Skoðun

Snjór í Ártúnsbrekku

Stefán Pálsson skrifar

Litla brekkan ofan við Ártúnsbæinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en engu að síður er hún vagga skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Lengi vel var skíðaiðkun Íslendinga bundin við snjóþung héruð á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á landi, á meðan skíðabúnaður mátti heita óþekktur suðvestanlands.

Skoðun

Bók ársins

Kjartan Valgarðsson skrifar

Snjallsímar með háhraðaneti og samfélagsmiðlar hafa haft mun meiri skaðleg áhrif á tilfinninga- og geðheilsu barna og unglinga, sérstaklega ungra stúlkna, en við höfum gert okkur grein fyrir. Flest bendir til þess að við gerum okkur ekki enn grein fyrir því.

Skoðun

Það hefði mátt hlusta á FÍB

Runólfur Ólafsson skrifar

FÍB hefur frá upphafi lagt til að kílómetragjald taki mið af þyngd viðkomandi bíls ásamt losun koltvísýrings. Þá væri sú staða ekki uppi núna að kílómetragjald er óhagstætt fyrir litla og eyðslugranna bíla, en hagstætt fyrir eyðslufreka og þunga bíla.

Skoðun

Skamm, skamm

Davíð Bergmann skrifar

Ég ákvað að bíða með að skrifa um þetta mál því ég bjóst við víðtækari samfélagsumræðu miðað við atburði síðustu mánaða. En það undarlega gerðist: það varð nánast engin umræða.

Skoðun

Utan­ríkis­málaárið 2025

Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir og Sveinn Helgason skrifa

Miklar blikur voru á lofti í utanríkismálum Íslands á nýliðnu ári. Gjörvöll Evrópa stendur á miklum tímamótum. Senn eru fjögur ár liðin frá því að allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu hófst og frá því að Donald Trump tók aftur við valdataumunum vestanhafs fyrir tæpu ári hefur hann gjörbreytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Skoðun

Réttar­kerfið sem vinnur gegn börnum

Theodóra Líf Aradóttir skrifar

Réttarkerfið á að standa vörð um þau sem minnst mega sín, þau sem ekki geta varið sig, og þar á meðal eru börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. En þegar litið er til þeirra barna sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, eiga um sárt að binda vegna vanrækslu, ofbeldis eða flókinna forræðisdeilna, kemur í ljós að réttarkerfið bregst oftar en ekki.

Skoðun

Fíkn er ekki skömm – hún er sjúk­dómur

Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar

Fíkn er flókinn og alvarlegur sjúkdómur sem hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur einnig á aðstandendur hans og samfélagið í heild. Hún er ekki spurning um veikleika, skort á sjálfsaga eða rangar ákvarðanir, heldur langvinnur sjúkdómur sem hefur áhrif á heilastarfsemi, hegðun, tilfinningalíf og sjálfsmynd. Fíkn raskar því hvernig heilinn vinnur úr umbun, streitu og sársauka og skapar vítahring þar sem einstaklingurinn missir smám saman stjórn.

Skoðun

Til verði evrópskt heims­veldi

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan sambandsins fyrst og fremst eftir íbúafjöldanum hér á landi líkt og annarra ríkja innan þess. Um það yrði ekki samið í umsóknarferlinu kæmi til þess. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, aðeins um 0,08% eða á við um 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi.

Skoðun

Ert þú ekki bara pólitíkus?

Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Ég er enginn pólitíkus, hef ég stundum heyrt fólk segja sem hefur brennandi áhuga á samfélagi sínu og hvernig því er stjórnað. Í grunninn þá snýst stjórnun sveitarfélags fyrst og fremst um að veita íbúum lögbundna þjónustu á sem bestan hátt og bera ábyrgð á skipulagsmálum og rekstri sveitarfélagsins.

Skoðun

Öryggi Ís­lands á ólgutímum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi.

Skoðun

Æskan er okkar fjár­sjóður

Árni Guðmundsson skrifar

Um miðjan janúar hefst málflutningur í máli saksóknara gegn hérlendri „erlendri netsölu“ vegna ólöglegrar smásölu áfengis. Dómur ætti að liggja fyrir fljótlega og mun að öllum líkindum staðfesta það sem hefur verið vitað árum saman: að hér er um ólöglega starfsemi að ræða, sem ekki hefur verið brugðist við. Nú þegar hefur Héraðsdómur vísað frá röksemdum er varða ESS-samninginn. Kjarni málsins því íslenska áfengislöggjöfin eins og alltaf hefur legið fyrir.

Skoðun

Af hverju opin­bert heil­brigðis­kerfi?

Jón Magnús Kristjánsson skrifar

Hvers vegna höfum við, líkt og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, valið að reka ríkisrekið heilbrigðiskerfi sem á að ná til allra? Svarið liggur ekki í flóknum hagfræðilegum reiknilíkönum, heldur í djúpstæðri samfélagslegri sannfæringu um jafnrétti, frelsi og yfirgnæfandi mikilvægi félagslegs trausts.

