Enski boltinn

Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði

„Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum.

Enski boltinn

Mourinho var bara að segja brandara

Jose Mourinho heldur því fram að hann fái ekki sanngjarna meðferð hjá Knattspyrnusambandi UEFA. Mourinho fékk rauða spjaldið í síðasta Evrópuleiknum sínum sem var á móti hans gömlu lærisveinum í Manchester United.

Enski boltinn

Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst

Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins í knattspyrnu og Manchester United, hefur lent í enn einu bakslaginu og verður lengur frá keppni en spáð var til um. Upprunalega átti hann að snúa aftur í september, svo október en nú er alls óljóst hvenær þessi meiðslahrjáði leikmaður mun snúa aftur á völlinn.

Enski boltinn

Sporting stað­festir á­huga United á Amorim

Manchester United ætlar sér að ráða Rúben Amorim sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Sporting hefur staðfest áhuga United á honum og að félagið sé tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans.

Enski boltinn

Segir Arteta líkari Mourin­ho en Guar­diola

Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur fyrir Sky Sports, gagnrýndi Mikel Arteta og leikaðferð hans í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar gerði Arsenal 2-2 jafntefli við Liverpool á heimavelli en gestirnir jöfnuðu á 81. mínútu leiksins.

Enski boltinn