Fréttir Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasaming við ríkið. Greint er frá samningnum á vef RÚV en þar staðfestir formaður félagsins að skrifa hafi verið undir í morgun. Innlent 28.8.2025 16:07 Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Hörður Ólafsson læknir hefur stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fyrir meiðyrði. Í sumar birti Hödd færslu á Facebook þar sem hún sakaði Hörð um að hafa nauðgað sér tvisvar, en þau voru í sambandi um tíma. Innlent 28.8.2025 14:48 Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. Innlent 28.8.2025 14:44 Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af þremur mönnum vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 28.8.2025 14:10 Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. Erlent 28.8.2025 13:41 Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor við Sálfræðideild, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, hafa verið ráðin aðstoðarrektorar við Háskóla Íslands. Innlent 28.8.2025 13:34 Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 28.8.2025 13:26 Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi. Innlent 28.8.2025 13:02 „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. Innlent 28.8.2025 12:48 Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Netþjónn sem var hýstur hér á landi var nýttur til að þvætta um 25 milljarða af illa fengnu fé í formi rafmyntarinnar bitcoin. Lögreglufulltrúi sem aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna segir að mögulega hafi þúsundir glæpamanna nýtt sér þjónustuna. Því miður misnoti glæpamenn góða innviði Íslands. Innlent 28.8.2025 12:10 Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Netþjónn sem var hýstur hér á landi var nýttur til að þvætta um 25 milljarða af illa fengnu fé í formi rafmyntarinnar Bitcoin. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við lögreglufulltrúa sem aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hann segir þúsundir glæpamanna hafa nýtt sér þjónustuna. Innlent 28.8.2025 11:50 Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundaráðgjafi telur mikilvægt að stytta sumarfrí grunnskólabarna á Íslandi um tvær vikur. Sumarfríið sé lengra en tíðkist hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Þá sé ekki sjálfsagt að börn séu skráð á námskeið allt sumarið meðan foreldrar vinni. Innlent 28.8.2025 11:12 Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi. Innlent 28.8.2025 10:54 Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. Innlent 28.8.2025 09:33 Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Innviðaþing 2025 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Sterkir innviðir – sterkt samfélag“. Innlent 28.8.2025 08:40 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. Innlent 28.8.2025 08:31 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Erlent 28.8.2025 08:28 Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Björgunarsveitir á Skaftársvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti vegna göngumanns sem var á göngu við Úlfárdalssker og hafði villst á leið sinni. Innlent 28.8.2025 07:39 Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Ein af stærstu peningaþvottastöðvum heims er sögð hafa leigt netþjóna frá íslensku hýsingarfyrirtæki til þess að þvætta tæpa 25 milljarða króna af illa fenginni rafmynt. Íslenska lögreglan aðstoðaði bandarísku alríkislögregluna við að upplýsa peningaþvættið. Innlent 28.8.2025 07:28 Hlýtt og rakt loft yfir landinu Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir. Veður 28.8.2025 07:07 Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. Innlent 28.8.2025 07:01 Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Erlent 28.8.2025 06:46 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. Erlent 28.8.2025 06:15 Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann eftir að óskað var aðstoðar vegna innbrots í húsi í miðborg Reykjavíkur. Hinn grunaði var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Innlent 28.8.2025 06:12 Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang. Innlent 27.8.2025 23:29 Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Bókun eftir bókun var skráð í fundargerð bæjarstjórnar Kópavogs í gær undir liðnum Menntaráð er minni-og meirihlutinn tókust á um nýjar umbótatillögur fyrir grunnskóla bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs tilkynnti nýlega áætlanirnar opinberlega, minnihlutanum til ama. Innlent 27.8.2025 23:07 Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. Innlent 27.8.2025 21:52 Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum vegna manns sem slasaðist norðan við Skaftafell. Fyrst var talið af hefja þyrfti leit þar sem ekki lá fyrir hvar maðurinn væri nákvæmlega. Innlent 27.8.2025 21:06 Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Menningarráðherra hefur skipað son heilbrigðisráðherra sem formann nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Báðir ráðherrar eru þingmenn Samfylkingarinnar. Innlent 27.8.2025 20:55 Vara við svikapóstum í þeirra nafni Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum. Innlent 27.8.2025 20:33 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasaming við ríkið. Greint er frá samningnum á vef RÚV en þar staðfestir formaður félagsins að skrifa hafi verið undir í morgun. Innlent 28.8.2025 16:07
Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Hörður Ólafsson læknir hefur stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fyrir meiðyrði. Í sumar birti Hödd færslu á Facebook þar sem hún sakaði Hörð um að hafa nauðgað sér tvisvar, en þau voru í sambandi um tíma. Innlent 28.8.2025 14:48
Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. Innlent 28.8.2025 14:44
Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af þremur mönnum vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 28.8.2025 14:10
Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. Erlent 28.8.2025 13:41
Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor við Sálfræðideild, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, hafa verið ráðin aðstoðarrektorar við Háskóla Íslands. Innlent 28.8.2025 13:34
Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 28.8.2025 13:26
Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi. Innlent 28.8.2025 13:02
„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. Innlent 28.8.2025 12:48
Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Netþjónn sem var hýstur hér á landi var nýttur til að þvætta um 25 milljarða af illa fengnu fé í formi rafmyntarinnar bitcoin. Lögreglufulltrúi sem aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna segir að mögulega hafi þúsundir glæpamanna nýtt sér þjónustuna. Því miður misnoti glæpamenn góða innviði Íslands. Innlent 28.8.2025 12:10
Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Netþjónn sem var hýstur hér á landi var nýttur til að þvætta um 25 milljarða af illa fengnu fé í formi rafmyntarinnar Bitcoin. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við lögreglufulltrúa sem aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hann segir þúsundir glæpamanna hafa nýtt sér þjónustuna. Innlent 28.8.2025 11:50
Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundaráðgjafi telur mikilvægt að stytta sumarfrí grunnskólabarna á Íslandi um tvær vikur. Sumarfríið sé lengra en tíðkist hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Þá sé ekki sjálfsagt að börn séu skráð á námskeið allt sumarið meðan foreldrar vinni. Innlent 28.8.2025 11:12
Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi. Innlent 28.8.2025 10:54
Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. Innlent 28.8.2025 09:33
Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Innviðaþing 2025 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Sterkir innviðir – sterkt samfélag“. Innlent 28.8.2025 08:40
Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. Innlent 28.8.2025 08:31
Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Erlent 28.8.2025 08:28
Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Björgunarsveitir á Skaftársvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti vegna göngumanns sem var á göngu við Úlfárdalssker og hafði villst á leið sinni. Innlent 28.8.2025 07:39
Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Ein af stærstu peningaþvottastöðvum heims er sögð hafa leigt netþjóna frá íslensku hýsingarfyrirtæki til þess að þvætta tæpa 25 milljarða króna af illa fenginni rafmynt. Íslenska lögreglan aðstoðaði bandarísku alríkislögregluna við að upplýsa peningaþvættið. Innlent 28.8.2025 07:28
Hlýtt og rakt loft yfir landinu Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir. Veður 28.8.2025 07:07
Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. Innlent 28.8.2025 07:01
Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Erlent 28.8.2025 06:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. Erlent 28.8.2025 06:15
Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann eftir að óskað var aðstoðar vegna innbrots í húsi í miðborg Reykjavíkur. Hinn grunaði var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Innlent 28.8.2025 06:12
Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang. Innlent 27.8.2025 23:29
Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Bókun eftir bókun var skráð í fundargerð bæjarstjórnar Kópavogs í gær undir liðnum Menntaráð er minni-og meirihlutinn tókust á um nýjar umbótatillögur fyrir grunnskóla bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs tilkynnti nýlega áætlanirnar opinberlega, minnihlutanum til ama. Innlent 27.8.2025 23:07
Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. Innlent 27.8.2025 21:52
Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum vegna manns sem slasaðist norðan við Skaftafell. Fyrst var talið af hefja þyrfti leit þar sem ekki lá fyrir hvar maðurinn væri nákvæmlega. Innlent 27.8.2025 21:06
Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Menningarráðherra hefur skipað son heilbrigðisráðherra sem formann nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Báðir ráðherrar eru þingmenn Samfylkingarinnar. Innlent 27.8.2025 20:55
Vara við svikapóstum í þeirra nafni Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum. Innlent 27.8.2025 20:33