Erlent

Rússar svara Norð­mönnum í sömu mynt

Rússar hafa tilkynnt norska sendiráðinu í landinu að tíu manns úr starfsliði þeirra verði gert að yfirgefa landið á næstu dögum. Utanríkisráðuneyti Noregs segir ákvörðunina vera hefndaraðgerð eftir að Norðmenn létu fimmtán starfsmenn ráðuneytis Rússa í Noregi yfirgefa landið. 

Erlent

Þáði tugi milljóna frá Sá­dum eftir morðið á Khas­hoggi

Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti.

Erlent

Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“

Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“.

Erlent

Sanders ætlar ekki í framboð

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar sér ekki að reyna að verða forsetaefni Demókrataflokksins í þriðja skipti. Hann segist frekar ætla að styðja framboð Joe Biden og gera hvað sem í hans valdi stendur til að sjá til þess að hann verði endurkjörinn sem forseti Bandaríkjann

Erlent

Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn

Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna.

Erlent

Súdanski herinn sagður hafa rofið vopna­hlé

Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. 

Erlent

Líkja sam­bandi við njósnara við nauðgun

Sex katalónskar konur hafa stefnt lögreglumanni, spænska ríkislögreglustjóranum og innanríkisráðherra fyrir kynferðisofbeldi. Lögreglumaðurinn starfaði sem njósnari innan anarkistasenunnar í Barcelona og átti í samböndum við átta konur.

Erlent

Biden sækist form­lega eftir endur­kjöri

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann sækist formlega eftir endurkjöri í kosningum á næsta ári. Hann biður kjósendur um að gefa honum meiri tíma til að ljúka verkefninu sem hann hóf þegar hann tók við embætti fyrir rúmum tveimur árum.

Erlent

Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum

Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist.

Erlent

Velja kvið­dóm­endur í nauðgunar­máli Trump

Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum.

Erlent

110 grunaðir PKK-liðar hand­teknir í Tyrk­landi

Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið á annað hundrað manns vegna gruns um að tengjast kúrdíska verkamannaflokknum PKK sem stjórnvöld í Tyrklandi skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Um þrjár vikur eru nú til kosninga í landinu.

Erlent

Vopnahlé í Súdan

Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma.

Erlent

Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi

Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina.

Erlent

Don Lemon rekinn frá CNN

Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli.

Erlent

Tucker Carlson hættur hjá Fox News

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni.

Erlent

Eldur kviknaði í dreka sem Mikki mús átti að sigra

Eldur kviknaði í véldrekanum Meinhyrnu í Disneyland í Kaliforníu á laugardagskvöld. Kviknaði eldurinn í miðju atriði í skemmtigarðinum en venjan er sú að Mikki mús sigri drekann. Eldurinn var þó fyrri til í þetta skiptið. 

Erlent

Ferða­maðurinn er látinn

Bandarískur ferðamaður á þrítugsaldri, sem grófst undir í snjóflóði í Troms í Noregi í dag, er látinn. Tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum og hafði hans verið leitað síðan.

Erlent