana­kannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórn­­mála­­fræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir fram­­tíð Evrópu­­sam­bandsins.

Erlent

Rússar líti fram hjá nauðgunum á al­mennum borgurum

Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu.

Erlent

Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna

Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna.

Erlent

Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópu­lönd

Bretar ætla að opna aftur sendi­ráð sitt í Kænu­garði, höfuð­borg Úkraínu, og munu að­stoða Pól­verja við að gefa Úkraínu­mönnum skrið­dreka. For­seti Úkraínu varar Vestur­lönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni.

Erlent

Vaktin: Selenskí vill fá að hitta Pútín

„Innrásin í Úkraínu er aðeins upphaf af því sem koma skal,“ sagði Volódímír Selenskí Úkraínuforseti í ávarpi í gærkvöldi. Hann segir að ummæli háttsetts rússnesks herforingja bendi til þess að Rússar vilji ráðast inn í önnur lönd.

Erlent

Hart barist í austurhluta Úkraínu og Mariupol ósigruð

Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborgini.

Erlent

Macron eykur forskot sitt á Le Pen

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, virðist vera að stinga Marine Le Pen, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum, af samkvæmt könnunum. Frakkar kjósa á milli þeirra á sunnudaginn næstkomandi.

Erlent

Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða

Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins.

Erlent

Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann

Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007.

Erlent