Fótbolti

„Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson segir frönsku kunnáttu sína ekki vera nægilega góða til að hann geti tjáð sig mikið við leikmenn franska landsliðsins í leik Íslands og Frakklands í undankeppni HM á Parc des Princes í París annað kvöld. Hann lét vera að láta blótsyrði falla á blaðamannafundi í dag.

Fótbolti

Fær lík­lega inn aðra týpu en Albert í liðið

„Það eru allir klárir og allir heilir. Hefur verið óvenju mikið að gera hjá sjúkraþjálfurunum í þessari ferð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi um landsliðshóp Íslands fyrir leikinn við Frakkland á Parc des Princes í undankeppni HM karla í fótbolta annað kvöld.

Fótbolti

„Ís­land er eini ó­vinur okkar“

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland.

Fótbolti

„Ætlum að keyra inn í þetta“

„Það er frábært fyrir mig að koma inn í þennan leik með sjálfstraust en ekki síður fyrir liðið í heild sinni,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.

Fótbolti

„Tottenham Hotspur er ekki til sölu“

Eftir að hafa vikið formanni félagsins úr starfi á föstudag vöknuðu spurningar um áform eigenda Tottenham Hotspur. Tveir áhugasamir aðilar settu sig í samband um möguleg kaup, en var hafnað með yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem félagið er sagt ekki til sölu.

Enski boltinn

„Maður er í þessu fyrir svona leiki“

„Við förum bara fullir sjálfstraust í þennan leik eftir frábær úrslit á föstudaginn,“ sagði Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur. 

Fótbolti

Víkingar á fleygi­ferð eftir EM pásuna

Lið Víkings hefur verið á fljúgandi siglingu eftir EM pásuna í Bestu-deild kvenna en liðið hefur náð í tólf stig á þessum kafla. Víkingar skiptu um mennina í brúnni fyrr í sumar og það virðist vera að skila liðinu árangri.

Fótbolti

Depay orðinn marka­hæstur í sögu Hollands

Hollendingar tylltu sér á topp G-riðils í undankeppni HM 2026 í dag með 2-3 sigri á Litháen en Litháar eru enn án sigurs í riðlinum. Memphis Depay skoraði tvö mörk í dag og varð þar með markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins.

Fótbolti

Upp­gjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugar­dalnum

Þróttur og FHL gerðu 2-2 jafntefli á Avis-vellinum í dag. Jafnteflið sennilega sanngjarnt á endanum en frammistaða FHL var að mörgu leyti öflug og þær voru beittar í flestum sínum aðgerðum. Þróttur, sem hafa oft spilað betur í sumar, unnu síðast í deildinni fyrir um mánuði síðan.

Íslenski boltinn

„Gríðar­lega mikil­vægur sigur“

Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti stórleik í sigri Stjörnunnar á Þór/KA í 17. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Gyða skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar liðið lyfti sér upp í efri hluta deildarinnar.

Fótbolti

„Ekki boð­legt fyrir lið eins og Þór/KA“

Þór/KA tapaði fyrir Stjörnunni 4-1 í Garðabæ í 17. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Liðið hefur sótt þrjú stig í sex leikjum eftir EM pásuna og er ljóst að Jóhann Kristinn, þjálfari liðsins, þarf að finna leið og lausnir til þess að liðið detti ekki niður í neðri hluta deildarinnar.

Fótbolti