„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Erlent 16.9.2025 19:22
Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Erlent 16.9.2025 18:22
Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Erlent 16.9.2025 16:27
Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Ísraelsher gerði látlausar sprengjuárásir á Gasa borg í nótt og óstaðfestar fregnir herma að innrás á jörðu niðri sé nú hafin og að til standi að hernema alla borgina. Erlent 16.9.2025 07:06
Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt að hann hefði höfðað mál á hendur New York Times, þar sem miðillinn væri krafinn um 15 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur. Erlent 16.9.2025 06:49
Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. Erlent 15.9.2025 23:48
Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu. Erlent 15.9.2025 22:28
Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. Erlent 15.9.2025 21:54
Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Bardagakeppinn Conor McGregor hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Írlands til baka. Hann líkir framboðsreglunum við spennitreyju sem komi í veg fyrir lýðræðislegt kjör. Erlent 15.9.2025 18:06
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. Erlent 15.9.2025 15:46
Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. Erlent 15.9.2025 13:33
Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Erlent 15.9.2025 13:04
Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Breskir stjórnmálamenn fordæma eldfim ummæli Elon Musk, eins auðugasta mannst í heimi, á mótmælafundi gegn útlendingum í London um helgina. Meðal annars er kallað eftir að stjórnvöld beiti Musk refsiaðgerðum. Erlent 15.9.2025 11:11
Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Rússneskur dómstóll hefur dæmt nokkra meðlimi listahópsins Pussy Riot til langrar fangelsisvistar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Þar á meðal er Mariia Alekhina, eða Masha, sem er íslenskur ríkisborgari. Fimm konur voru dæmdar í morgun en engin þeirra er í Rússlandi. Erlent 15.9.2025 11:09
Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Erlent 15.9.2025 10:00
Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Réttarhöld yfir breskum uppgjafarhermanni fyrir morð og tilraunir til manndráps í Londonderry/Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum svonefnda hefjast í dag. Enginn hefur nokkru sinni verið dæmdur sekur um fjöldamorðið. Erlent 15.9.2025 09:19
AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. Erlent 15.9.2025 08:43
Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Christian Brueckner hefur neitað því að ræða við bresk lögregluyfirvöld, sem vilja yfirheyra hann um hvarf Madeleine McCann. Brueckner er grunaður í málinu. Erlent 15.9.2025 07:40
Kalla rússneska sendiherrann á teppið Rúmenar kölluðu rússneska sendiherrann á teppið eftir að rússnesk flygildi rufu rúmenska lofthelgi í gær og þar með Atlantshafsbandalagsins. Litið er á atvikið og svipað atvik í Póllandi fyrr í vikunni sem ögrun af hálfu Rússa. Erlent 14.9.2025 19:12
Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni. Erlent 14.9.2025 17:14
Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. Erlent 14.9.2025 14:32
Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Trans sambýliskona Tylers Robinsons, sem grunaður er um að bana íhaldsama áhrifavaldinum Charlie Kirk, er gríðarlega samvinnuþýð að sögn lögreglu. Hún hafi verið „skelfingu lostin“ þegar hún heyrði fréttirnar. Áður en Robinson var handtekinn grínaðist hann með að maðurinn sem lögregla lýsti eftir væri „tvífari“ sinn í spjalli á Discord. Erlent 14.9.2025 11:20
Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Tuttugu og sex lögreglumenn voru særðir á 150 þúsund manna mótmælafundi gegn innflytjendum í miðborg Lundúna í gær, þar af fjórir alvarlega. Þá voru 25 mótmælendur handteknir vegna ofbeldisbrota á viðburðinum. Erlent 14.9.2025 08:58
Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Hætt hefur verið leit að þremur ferðamönnum sem hurfu sporlaust á eyjunni Vogum yfir tveggja daga tímabil fyrir viku síðan. Tveggja suður-kóreskra kvenna og eins mexíkósks manns er enn saknað. Erlent 13.9.2025 20:19