Skoðun

Rektor­skjör: Ég treysti Silju Báru Ómars­dóttur best

Guðný Björk Eydal skrifar

Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla.

Skoðun

Ég kýs Þor­stein Skúla Sveins­son sem næsta for­mann VR

Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Ég hef í þó nokkur ár komið að mannauðsmálum og starfað sem mannauðsstjóri síðustu 4 ár. Í mínu starfi hef ég kynnst mörgum öflugum einstaklingum, en fáir hafa skilið eftir jafn sterk áhrif á mig og Þorsteinn Skúli Sveinsson.

Skoðun

Nú þarf Versló að bregðast við

Pétur Orri Pétursson skrifar

Árið 1905 komu reykvískir kaupmenn Verzlunarskólanum á fót til að sinna aðkallandi þörf á sérmenntuðu starfsfólki í ört vaxandi viðskiptalífi. Skólinn óx með tíð og tíma og naut þar öflugs stuðnings Verzlunarráðs Íslands (sem nú heitir Viðskiptaráð).

Skoðun

Á­föll og gamlar tuggur

Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp.

Skoðun

Billjón dollara hringa­vit­leysa?

Bjarni Herrera skrifar

Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum.

Skoðun

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðli­legt?

Karen Ösp Friðriksdóttir og Arnrún María Magnúsdóttir skrifa

Móðir: „Nú ferð þú að fara að byrja á blæðingum, það má búast við því að þetta verði sárt, mikið blóð, því þannig er þetta bara í okkar fjölskyldu, amma þín var líka með mikla verki.”8 ára dóttir: „Ókey mamma, hvað geri ég þegar þær byrja?“

Skoðun

Aldursfordómar, síðasta sort

Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs.

Skoðun

Kjara­mál eru annað tungu­mál Þor­steins Skúla

Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Síðustu vikur hef ég fylgt Þorsteini Skúla í ótal vinnustaðaheimsóknir og fylgst með honum tala við félagsmenn VR. Að horfa á hann tala með slíkri sannfæringu, ástríðu og skýrleika var hreint út sagt stórkostlegt.

Skoðun

Lyf eru EKKI lausnin við svefn­vanda

Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Mikið hefur verið rætt um mikilvægi svefns fyrir heilsu okkar og ætla ég ekki að endurtaka hér hvers vegna. Hins vegar hefur þessi áhersla á mikilvægi svefns kannski gert okkur of áhugasöm um allar mögulegar leiðir til að fá hinn „fullkomna“ svefn. Þessi áhugi getur hafa fengið marga til að byrja að nota svefnlyf.

Skoðun

Fáum Elon Musk lánaðan í viku

Davíð Bergmann skrifar

Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi.

Skoðun

Á-stríðan og með­ferðin

Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist.

Skoðun

Val­kostir í varnar­málum

Tryggvi Hjaltason skrifar

Ísland hefur blessunarlega búið við frið síðan í seinni heimsstyrjöldinni þegar landið var hernumið af Bretum árið 1940. Eftir seinna stríð tók við Kalda Stríðið og var hernaðarlegt mikilvægi Íslands talið vera þýðingarmikið sem „flugmóðurskipið“ í hinu svokallaða GIUK bili (Grænland, Ísland, Bretland) á Norðurslóðum.

Skoðun

Magnús Karl er trú­verðugur tals­maður vísinda á Ís­landi

Hannes Jónsson skrifar

Háskólar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Þetta sést hvað skýrast í þeim löndum sem fjármagna háskóla sína vel og mynduglega og hafa með því byggt upp hátæknisamfélög. Háskóli Íslands hefur, þrátt fyrir vanfjármögnun til fjölda ára, náð merkilega miklum árangri.

Skoðun

Rænum frá börnum og flestum skít­sama

Björn Ólafsson skrifar

Sagan sýnir að við höfum farið ránshendi um sjávarauðlindir okkar, og það er enga beytingu að sjá. Við höfum klárað nokkra nytjastofna; eins og humarinn, hörpuskelina, lúðu má ekki veiða lengur, hlýri er sjaldséður hvað þá skötuselur.

Skoðun

Með opinn faðminn í 75 ár

Guðni Tómasson skrifar

Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust.

Skoðun

Ís­land 2035: Gervi­greind fyrir betra líf og styttri vinnu­viku

Sigvaldi Einarsson skrifar

Ímyndaðu þér Ísland þar sem gervigreind (AI) er ekki aðeins verkfæri fyrirtækja heldur lykillinn að betra lífi fyrir alla. Þar sem styttri vinnuvika er raunhæfur möguleiki, fjölskyldulíf eflist og stjórnsýsla verður skilvirkari og hraðari. Þetta er ekki fjarlæg framtíðarsýn heldur raunhæfur möguleiki ef við tökum réttu skrefin í dag.

Skoðun

Lokum.is

Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð árið 2019 af hópi fólks sem lætur sig málefni spilafíkla, spilakassa og fjárhættuspila varða. Eitt af fyrstu verkum samtakanna var að ráðast í skoðanakönnun sem kannaði viðhorf Íslendinga til spilakassa og hvort Íslendingar vildu almennt loka spilakössum til framtíðar. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi og 86% þjóðarinnar vildi að þeim yrði lokað.

Skoðun

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar

Að kaupa sína fyrstu fasteign er stórt og spennandi skref, en fyrir marga unga Íslendinga virðist það oft vera nánast ómögulegt verkefni. Hátt fasteignaverð, strangar lánareglur og síhækkandi daglegur kostnaður hafa gert það að verkum að mörg ungmenni eiga erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð án aðstoðar.

Skoðun

Upp með oln­bogana!

Eliza Reid skrifar

Ég hef verið stoltur Íslendingur í áratugi. Ég fagna bolludegi og sumardeginum fyrsta. Ég get sungið Ó, guð vors lands. En um leið hef ég alltaf verið stoltur Kanadamaður.

Skoðun

Að missa sjón þó augun virki

Inga María Ólafsdóttir skrifar

Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum.

Skoðun

Flosi – sannur fyrir­liði

Hannes S. Jónsson skrifar

Nú standa yfir kosningar í VR þar sem Flosi Eiríksson er meðal þeirra sem bjóða sig fram til formanns. Það skiptir okkur öll máli að til forystu í stóru og sterku félagi veljist gott fólk.

Skoðun

Því miður, at­kvæði þitt fannst ekki

Oddgeir Georgsson skrifar

Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar.

Skoðun

Stigið fram af festu?

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Það vakti nokkra athygli þegar nýja ríkisstjórnin lét þess getið á verkefnalista sínum að hún hygðist beita sér fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, m.a. með því að „taka til“ í þeim stofnunum ríkisins sem hefðu vaxið um of.

Skoðun

Óður til Græn­lands

Halla Hrund Logadóttir skrifar

„Getur þú ímyndað þér að þurfa alltaf að tala annað tungumál á fundum sem skipta einhverju raunverulegu máli í þínu eigin heimalandi?“ spurði grænlensk samstarfskona mig fyrir nokkrum árum og vísaði hér til dönsku. „Þú upplifir að þú sért óæðri á einhvern hátt, þó að það sé kannski ekki ætlunin, þá seytlast sú tilfinning smátt og smátt inn.“

Skoðun