Skoðun

Um­ræðan um bólu­setningar barna á al­gjörum villi­götum

Júlíus Valsson skrifar

Covid-19 veirufaraldurinn, sem hófst árið 2019, hafði ýmsar breytingar í för með sér. Vissar aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru harðlega gagnrýndar, einkum fyrir að fela pólitískar ákvarðanir á bak við ráðleggingar sérfræðinga. Mörkin milli faglegs mats og pólitískra ákvarðana urðu við það óljós.

Skoðun

Tökum Ís­land til baka

Baldur Borgþórsson og Sigfús Aðalsteinsson skrifa

Ísland, eyjan okkar í Norður-Atlantshafi hefur lengi verið þekkt sem paradís náttúru og friðar. Með dramatísku landslagi þar sem fossar, jöklar og eldfjöll mætast, er myndin mjög falleg. Auk þessa þá hefur landið toppað alþjóðlega lista yfir öruggustu og friðsömustu þjóðir heims. 

Skoðun

RÚV, aðgerðasinnar og ís­lenskan okkar

Jón Pétur Zimsen skrifar

Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“

Skoðun

Hvað er karl­mennska?

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Karlmennska í dag birtist sjaldan sem lífsháttur, hún birtist yfirleitt sem umræðuefni. Hún er greind, mæld, endurskilgreind og sett fram í stöðugum samanburði, oft sem vandamál sem þarf að laga eða sem ímynd sem þarf að verja.

Skoðun

Gervi­greind í vinnugallann og fleiri spá­dómar fyrir 2026

Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Manstu eftir árinu 2023? Það var árið sem við sátum öll límd við skjáinn í hálfgerðu algleymi og báðum gervigreindina um að semja sonnettur um pylsur eða teikna mynd af páfanum í úlpu. Það var hughrifs tímabilið, tími hrifningar, óttablandinnar virðingar og smá geggjunar þar sem tæknin virtist vera leikfang sem gat allt en samt eiginlega ekki neitt sem skipti máli. En nú nálgast árið 2026 og töfrarnir eru að hverfa.

Skoðun

Krónan er ein­mitt ekki vanda­málið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fróðlegt viðtal birtist á Dv.is á dögunum þar sem rætt var við Gylfa Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um peningamálin. Viðtalið var þó ekki fróðlegt vegna þess að eitthvað nýtt hafi komið fram í því heldur vegna þess að Gylfi, sem lengi hefur talað fyrir því að gengið yrði í Evrópusambandið og tekin upp evra, sagði það.

Skoðun

Áramóta­heit þjóðarinnar: Tryggjum gæða­menntun!

Guðjón Hreinn Hauksson skrifar

Nýliðið ár stóðu allir kennarar landsins saman í harðri kjarabaráttu til að leiðrétta kjör einnar mikilvægustu stéttar á Íslandi. Krafa okkar var einföld, að laun okkar félagsfólks yrðu sambærileg launum annarra sambærilegra sérfræðinga á almennum launamarkaði.

Skoðun

Týndu börnin

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Það er gríðarlegur fjöldi ungmenna týnd í sófanum heima hjá sér. Finnur ekki tilgang og flýr tilveruna, einangrar sig og líðanin er vond.

Skoðun

Heims­enda­spár sem eiga sér enga stoð í raun­veru­leikanum

Elías Blöndal Guðjónsson skrifar

Í nýlegum greinum á Vísi fara þau Ögmundur Jónasson og Ingibjörg Isaksen mikinn gegn netverslun með áfengi. Þau mála upp mynd af samfélagi á barmi siðferðilegs hruns þar sem „gróðahyggja“ og „óprúttnir vínsalar“ ógna velferð barna okkar.

Skoðun

Pólitíska stríðið sem nærist á þér

Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Harðir vinstri menn og harðir hægri menn eru í raun spegilmyndir. Þeir halda að þeir standi á gagnstæðum endum línunnar, en sálfræðilega eru þeir á sama stað: í vörn.

Skoðun

Vesa­lingarnir í borginni

Daði Freyr Ólafsson skrifar

„Mamma, mér er kalt.“ Það er janúarkvöld í Reykjavík. Barnið situr í fanginu á móður sinni á meðan vindurinn nístir sig inn um gluggana. Ofnarnir eru volgir. Ekki bilaðir – bara volgir. Hitinn hefur verið lækkaður. Það er sparnaður.

Skoðun

Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og for­vitni

Ingrid Kuhlman skrifar

Áramót eru kjörinn tímapunktur til að staldra við og líta yfir árið sem er að ljúka, ekki til að dæma það eða flokka í „gott“ og „slæmt“, heldur til að skilja betur hvað það gaf þér, hvað þú lærðir og hvað þú vilt taka með þér áfram.

Skoðun