Fótbolti

Mamma hans trúði honum ekki

Nikolas Nartey er nýjasti meðlimur danska landsliðsins í fótbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á laugardaginn.

Fótbolti

„Menn beita öllum brögðum“

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en mikið hefur verið rætt og skrifað um föstu leikatriðin hjá liðinu á þessu tímabili. Sunderland notaði sérstaka leið til að hafa áhrif á innköst Arsenal í jafntefli liðanna um síðustu helgi.

Enski boltinn

Gummi Ben fékk hláturs­kast ársins

Það er alltaf mikið fjör, mikið grín og mikið gaman í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Stundum er þó aðeins of mikið gaman fyrir umsjónarmanninn Guðmund Benediktsson.

Fótbolti

Sesko ekki með sjálfs­traust og dregur sig úr landsliðshópnum

Benjamin Sesko er að glíma við mikinn skort á sjálfstrausti samkvæmt sérfræðingum Sunnudagsmessunnar og ekki mun það hjálpa að framherjinn hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Slóveníu, vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok leiks Manchester United og Tottenham um helgina.

Fótbolti

Liverpool kvartar í dómarasamtökunum

Liverpool hefur sett sig í samband við PGMOL dómarasamtökin á Englandi til að lýsa yfir óánægju sinni með að mark Virgils van Dijk hafi ekki fengið að standa í leiknum gegn Manchester City í gær.

Enski boltinn

Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári

Ivan Juric hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa aðeins stýrt liðinu í fimmtán leikjum. Þetta er í annað sinn á árinu sem Króatinn er látinn fara eftir skamman tíma við stjórnvölinn.

Fótbolti

„Al­gjört bull“ eða „rétt á­kvörðun“?

Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni skoðuðu fyrri dæmi á leiktíðinni um mörk sem fengið hafa að standa en voru keimlík markinu sem dæmt var af Liverpool í stórleiknum við Manchester City í gær. Sitt sýndist hverjum um hvort dómurinn hefði verið réttur eða kolrangur.

Enski boltinn