Fréttir

Hádegisfréttir á Bylgjunni

Ökumenn á vetrarbúnum bílum fá einir að fara yfir Hellisheiðina vegna ófærðar. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og akstursskilyrði erfið.

Innlent

Valda­mestu hjón Repúblikana í Flórída flækt í kynlífshneyksli

Maðurinn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar á næsta ári hefur verið sakaður um að nauðga æskuvinkonu sinni. Hann hefur verið sviptur embætti, en segir ásakanirnar byggða á þvættingi. Hann og eiginkona hans hafi stundað kynlíf með konunni um margra ára skeið.

Erlent

Sjö vistaðir í fanga­klefa í nótt

Sjö manns voru vistaðir í fangaklefa í gærkvöldi og nótt að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar. Ýmist fyrir slagsmál, innbrot, eða akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Innlent

Elsti Ís­lendingurinn stefnir á að verða 110 ára

Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem er 106 ára nýtur jólanna með fjölskyldu sinni en hún á um hundrað afkomendur. Sjálf segist hún stefna á að lifa til 110 ára aldurs því þá er Gissur Páll Gissurarson búin að lofa að syngja í afmælinu hennar.

Innlent

Hróður Hjóla­hvíslarans nær út í heim

Breski miðillinn The Guardian birti í dag viðtal við Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn. Í umfjölluninni fer Bjartmar yfir söguna á bak við hjólahvíslið, og er honum hrósað í hástert af íslensku lögreglunni.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman.

Innlent

Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu

Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tekin hefur verið ákvörðun um að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld gæti þó sett strik í reikninginn. Áfram er óvissustig á Vestfjörðum.

Innlent