Enski boltinn

„Allt er svo erfitt“

„Sem stendur er allt svo erfitt,“ sagði Portúgalinn Rúben Amorim eftir 3-0 tap Manchester United fyrir Bournemouth á Old Trafford í Manchester í gær. Þetta sagði Portúgalinn á blaðamannafundi sem þurfti að slíta vegna leka í blaðamannaherberginu á Old Trafford.

Enski boltinn

Látnir æfa á jóla­dag

Stjörnurnar í Englandsmeistaraliði Manchester City þurfa að mæta til vinnu á jóladag, á fótboltaæfingu, öfugt við það sem þeir eru vanir, eftir skelfilegt gengi liðsins undanfarna tvo mánuði.

Enski boltinn

Arsenal valtaði yfir Crystal Palace

Crystal Palace og Arsenal mættust í annað sinn á fjórum dögum í dag en liðin mættust einnig í deildarbikarnum og líkt og þá fór Arsenal með sigur af hólmi og Gabriel Jesus lét einnig mikið að sér kveða í dag eins og í bikarnum.

Enski boltinn

Lengi getur vont versnað hjá Man. City

Aston Villa vann Manchester City í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag og komst um leið upp fyrir Englandsmeistarana City í töflunni. Eymd Englandsmeistarann eykst bara með hverjum leiknum.

Enski boltinn

Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur yfirgefið úrvalsdeildarfélagið að Everton að fullu. Samningur hans við félagið rann út í sumar en Alli hefur verið leyft að æfa með liðinu síðan þá. Hann segir hlutina ekki hafa farið eins vel og hann vildi.

Enski boltinn