Fréttir

Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio

Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn.

Erlent

Borgin firrti sig allri á­byrgð á skemmunni

Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni.

Innlent

For­sætis­nefnd tekur við kvörtunum um ríkis­endur­skoðanda

Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist.

Innlent

Ríkið brot­legt í einu máli en sýknað í öðru

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 16 ára þegar brotið átti  sér stað. Ríkið þarf að greiða stúlkunni 7.500 evrur í bætur, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna.

Innlent

Gerður höfundur að fræði­grein sem hann skrifaði ekki

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir fólk reglulega búið að greina sig og biðji um ákveðin lyf byggt á greiningum sem það hefur fengið hjá gervigreind. Gervigreindin sé komin til að vera og því sé mikilvægt að viðurkenna það. Jafn mikilvægt sé að gera greinarmun á upplýsingum sem fólk fær hjá gervigreind og þekkingu lækna sem fæst með endurteknum rannsóknum og greiningum á þeim. Hann þekkir af eigin raun dæmi þar sem gervigreindin skilaði falskri niðurstöðu.

Innlent

Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði

Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af  börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu.

Erlent

Líkams­á­rás og vinnu­slys

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ein tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi eða nótt, sem átti sér stað í miðborginni. Meiðsl voru minniháttar. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði úr verslunum.

Innlent

Skamm­degið víkur með hækkandi sól

Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja.

Innlent

Raf­magnið í skemmunni þótti „slysagildra“

Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma.

Innlent

Þetta skýrir mögnuðu norður­ljósin

Norðurljós hafa skreytt himininn síðustu kvöld svo eftir hefur verið tekið. Litrík og kvik norðurljósin hafa lokkað landann út í náttúruna líkt og mátti sjá á samfélagsmiðlum enda ansi magnað sjónarspil.

Innlent

Vaktin: Náð tökum á stór­brunanum í Gufu­nesi

Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. 

Innlent

Þvert nei Græn­lendinga við yfir­töku Banda­ríkjanna

Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins.

Erlent

Trump ó­sáttur við orð olíu­for­stjórans og vill úti­loka hann

Donald Trump Bandaríkjaforseti „hallast að því“ að útiloka bandaríska olíufyrirtækið ExxonMobil frá starfsemi í Venesúela. Hann greindi frá þessu í gær eftir að forstjóri fyrirtækisins lýsti yfir efasemdum um arðvænleika fjárfestinga í landinu eftir að Nicolás Maduro forseta var steypt af stóli.

Erlent