Erlent

Fréttamynd

Melania Trump hótar lög­sókn á hendur Hunter Biden

Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vilja af­vopna ein­angraða og veik­burða Hezbollah-liða

Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

Sendir frá Norður-Kóreu í „þræl­dóm“ í Rúss­landi

Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga.

Erlent
Fréttamynd

Greta Thunberg siglir á ný til Gasa

Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher.

Erlent
Fréttamynd

Skoða að stofna viðbragðssveit gegn upp­þotum í Banda­ríkjunum

Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara.

Erlent
Fréttamynd

Her­numin héruð horfi fram á þjóðernis­hreinsun

Austurhéruð Úkraínu eru glötuð að mati sérfræðings en sætti Vladímír Pútín Rússlandsforseti sig við landvinninga eina og sér geti vopnahlé verið í sjónmáli. Afleiðingarnar sem það kynni að hafa fyrir Úkraínusinnaða íbúa á hernumdum svæðum gætu gert friðinn langþráða, ansi dýrkeyptan.

Erlent
Fréttamynd

Komnir djúpt gegnum línu Úkraínu­manna

Rússneskir hermenn hafa á undanförnum dögum komist djúpt gegnum varnir Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Þar eru þeir sagðir hafa fundið veikleika á varnarlínunni og nýtt sér hann en Úkraínumenn eru að senda liðsauka á svæðið til að reyna að stöðva Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Albanese segir Netanyahu í af­neitun

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísarel, í afneitun hvað varðar afleiðingar stríðsreksturs Ísraels á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Sendur til Ís­lands eftir þrætu um per­sónu­upp­lýsingar inn­flytj­enda

Fyrrverandi skattstjórinn sem á að verða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er íhaldssamur repúblikani sem er sagður mannblendinn og vinalegur. Hann notaði reynslu af uppboðshaldi eitt sinn til þess að þagga niður í vandræðagemsa á þingi. Svo virðist sem hann hafi verið rekinn fyrir að þýðast ekki Hvíta húsið þegar það krafðist persónuupplýsinga um skattgreiðendur.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er í rauninni þreifingafundur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verskt skip stórskemmt eftir á­rekstur við tundurspilli

Tvö kínversk herskip skullu saman af miklum krafti á Suður-Kínahafi í dag. Þá var verið að reyna að nota skipin til að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott frá Scarboroughrifi. Áhöfn filippseyska skipsins komst undan þegar kínversku skipin skullu saman en annað þeirra skemmdist verulega.

Erlent
Fréttamynd

Neitar að birta dómsskjöl og gagn­rýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik

Dómsskjöl frá leynilegum ákærudómstól sem leiddi til sakfellingar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, verða ekki opinberuð. Dómari lýsti því yfir í dag og gagnrýndi hann starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna harðlega fyrir að gefa í skyn að skjölin innihéldu nýjar upplýsingar um glæpi Epsteins.

Erlent
Fréttamynd

Sagður slaka á kröfum og úti­loka ekki landsvæðaskipti

Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. 

Erlent
Fréttamynd

Buðu ferða­mönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri

Spænska lögreglan gerði rassíu í tveimur andlegum athvörfum í austurhluta Spánar. Lögregla handtók þrjá og lagði hald á ellefu lítra af ayahuasca, 117 Sanpedrókaktusplöntur og nokkrar flöskur af froskaeitri. Öll eru þetta efni sem hafa ofskynjunaráhrif. Athvörfin græða á tá og fingri með því að selja „stjarnferðalög.“

Erlent