Fótbolti „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. Fótbolti 17.8.2025 22:04 Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 22:00 Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Atlético Madrid varð að sætta sig við 2-1 tap á útivelli gegn Espanyol í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Fótbolti 17.8.2025 21:46 „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:46 Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Axel Óskar Andrésson, miðvörður Aftureldingar, var svekktur með varnarleik sinna manna í mörkunum sem þeir fengu á sig í 3-3 jafnteflinu við KA í Bestu deildinni í dag. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:32 Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:15 Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Evrópu- og Frakklandsmeistarar PSG hófu titilvörn sína í frönsku 1. deildinni í kvöld á því að vinna nauman sigur gegn Nantes, 1-0. Fótbolti 17.8.2025 20:55 Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Víkingur kom til baka eftir gríðarlegt svekkelsi í Kaupmannahöfn og batt þar að auki enda á fimm leikja hrinu sínu án deildarsigurs þegar liðið sótti þrjú stig í viðureign sinni við ÍA í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á ELKEM-vellinum á Akranesi í kvöld. Íslenski boltinn 17.8.2025 19:54 Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Afturelding og KA skildu jöfn í frábærum knattspyrnuleik að Varmá í dag. KA liðið leiddi 0-1 í hálfleiknum, en eftir fimm mörk og eitt varið víti þá var niðurstaðan 3-3 jafntefli, í leik þar sem báðum liðum fannst þau eiga stigin þrjú skilin. Íslenski boltinn 17.8.2025 19:45 Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Ísak Bergmann Jóhannesson og hans nýju liðsfélagar í FC Köln voru afar nálægt því að falla úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, gegn 3. deildarliði Regensburg, en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og unnu sigur. Ísak skoraði sigurmarkið. Fótbolti 17.8.2025 19:23 Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Enski boltinn 17.8.2025 18:50 Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Íslenski boltinn 17.8.2025 18:36 Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði sigurmarkið þegar Þór vann afar dýrmætan 1-0 sigur gegn ÍR í Breiðholti í dag. Óhætt er að segja að toppbaráttan í Lengjudeildinni í fótbolta sé núna í algjörum hnút. Íslenski boltinn 17.8.2025 18:05 Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Stefán Ingi Sigurðarson heldur áfram að raða inn mörkum í norsku úrvalsdeildinni með Sandefjord en hann gerði bæði mörk liðsins í dag. Fótbolti 17.8.2025 17:48 Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. Enski boltinn 17.8.2025 17:20 Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. Íslenski boltinn 17.8.2025 16:53 Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Eftir að hafa verið ósigraðir í fyrstu sautján leikjum sínum í Lengjudeild karla tapaði Njarðvík fyrir Þrótti, 2-3, á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 17.8.2025 16:30 Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Stjarnan tók á móti Vestra í 19. umferð Bestu deildar karla á Samsungvellinum í Garðabæ í dag. Heimamenn fóru með sigur af hólmi í hörkuleik sem endaði 2-1, og tryggðu sér þar með dýrmæt þrjú stig í efri hluta deildarinnar. Íslenski boltinn 17.8.2025 16:30 Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið ÍBV gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir topplið Vals, 4-1, í 19. umferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í 7. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 17.8.2025 15:55 Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson byrjar tímabilið af krafti en hann skoraði eitt marka Lille í 3-3 jafntefli gegn Brest í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 17.8.2025 15:23 Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Chris Wood skoraði tvívegis þegar Nottingham Forest bar sigurorð af Brentford, 3-1, á City Ground í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 17.8.2025 14:56 Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Chelsea og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 14:55 Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Brann vann sinn annan útisigur í röð í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið hafði betur gegn Tromsö, 1-2. Sævar Atli Magnússon skoraði jöfnunarmark Brann. Fótbolti 17.8.2025 14:27 Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Ensku landsliðsmennirnir Eberechi Eze og Marc Guehi eru báðir í byrjunarliði Crystal Palace sem sækir Chelsea heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 12:02 Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Alan Shearer og Wayne Rooney gagnrýndu Alexander Isak sem freistar þess að komast til Liverpool með öllum tiltækum ráðum. Enski boltinn 17.8.2025 10:00 Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Nottingham Forest hefur fest kaup á tveimur leikmönnum sem voru í liði Englands sem varð Evrópumeistari U-21 árs í sumar. Enski boltinn 17.8.2025 09:30 Aðlögunar krafist eftir U-beygju Nóg var að gera á skrifstofu Stjörnunnar í vikunni þar sem liðið fékk þrjá nýja leikmenn fyrir seinni hluta tímabilsins í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 17.8.2025 09:00 Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fyrstu laugardagsleikir nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni fóru fram í gær og voru tólf mörk skoruð í fimm leikjum. Fótbolti 17.8.2025 08:00 Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því að Eberechi Eze hafi nú þegar gert samkomulag við Tottenham um að ganga í raðir félagsins. Fótbolti 16.8.2025 23:15 Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Arnór Ingvi Traustason var heldur betur hrókur alls fagnaðar eftir sigur Norrköping gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 16.8.2025 22:32 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 334 ›
„Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. Fótbolti 17.8.2025 22:04
Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 22:00
Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Atlético Madrid varð að sætta sig við 2-1 tap á útivelli gegn Espanyol í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Fótbolti 17.8.2025 21:46
„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:46
Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Axel Óskar Andrésson, miðvörður Aftureldingar, var svekktur með varnarleik sinna manna í mörkunum sem þeir fengu á sig í 3-3 jafnteflinu við KA í Bestu deildinni í dag. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:32
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:15
Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Evrópu- og Frakklandsmeistarar PSG hófu titilvörn sína í frönsku 1. deildinni í kvöld á því að vinna nauman sigur gegn Nantes, 1-0. Fótbolti 17.8.2025 20:55
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Víkingur kom til baka eftir gríðarlegt svekkelsi í Kaupmannahöfn og batt þar að auki enda á fimm leikja hrinu sínu án deildarsigurs þegar liðið sótti þrjú stig í viðureign sinni við ÍA í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á ELKEM-vellinum á Akranesi í kvöld. Íslenski boltinn 17.8.2025 19:54
Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Afturelding og KA skildu jöfn í frábærum knattspyrnuleik að Varmá í dag. KA liðið leiddi 0-1 í hálfleiknum, en eftir fimm mörk og eitt varið víti þá var niðurstaðan 3-3 jafntefli, í leik þar sem báðum liðum fannst þau eiga stigin þrjú skilin. Íslenski boltinn 17.8.2025 19:45
Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Ísak Bergmann Jóhannesson og hans nýju liðsfélagar í FC Köln voru afar nálægt því að falla úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, gegn 3. deildarliði Regensburg, en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og unnu sigur. Ísak skoraði sigurmarkið. Fótbolti 17.8.2025 19:23
Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Enski boltinn 17.8.2025 18:50
Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Íslenski boltinn 17.8.2025 18:36
Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði sigurmarkið þegar Þór vann afar dýrmætan 1-0 sigur gegn ÍR í Breiðholti í dag. Óhætt er að segja að toppbaráttan í Lengjudeildinni í fótbolta sé núna í algjörum hnút. Íslenski boltinn 17.8.2025 18:05
Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Stefán Ingi Sigurðarson heldur áfram að raða inn mörkum í norsku úrvalsdeildinni með Sandefjord en hann gerði bæði mörk liðsins í dag. Fótbolti 17.8.2025 17:48
Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. Enski boltinn 17.8.2025 17:20
Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. Íslenski boltinn 17.8.2025 16:53
Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Eftir að hafa verið ósigraðir í fyrstu sautján leikjum sínum í Lengjudeild karla tapaði Njarðvík fyrir Þrótti, 2-3, á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 17.8.2025 16:30
Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Stjarnan tók á móti Vestra í 19. umferð Bestu deildar karla á Samsungvellinum í Garðabæ í dag. Heimamenn fóru með sigur af hólmi í hörkuleik sem endaði 2-1, og tryggðu sér þar með dýrmæt þrjú stig í efri hluta deildarinnar. Íslenski boltinn 17.8.2025 16:30
Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið ÍBV gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir topplið Vals, 4-1, í 19. umferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í 7. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 17.8.2025 15:55
Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson byrjar tímabilið af krafti en hann skoraði eitt marka Lille í 3-3 jafntefli gegn Brest í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 17.8.2025 15:23
Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Chris Wood skoraði tvívegis þegar Nottingham Forest bar sigurorð af Brentford, 3-1, á City Ground í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 17.8.2025 14:56
Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Chelsea og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 14:55
Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Brann vann sinn annan útisigur í röð í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið hafði betur gegn Tromsö, 1-2. Sævar Atli Magnússon skoraði jöfnunarmark Brann. Fótbolti 17.8.2025 14:27
Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Ensku landsliðsmennirnir Eberechi Eze og Marc Guehi eru báðir í byrjunarliði Crystal Palace sem sækir Chelsea heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 12:02
Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Alan Shearer og Wayne Rooney gagnrýndu Alexander Isak sem freistar þess að komast til Liverpool með öllum tiltækum ráðum. Enski boltinn 17.8.2025 10:00
Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Nottingham Forest hefur fest kaup á tveimur leikmönnum sem voru í liði Englands sem varð Evrópumeistari U-21 árs í sumar. Enski boltinn 17.8.2025 09:30
Aðlögunar krafist eftir U-beygju Nóg var að gera á skrifstofu Stjörnunnar í vikunni þar sem liðið fékk þrjá nýja leikmenn fyrir seinni hluta tímabilsins í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 17.8.2025 09:00
Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fyrstu laugardagsleikir nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni fóru fram í gær og voru tólf mörk skoruð í fimm leikjum. Fótbolti 17.8.2025 08:00
Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því að Eberechi Eze hafi nú þegar gert samkomulag við Tottenham um að ganga í raðir félagsins. Fótbolti 16.8.2025 23:15
Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Arnór Ingvi Traustason var heldur betur hrókur alls fagnaðar eftir sigur Norrköping gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 16.8.2025 22:32