Fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir nýjan dóm Mannréttindadómstólsins staðfesta, enn og aftur, að brotið hafi verið á rétti brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar. Játning hafi legið fyrir í málinu en samt sé litið til ásetnings frekar en samþykkis. Innlent 13.1.2026 11:51 Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann sem varð í Gufunesi í gærkvöldi. Ljóst er að tjónið er mikið en í leigusamningi sem Truenorth gerði við Reykjavíkurborg er allri ábyrgð á ástandi hússins vísað á leigutaka. Erlent 13.1.2026 11:40 Engin fleiri mislingatilfelli greinst Engin ný tilfelli af mislingum hafa greinst frá því að barn greindist með smitsjúkdóminn fyrr í mánuðinum. Fjöldi hefur bólusettur vegna smitsins. Innlent 13.1.2026 11:35 Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn. Erlent 13.1.2026 11:14 Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. Innlent 13.1.2026 11:10 Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist. Innlent 13.1.2026 11:04 Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Bandaríkjaforseti hefur vopnvætt ásakanir um fjársvik til að refsa ríkjum þar sem Demókratar halda í valdtaumana, sem gjarnan eru kölluð blá ríki. Með því að halda því fram að fjárveitingar sem ætlaðar eru til styrkjamála séu misnotaðar hefur forsetinn fundið átyllu til að halda aftur af fjárveitingunum. Erlent 13.1.2026 10:39 Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 16 ára þegar brotið átti sér stað. Ríkið þarf að greiða stúlkunni 7.500 evrur í bætur, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna. Innlent 13.1.2026 10:13 Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir fólk reglulega búið að greina sig og biðji um ákveðin lyf byggt á greiningum sem það hefur fengið hjá gervigreind. Gervigreindin sé komin til að vera og því sé mikilvægt að viðurkenna það. Jafn mikilvægt sé að gera greinarmun á upplýsingum sem fólk fær hjá gervigreind og þekkingu lækna sem fæst með endurteknum rannsóknum og greiningum á þeim. Hann þekkir af eigin raun dæmi þar sem gervigreindin skilaði falskri niðurstöðu. Innlent 13.1.2026 09:12 Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. Erlent 13.1.2026 08:35 Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Lögregluyfirvöld á Spáni hafa lagt hald á tæplega tíu tonn af kókaíni, sem voru falin innan um saltfarm flutningskips við Kanarí-eyjar. Erlent 13.1.2026 08:10 Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Forsætisráðuneytið býður til morgunfundar um fyrirhugaða atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í Grósku í dag klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni hér á Vísi. Innlent 13.1.2026 08:01 Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fengið kynningar á þeim möguleikum sem Bandaríkjaher standa til boða ef hann ákveður að hlutast til um ástand mála í Íran. Erlent 13.1.2026 07:34 Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Nautgripabóndi sem hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafnaði í fyrstu að afhenda fjölmiðlum dóminn yfir bóndanum. Innlent 13.1.2026 07:31 Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með vakt við skemmuna sem brann í Gufunesi til klukkan rúmlega eitt í nótt. Innlent 13.1.2026 07:29 Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Donald Trump Bandaríkjaforseti mun taka á móti venesúelska stjórnarandstöðuleiðtoganum Maríu Corinu Machado í Hvíta húsinu á fimmtudaginn. Erlent 13.1.2026 07:19 Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Lægð austnorðaustur af landinu beinir stífri norðvestlægri átt ásamt ofankomu til landsins í dag, en úrkomulítið verður sunnanlands. Veður 13.1.2026 07:12 Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Kínversk stjórnvöld hafa beitt Evrópuríki þrýstingi og krafist þess að þau hleypi ekki embættismönnum frá Taívan inn í lönd sín. Þetta hefur Guardian eftir fjölda heimildarmanna, sem segja Kína hafa varað ríkin við því að „traðka ekki á rauðum línum Kína“. Erlent 13.1.2026 06:59 Líkamsárás og vinnuslys Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ein tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi eða nótt, sem átti sér stað í miðborginni. Meiðsl voru minniháttar. