Fréttir

Kvart­milljón fyrir bólu­setningu eftir al­var­leg veikindi dóttur

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og kona hans greiddu 240 þúsund krónur til að láta bólusetja sig gegn ristli eftir að dóttir þeirra á sextugsaldri veiktist alvarlega af sjúkdómnum hér á landi. Norrænn hópur hefur til skoðunar hvort tilefni sé til að gera bólusetningu við ristli sem hluta af almenna bólusetningarkerfinu.

Innlent

Í fyrsta sinn fleiri börn með of­fitu en í undirþyngd

Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga.

Erlent

Fyrir­gefur morðingjanum

Erika Kirk fyrirgefur manninum sem myrti eiginmann hennar. Kristur sjálfur hefði gert slíkt hið sama, sem og Charlie Kirk maður hennar heitinn. Hún segir að svarið við hatri sé ekki frekara hatur, heldur kærleikur og ást. 

Erlent

„Dýr­lingurinn“ aftur með leigubílaleyfi

Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra.

Innlent

ESB myndi taka Ís­landi opnum örmum

Landsþing Viðreisnar var haldið á Grand Hótel um helgina. Á dagskrá voru meðal annars hringborðsumræður um ESB þar sem fulltrúar ASÍ, Samtaka Atvinnulífsins og sjávarútvegsins tóku þátt. 

Innlent

Braust inn og stal bjórkútum

Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna gruns um innbrot og þjófnað á bjórkútum. Var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Innlent

Bein út­sending: Minningar­at­höfn Charli­e Kirk

Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki.

Erlent

Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun

Á morgun, mánudaginn 22. september, verður frítt í Strætó bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilefnið er bíllausi dagurinn sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni, sem hófst 16. september.

Innlent

Kanada, Bret­land og Ástralía viður­kenna Palestínu

Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir.

Erlent

Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti

Rúnar Ólafsson, sauðfjárbóndi á Eystri-Torfastöðum í Fljótshlíð er nú í sínum hundruðustu leitum á fjalli á Fljótshlíðarafrétti og var því fagnað um helgina með fjallmönnum á afréttinum. Rúnar segir bjart yfir sauðfjárræktinni.

Innlent

Trump og Vance á­varpa minningar­at­höfn Charlie Kirk

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans.

Erlent