Fréttir Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Í hádegisfréttum verður fjallað um manndrápsmálið óhugnanlega sem kom upp í gær. Innlent 12.3.2025 11:39 Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. Innlent 12.3.2025 11:36 Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, mættu í morgun til Hafnar í Hornafirði í sína fyrstu opinbera heimsókn innanlands frá því að Halla tók við embætti forseta í sumar. Innlent 12.3.2025 10:52 Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára. Innlent 12.3.2025 10:24 Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Embætti landlæknis boðar til fundar um endurskoðaðar ráðleggingar um mataræði. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður í beinu streymi að neðan. Innlent 12.3.2025 10:16 Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. Innlent 12.3.2025 10:06 Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. Erlent 12.3.2025 09:51 Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. Innlent 12.3.2025 09:03 Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Ástralskur maður með alvarlega hjartabilun var útskrifaður af spítala og lifði í meira en 100 daga með gervihjarta, áður en hann gekkst undir hjartaígræðslu. Erlent 12.3.2025 09:00 Stórfelldur laxadauði í Berufirði Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Innlent 12.3.2025 08:01 Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. Erlent 12.3.2025 07:42 Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem beinir fremur hægum vestlægum áttum að landinu. Vestanáttinni fylgja lágský, sem leggjast yfir, einkum um landið vestanvert, með þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna. Veður 12.3.2025 07:08 Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri. Erlent 12.3.2025 06:50 Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Flokkurinn Demokraatit vann stórsigur í kosningunum í Grænlandi í gær með 29,9 prósent atkvæða. Næstur kom Naleraq, flokkur sjálfstæðissinna sem vilja aukið samstarf við Bandaríkin, með 24,5 prósent. Erlent 12.3.2025 06:23 Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. Innlent 11.3.2025 23:17 Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra. Innlent 11.3.2025 22:11 Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Daníel Már Þorsteinsson bílamálari varð fyrir því óláni í nótt að stuðaranum var stolið af bíl hans fyrir utan heimili hans í Árbæ. Hann kveðst ekkert vita um það hver gæti hafa verið að verki og segir leiðinlegt að lenda í svona ráni. Innlent 11.3.2025 21:34 Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf.. Innlent 11.3.2025 21:16 „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það mikið gleðiefni að Úkraínumenn hafi fallist á tillögu Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé í Úkraínu. Núna sé boltinn hjá Rússum og þeir þurfi að sýna að þeir hafi raunverulegan vilja til friðar. Innlent 11.3.2025 20:01 Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Innlent 11.3.2025 19:57 Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. Erlent 11.3.2025 18:30 Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Fimm eru í haldi vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Við verðum í beinni frá lögreglustöðinni á Selfossi í kvöldfréttum Stöðvar 2, förum yfir atvik málsins og sjáum myndir af eftirför sem tengist rannsókninni. Innlent 11.3.2025 18:00 Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Innlent 11.3.2025 17:41 Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um manndráp með vítaverðri vanrækslu þegar portúgalska fraktskipsins Solong á efna- og olíuflutningaskipsins Stena Immaculate í Norðursjó í gær. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi og olli miklu tjóni. Eins áhafnarmeðlims Solong hefur verið leitað frá því í gær. Erlent 11.3.2025 17:23 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. Innlent 11.3.2025 17:01 Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 11.3.2025 15:40 Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Innlent 11.3.2025 15:31 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Meðal aðgerða sem utanríkisráðherra hefur lagt til í öryggis- og varnarmálastefnu Íslands er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun. Sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Innlent 11.3.2025 15:19 Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. Erlent 11.3.2025 14:50 Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans. Innlent 11.3.2025 14:35 « ‹ 66 67 68 69 70 71 72 73 74 … 334 ›
Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Í hádegisfréttum verður fjallað um manndrápsmálið óhugnanlega sem kom upp í gær. Innlent 12.3.2025 11:39
Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. Innlent 12.3.2025 11:36
Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, mættu í morgun til Hafnar í Hornafirði í sína fyrstu opinbera heimsókn innanlands frá því að Halla tók við embætti forseta í sumar. Innlent 12.3.2025 10:52
Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára. Innlent 12.3.2025 10:24
Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Embætti landlæknis boðar til fundar um endurskoðaðar ráðleggingar um mataræði. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður í beinu streymi að neðan. Innlent 12.3.2025 10:16
Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. Innlent 12.3.2025 10:06
Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. Erlent 12.3.2025 09:51
Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. Innlent 12.3.2025 09:03
Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Ástralskur maður með alvarlega hjartabilun var útskrifaður af spítala og lifði í meira en 100 daga með gervihjarta, áður en hann gekkst undir hjartaígræðslu. Erlent 12.3.2025 09:00
Stórfelldur laxadauði í Berufirði Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Innlent 12.3.2025 08:01
Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. Erlent 12.3.2025 07:42
Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem beinir fremur hægum vestlægum áttum að landinu. Vestanáttinni fylgja lágský, sem leggjast yfir, einkum um landið vestanvert, með þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna. Veður 12.3.2025 07:08
Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri. Erlent 12.3.2025 06:50
Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Flokkurinn Demokraatit vann stórsigur í kosningunum í Grænlandi í gær með 29,9 prósent atkvæða. Næstur kom Naleraq, flokkur sjálfstæðissinna sem vilja aukið samstarf við Bandaríkin, með 24,5 prósent. Erlent 12.3.2025 06:23
Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. Innlent 11.3.2025 23:17
Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra. Innlent 11.3.2025 22:11
Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Daníel Már Þorsteinsson bílamálari varð fyrir því óláni í nótt að stuðaranum var stolið af bíl hans fyrir utan heimili hans í Árbæ. Hann kveðst ekkert vita um það hver gæti hafa verið að verki og segir leiðinlegt að lenda í svona ráni. Innlent 11.3.2025 21:34
Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf.. Innlent 11.3.2025 21:16
„Núna reynir auðvitað á Rússa“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það mikið gleðiefni að Úkraínumenn hafi fallist á tillögu Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé í Úkraínu. Núna sé boltinn hjá Rússum og þeir þurfi að sýna að þeir hafi raunverulegan vilja til friðar. Innlent 11.3.2025 20:01
Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Innlent 11.3.2025 19:57
Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. Erlent 11.3.2025 18:30
Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Fimm eru í haldi vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Við verðum í beinni frá lögreglustöðinni á Selfossi í kvöldfréttum Stöðvar 2, förum yfir atvik málsins og sjáum myndir af eftirför sem tengist rannsókninni. Innlent 11.3.2025 18:00
Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Innlent 11.3.2025 17:41
Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um manndráp með vítaverðri vanrækslu þegar portúgalska fraktskipsins Solong á efna- og olíuflutningaskipsins Stena Immaculate í Norðursjó í gær. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi og olli miklu tjóni. Eins áhafnarmeðlims Solong hefur verið leitað frá því í gær. Erlent 11.3.2025 17:23
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. Innlent 11.3.2025 17:01
Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 11.3.2025 15:40
Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Innlent 11.3.2025 15:31
Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Meðal aðgerða sem utanríkisráðherra hefur lagt til í öryggis- og varnarmálastefnu Íslands er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun. Sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Innlent 11.3.2025 15:19
Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. Erlent 11.3.2025 14:50
Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans. Innlent 11.3.2025 14:35