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði úr verslunum. Innlent 13.1.2026 06:31 Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Innlent 12.1.2026 23:23 Skammdegið víkur með hækkandi sól Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja. Innlent 12.1.2026 22:11 Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma. Innlent 12.1.2026 22:01 Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Karlmaður sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dreng neitar sök, en ber samt við minnisleysi. Afbrotafræðingur segir einkennilegt að gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sé hafnað. Innlent 12.1.2026 21:58 Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Norðurljós hafa skreytt himininn síðustu kvöld svo eftir hefur verið tekið. Litrík og kvik norðurljósin hafa lokkað landann út í náttúruna líkt og mátti sjá á samfélagsmiðlum enda ansi magnað sjónarspil. Innlent 12.1.2026 21:56 „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Óbætanlega sögulega muni mátti finna í geymslu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North sem varð alelda í Gufunesi í dag. Telur slökkvilið að allt sem í henni mátti finna sé ónýtt. Innlent 12.1.2026 20:17 Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Ágætlega gengur að slökkva eldinn sem kviknaði í skemmu sem framleiðslufyrirtækið True North leigir í Gufunesi í Reykjavík, að sögn slökkviliðs. Altjón sé á húsinu og öllu því sem í því var. Innlent 12.1.2026 19:20 Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Mikill eldur logar í Gufunesi og svartur reykur sést víða á höfuðborgarsvæðinu. Við skoðum aðstæður í kvöldfréttum og verðum í beinni frá Gufunesi. Innlent 12.1.2026 18:19 Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. Innlent 12.1.2026 17:08 Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins. Erlent 12.1.2026 16:58 Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Donald Trump Bandaríkjaforseti „hallast að því“ að útiloka bandaríska olíufyrirtækið ExxonMobil frá starfsemi í Venesúela. Hann greindi frá þessu í gær eftir að forstjóri fyrirtækisins lýsti yfir efasemdum um arðvænleika fjárfestinga í landinu eftir að Nicolás Maduro forseta var steypt af stóli. Erlent 12.1.2026 16:44 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir nýjan dóm Mannréttindadómstólsins staðfesta, enn og aftur, að brotið hafi verið á rétti brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar. Játning hafi legið fyrir í málinu en samt sé litið til ásetnings frekar en samþykkis. Innlent 13.1.2026 11:51
Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann sem varð í Gufunesi í gærkvöldi. Ljóst er að tjónið er mikið en í leigusamningi sem Truenorth gerði við Reykjavíkurborg er allri ábyrgð á ástandi hússins vísað á leigutaka. Erlent 13.1.2026 11:40
Engin fleiri mislingatilfelli greinst Engin ný tilfelli af mislingum hafa greinst frá því að barn greindist með smitsjúkdóminn fyrr í mánuðinum. Fjöldi hefur bólusettur vegna smitsins. Innlent 13.1.2026 11:35
Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn. Erlent 13.1.2026 11:14
Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. Innlent 13.1.2026 11:10
Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist. Innlent 13.1.2026 11:04
Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Bandaríkjaforseti hefur vopnvætt ásakanir um fjársvik til að refsa ríkjum þar sem Demókratar halda í valdtaumana, sem gjarnan eru kölluð blá ríki. Með því að halda því fram að fjárveitingar sem ætlaðar eru til styrkjamála séu misnotaðar hefur forsetinn fundið átyllu til að halda aftur af fjárveitingunum. Erlent 13.1.2026 10:39
Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 16 ára þegar brotið átti sér stað. Ríkið þarf að greiða stúlkunni 7.500 evrur í bætur, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna. Innlent 13.1.2026 10:13
Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir fólk reglulega búið að greina sig og biðji um ákveðin lyf byggt á greiningum sem það hefur fengið hjá gervigreind. Gervigreindin sé komin til að vera og því sé mikilvægt að viðurkenna það. Jafn mikilvægt sé að gera greinarmun á upplýsingum sem fólk fær hjá gervigreind og þekkingu lækna sem fæst með endurteknum rannsóknum og greiningum á þeim. Hann þekkir af eigin raun dæmi þar sem gervigreindin skilaði falskri niðurstöðu. Innlent 13.1.2026 09:12
Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. Erlent 13.1.2026 08:35
Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Lögregluyfirvöld á Spáni hafa lagt hald á tæplega tíu tonn af kókaíni, sem voru falin innan um saltfarm flutningskips við Kanarí-eyjar. Erlent 13.1.2026 08:10
Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Forsætisráðuneytið býður til morgunfundar um fyrirhugaða atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í Grósku í dag klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni hér á Vísi. Innlent 13.1.2026 08:01
Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fengið kynningar á þeim möguleikum sem Bandaríkjaher standa til boða ef hann ákveður að hlutast til um ástand mála í Íran. Erlent 13.1.2026 07:34
Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Nautgripabóndi sem hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafnaði í fyrstu að afhenda fjölmiðlum dóminn yfir bóndanum. Innlent 13.1.2026 07:31
Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með vakt við skemmuna sem brann í Gufunesi til klukkan rúmlega eitt í nótt. Innlent 13.1.2026 07:29
Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Donald Trump Bandaríkjaforseti mun taka á móti venesúelska stjórnarandstöðuleiðtoganum Maríu Corinu Machado í Hvíta húsinu á fimmtudaginn. Erlent 13.1.2026 07:19
Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Lægð austnorðaustur af landinu beinir stífri norðvestlægri átt ásamt ofankomu til landsins í dag, en úrkomulítið verður sunnanlands. Veður 13.1.2026 07:12
Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Kínversk stjórnvöld hafa beitt Evrópuríki þrýstingi og krafist þess að þau hleypi ekki embættismönnum frá Taívan inn í lönd sín. Þetta hefur Guardian eftir fjölda heimildarmanna, sem segja Kína hafa varað ríkin við því að „traðka ekki á rauðum línum Kína“. Erlent 13.1.2026 06:59
Líkamsárás og vinnuslys Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ein tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi eða nótt, sem átti sér stað í miðborginni. Meiðsl voru minniháttar. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði úr verslunum. Innlent 13.1.2026 06:31
Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Innlent 12.1.2026 23:23
Skammdegið víkur með hækkandi sól Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja. Innlent 12.1.2026 22:11
Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma. Innlent 12.1.2026 22:01
Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Karlmaður sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dreng neitar sök, en ber samt við minnisleysi. Afbrotafræðingur segir einkennilegt að gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sé hafnað. Innlent 12.1.2026 21:58
Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Norðurljós hafa skreytt himininn síðustu kvöld svo eftir hefur verið tekið. Litrík og kvik norðurljósin hafa lokkað landann út í náttúruna líkt og mátti sjá á samfélagsmiðlum enda ansi magnað sjónarspil. Innlent 12.1.2026 21:56
„Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Óbætanlega sögulega muni mátti finna í geymslu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North sem varð alelda í Gufunesi í dag. Telur slökkvilið að allt sem í henni mátti finna sé ónýtt. Innlent 12.1.2026 20:17
Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Ágætlega gengur að slökkva eldinn sem kviknaði í skemmu sem framleiðslufyrirtækið True North leigir í Gufunesi í Reykjavík, að sögn slökkviliðs. Altjón sé á húsinu og öllu því sem í því var. Innlent 12.1.2026 19:20
Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Mikill eldur logar í Gufunesi og svartur reykur sést víða á höfuðborgarsvæðinu. Við skoðum aðstæður í kvöldfréttum og verðum í beinni frá Gufunesi. Innlent 12.1.2026 18:19
Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. Innlent 12.1.2026 17:08
Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins. Erlent 12.1.2026 16:58
Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Donald Trump Bandaríkjaforseti „hallast að því“ að útiloka bandaríska olíufyrirtækið ExxonMobil frá starfsemi í Venesúela. Hann greindi frá þessu í gær eftir að forstjóri fyrirtækisins lýsti yfir efasemdum um arðvænleika fjárfestinga í landinu eftir að Nicolás Maduro forseta var steypt af stóli. Erlent 12.1.2026 16:44