Fréttir

Segjast styðja manninn sem hafi gripið til ör­þrifa­ráða

Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn.

Innlent

Aðgerðapakki stjórn­valda: Fríar skólamáltíðir, sér­stakur vaxtastuðningur og hærri barna­bætur

Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nú rétt fyrir fréttir var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um lágmarks krónutölu en annars um rúm þrjú prósent á ári. Heimir Már, fréttamaður fer ítarlega yfir málið í fréttatímanum.

Innlent

Þetta eru lykil­at­riðin í nýjum kjara­samningi

Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár.

Innlent

Síðasta slátur­húsi Austur­lands lokað

Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík.

Innlent

Þriðja ferð Starship mögu­lega í næstu viku

Mögulegt er að starfsmenn SpaceX geri þriðju tilraun sína með geimskipið Starship í næstu viku. Fáist leyfi hjá þar til gerðum yfirvöldum og leyfi veður, stendur til að skjóta Starship á loft næsta fimmtudag.

Erlent

Sví­þjóð form­lega gengin í NATO

Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 

Erlent

Hróp og köll gerð að Bjarna

Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. 

Innlent

Bein út­sending: Skrifað undir fjögurra ára kjara­samning

Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni.

Innlent

Sjálf­stæðis­menn vilja ekki frían há­degis­mat

Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur.

Innlent

Frelsis- og mannúðarmál að heimila dánaraðstoð

Dánaraðstoð verður lögleg á Íslandi ef frumvarp Viðreisnar nær fram að ganga en þó með skilyrðum. Frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta vera frelsis- og mannúðarmál.

Innlent

Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvö­földu endurkomubanni

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið.

Innlent

Innköllun á Prime orkudrykkjum

MAST og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa ákveðið að innkalla sex drykkjartegundir af orkudrykknum Prime Energy í 330 millilítra dósum. Drykkurinn inniheldur L-þíanín sem ekki hefur fengið leyfi í öðrum matvælum en fæðubótaefnum í Evrópu.

Innlent

Stal gögnum frá Google og varð for­stjóri í Kína

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fyrrverandi starfsmaður Google hefði verið ákærður fyrir að stela iðnaðarleyndarmálum um þróun gervigreindar frá fyrirtækinu. Það er hann sagður hafa gert fyrir hönd tveggja fyrirtækja í Kína.

Erlent

Loka­sprettur kjara­við­ræðna með for­sætis­ráð­herra

Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins.

Innlent