Skoðun

Ís­lenska sem brú að betra sam­fé­lagi

Vanessa Monika Isenmann skrifar

Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum.

Skoðun

Of­beldi í nánum sam­böndum

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um ofbeldi í nánum samböndum.

Skoðun

Skattfé nýtt í á­róður

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Flokkur fólksins sem situr í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur gert það að listgrein að gagnrýna fjölmiðla með slíkum afleiðingum að styrkir til tveggja og stærstu öflugustu einkareknu fjölmiðla landsins voru skertir. Einmitt þeir fjölmiðlar sem veita ríkisstjórninni hvað mest aðhald.

Skoðun

Rétt­mæti virðingar á skóla­skyldu?

Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar

Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife.

Skoðun

Stjórn­völd sinna ekki mál­efnum barna af fag­mennsku

Lúðvík Júlíusson skrifar

Stjórnvöld hafa áratugum saman ekki sinnt málefnum barna af fagmennsku. Staða barna hefur ekki verið kortlögð og það sem er alvarlegra er að staða fatlaðra barna hefur aldrei kortlögð. Stjórnvöld hafa ekki skilgreint hugtakið „fatlað barn“ svo flestir halda að „fatlað barn“ sé hreyfihamlað en ekki með greiningar/skerðingar/aðrar áskoranir.

Skoðun

Kjöl­festan í mann­lífinu

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Heydalakirkja í Breiðdal fagnar 50 ára vígsluafmæli með hátíðarguðsþjónustu fyrsta sunndag í aðventu. Kirkja hefur staðið í Breiðdal frá kristnitöku árið 1000, umvafin tignarlegum fjöllum í miðri sveitinni, merkisberi um kristna menningu í landinu og gróandi mannlíf og verið sannkölluð kjölfesta í samfélaginu.

Skoðun

Barnaskattur Krist­rúnar Frostadóttur

Vilhjálmur Árnason skrifar

Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum.

Skoðun

Sið­laust sinnu­leysi í Mjódd

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust.

Skoðun

Heima­vinnu lokið – aftur at­vinnu­upp­bygging á Bakka

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar

Þrátt fyrir mótbyr í samfélaginu eru tækifærin til byggja upp bæði augljós og skýr. Sterkir innviðir, öflugt samfélag og auðlindir í Þingeyjarsýslum. Trú á eigin getu og samfélag er lykilatriði. Betri tímar koma ekki af sjálfu sér heldur með markvissum aðgerðum, heimavinnu og sameiginlegri framtíðarsýn.

Skoðun

Kemur maður í manns stað?

Steinunn Þórðardóttir skrifar

Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir.

Skoðun

R-BUGL: Á­byrgðin er okkar allra

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Þegar barn eða ungmenni glímir við alvarlegan vanda standa foreldrar frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Í slíkum aðstæðum skiptir traust til kerfisins miklu máli. Það er því mikilvægt að minna á að meirihluti barna og ungmenna sem fá þjónustu innan barna og fjölskyldukerfis nær bata og heldur áfram í lífinu með aukinn stöðugleika.

Skoðun

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður.

Sigurður Fossdal skrifar

Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil eða til október 2025.

Skoðun

Ís­lensk tunga þarf meiri stuðning

Ármann Jakobsson og Eva María Jónsdóttir skrifa

Aukin umræða um gildi íslenskunnar og flókna varnarstöðu hennar hefur glatt stjórnarmenn í Íslenskri málnefnd mikið. Um þetta höfum við sent frá okkur margar ályktanir undanfarin 18 ár sem allar finnast á vef málnefndar.

Skoðun

Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun?

Sædís Ósk Harðardóttir skrifar

Innleiðing nýrra laga um inngildandi menntun er eitt umfangsmesta umbótaverkefni íslensks skólakerfis á síðari árum. Markmiðin eru göfug: að efla snemmtæka íhlutun, styrkja teymisvinnu, samræma þjónustu og tryggja börnum jöfn tækifæri til náms og þátttöku.

Skoðun

Hjálpum spilafíklum

Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Það hefur varla farið frammhjá þeim sem lesa fréttir, hvort sem það er Vísir, MBL eða aðrir miðlar að fíkn er ekki djók og fíkn hrjáir samfélagið okkar. Fíkn er ekki bara áfengi og eiturlyf, ímynd sem Íslendingar hafa búið við of lengi, ímynd sem er þægileg og við höfum getað sætt okkur við.

Skoðun

Hvað er að vera vók?

Eva Hauksdóttir skrifar

Enska orðið „woke“ var upphaflega notað um það að vera vakandi fyrir félagslegu óréttlæti, vekja aðra til vitundar um þau viðhorf sem viðhalda óréttlæti og koma minnihlutahópum til hjálpar. Markmiðin eru göfug en í reynd hefur hreyfingin hin síðari ár ekki síður staðið í því að vakta þá sem grunaðir eru um óæskilegar skoðanir og voka yfir samfélagsumræðunni.

Skoðun

Þjóðin sem á­kvað að leggja sjálfa sig niður

Margrét Tryggvadóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifa

Hvað er að vera þjóð, og til hvers reynum við að halda úti menningarsamfélagi hér úti í ballarhafi? Svörin við þessum spurningum snúast á endanum að miklu leyti um íslenskuna, tungumálið sem við höfum notað til að tala saman, hugsa, lesa og skrifa í meira en þúsund ár.

Skoðun

Hvað kennir hug­rekki okkur?

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hugrekki er sjaldnast það sem glansmyndirnar sýna. Það er ekki maður á fjallstindi með vindinn í hárinu, né heldur það sem fólk setur á samfélagsmiðla. Hugrekki er eitthvað miklu dýpra, eitthvað sem gerist innra með okkur, oft án þess að nokkur sjái það.

Skoðun

Þeir vita sem nota

Jón Pétur Zimsen skrifar

Eftir tæp 30 ár sem kennari og skólastjórnandi hef ég séð margt, gert mistök og vonandi lært af þeim. Reynslan og fræðin segja að gott skólastarfi byggir að mestu á eftirfarandi þáttum:

Skoðun

Hjólhýsabyggð á heima í borginni

Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma.

Skoðun

Mann­réttindi eða plakat á vegg?

Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Í gær var alþjóðlegur mannréttindadagur barna. Þetta er dagur sem gjarnan er nýttur til að fagna því að Ísland hafi lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til að minna á að Ísland sé eitt besta land í heimi til að búa í.

Skoðun

Styrkur Ís­lands liggur í grænni orku

Sverrir Falur Björnsson skrifar

Eitt megin framlag Íslands til loftslagsmála hefur verið nægt framboð af endurnýjanlegri orku til að svara þörf orkusækins iðnaðar sem annars þyrfti að knýja starfsemi sína með jarðefnaeldsneyti, með neikvæðari áhrifum á andrúmsloftið og náttúru.

Skoðun

Eftir hverju er verið að bíða?

Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar

Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur.

Skoðun

Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar

Martha Árnadóttir skrifar

Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika.

Skoðun

Hlut­verk hverfa í borgarstefnu

Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar

Nýlega var samþykkt þingsályktun um borgarstefnu á Alþingi. Er um töluverð tíðindi að ræða en fyrir utan að fjallað er um Reykjavíkurborg hefur Akureyrarbær fengið skilgreiningu sem svæðisborg.

Skoðun