Skoðun

Betri nýting á tíma og fjár­munum Reykja­víkur­borgar 3/3

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við í Framsókn stýrðum borginni náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í 4,7 milljarða afgang árið 2024.

Skoðun

Vara­litur á skattagrísinum

Helgi Brynjarsson skrifar

Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart.

Skoðun

Við eigum ekki efni á von­leysi né upp­gjöf

Magnús Magnússon skrifar

Ísrael er búið að tortíma Gaza. Allir lífsnauðsynlegir innviðir eru ónýtir, vatnsból og gróðurlendi eru menguð og skemmd. Búfénaður er dáinn og gróðurhúsin eru ónýt. Allir háskólar hafa verið sprengdir og heilbrigðiskerfið er í rúst eftir skipulagðar árasir á heilbrigiðisstarfsfólk og sjúkrahús.

Skoðun

Hingað og ekki lengra

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði.

Skoðun

Þegar líða fer að jólum

Ísak Hilmarsson skrifar

Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni.

Skoðun

Svansvottaðar í­búðir – fjár­festing í lífs­gæðum

Bergþóra Góa Kvaran skrifar

Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi?

Skoðun

Hættu­legt tal Sjálf­stæðis­flokksins og Við­skiptaráðs

Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Sú vegferð sem ég óttaðist að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja er nú að verða að veruleika. Flokkurinn er byrjaður að leggja jarðveg fyrir einkavæðingu Bjargs íbúðafélags og Félagsbústaða, og beita sér markvisst gegn mikilvægri uppbyggingu þessara nauðsynlegu húsnæðislausna.

Skoðun

Þetta má ekki gerast aftur! - Á­lag á út­svar

Sveinn Ægir Birgisson skrifar

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun.

Skoðun

Meistara­gráða í lífs­reynslu

Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006.

Skoðun

Stjórn­völd, Óskar á heima hér!

Þóra Andrésdóttir skrifar

Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans!

Skoðun

Níðings­verk

Jón Daníelsson skrifar

Dóttir mín er fíkill. Og á morgun ætla Félagsbústaðir að láta fleygja henni út á götu. Ástæðan mun vera húsaleiguskuld. Mér skilst að upp á síðkastið hafi hún hreinlega neitað að greiða leiguna. Ég get raunar vel skilið það: Bríetartún 20 getur ekki kallast mannabústaður.

Skoðun

Um­hverfi, heilsa og skólamáltíðir

Stefán Jón Hafstein skrifar

Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almenna stefnu í umhverfismálum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru einmitt dæmi um hvernig samþætta má mörg góð málefni í einu verkefni eins og því sem nú er verið að innleiða í skólum landsins.

Skoðun

Æji nei inn­flytj­endur

Davíð Aron Routley skrifar

Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag.

Skoðun

Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast!

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza.

Skoðun

Sam­staða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar

Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl.

Skoðun

Yfir­full fangelsi, brostið kerfi

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Í dag eru fangelsi landsins sprungin. Fangelsismálastofnun, Afstaða og félag fangavarða hafa ítrekað varað við því ástandi sem nú hefur skapast en nú er ekki pláss fyrir nýja fanga, hvorki í afplánun né í gæsluvarðhaldi.

Skoðun

Þegar raf­magn hættir að vera sjálf­sagður hlutur

Árni B. Möller skrifar

Staða raforkukerfisins á Íslandi hefur sjaldan verið jafn viðkvæm og nú. Samkvæmt nýrri greiningu Landsnets, Kerfisjöfnuður 2025, blasir við okkur sú þróun að orkuskortur verði ekki lengur fræðilegt vandamál í spálíkönum heldur raunveruleg áskorun sem gæti haft áhrif á alla notendur kerfisins.

Skoðun

Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Ís­landi

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir níu árum sagði ráðherra í ríkisstjórn Íslands í sjónvarpsviðtali að það væri „augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“. Þá snerist umræðan um peninga sem höfðu verið geymdir í aflandsfélögum í þekktum skattaskjólum, og rökstuddur grunur var um að hefði verið komið undan svo ekki þyrfti að greiða skatta af þeim í ríkissjóð Íslendinga.

Skoðun

Lýð­ræði og fram­tíð RÚV: Tími til breytinga?

Erling Valur Ingason skrifar

Ímyndaðu þér sjónvarpsdagskrá sem er í raun í höndum almennings. Ekki aðeins sem áhorfendur, heldur sem virkir þátttakendur í mótun efnisins. Hvað ef hluti af dagskrá RÚV yrði kosningahæfur, þar sem almenningur fengi að velja hvaða myndir, þættir eða efni yrði sýnt?

Skoðun

5.maí Al­þjóða­dagur ljós­mæðra

Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar

Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir.

Skoðun

Endur­nýjun hugar­farsins

Bjarni Karlsson skrifar

Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap.

Skoðun

Ferða­menn: Van­metnir skatt­greið­endur í ís­lensku hag­kerfi

Þórir Garðarsson skrifar

Það hefur mikið verið rætt um áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt samfélag — um álag á innviði, náttúru og samfélagsþjónustu. En umræðan hefur að mestu leyti gleymt einni mikilvægustu hlið málsins: því gífurlega fjármagni sem ferðamenn skila beint í ríkissjóð í gegnum virðisaukaskatt og aðra skatta.

Skoðun

Góð vísa...

Ole Anton Bieltvedt skrifar

„Evrópa er miðstöð menningar, framfara og velferðar heimsins; það fylgir því hætta

Skoðun

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS

Vala Árnadóttir skrifar

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira.

Skoðun

Hvað getum við lært af Víet­nam­stríðinu?

Einar Magnússon skrifar

Fyrir 50 árum þann 30. apríl 1975 féll Saigon, höfuðborg Suður-Víetnams, í hendur hersveita Norður-Víetnams. Þetta markaði endalok Víetnamstríðsins, sem hafði kostað um þrjár milljónir Víetnama og tæplega 60.000 Bandaríkjamenn lífið.

Skoðun

Góður rekstur Mos­fells­bæjar og fram­tíðin björt

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa

Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 hefur nú verið samþykktur og afgreiddur úr bæjarstjórn eftir tvær umræður lögum samkvæmt. Það er verulega ánægjulegt að niðurstaða hans er jákvæð og í góðu samræmi við fjárhagsáætlun.

Skoðun

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu.

Skoðun