Fréttir

Sjálf­boða­liðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa

12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni.

Innlent

Ekki skyn­sam­legt að gista í bænum enda styttist í eld­gos

Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn.

Innlent

Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna

Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kalt vatn byrjaði að streyma á ný í Grindavíkurhöfn eftir langt hlé í dag, þar sem var líf og fjör við löndun. Kortlagning á sprungum stendur enn sem hæst; einn þeirra sem vinnur að úttekt í bænum segir að verið sé að bjóða hættunni heim með því að hleypa íbúum og starfsfólki inn í Grindavík. Svæðið sé enn ótryggt og kanna þurfi sprungur mun betur.

Innlent

Reyndi að selja efni í kjarn­orku­vopn til Írans

Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York.

Erlent

„Reddari“ tekinn með haug af kanna­bis og sand af seðlum

Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum.

Innlent

„Ný sýkla­lyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vanda­máli“

Draga þarf úr notkun sýklalyfja eins og kostur er og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Þetta er á meðal tillagna starfshóps um leiðir til að sporna gegn sýklalyfjaónæmi. Ný lyf munu ekki bjarga okkur úr þeim vanda sem blasir við vegna sýklalyfjaónæmra baktería að sögn fyrrverandi sóttvarnalæknis.

Innlent

Á­fallið kalli á heildar­endur­skoðun

Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins.

Innlent

Ekki hugað að öryggi al­mennings í Gleðivík

Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna banaslyss, sem varð á Djúpavogi sumarið 2022, segir að pottur hafi víða verið brotinn í skipulagsmálum við Eggin í Gleðivík. Samhliða því hafi ekki verið hugað að öryggi almennings. Þá segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður skotbómulyftara veitti gangandi vegfaranda ekki athygli.

Innlent

Grindavíkurvegur opnaður á nýjan leik

Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara. 

Innlent

Stúlka lést þegar hola í sandi féll saman

Sjö ára stúlka lét lífið og níu ára bróðir hennar slasaðist þegar hola sem þau voru að grafa á strönd í Flórída féll saman í gær. Fjöldi fólks reyndi að grafa stúlkuna upp með höndunum en holan féll sífellt aftur saman.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýtt mat sem leiðir í ljós að tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna.

Innlent

Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kín­verja

Kínverskir hakkarahópar, sem tengjast yfirvöldum í Peking, beita umfangsmiklum tölvuárásum gegn erlendum ríkisstjórnum, fyrirtækjum og gegn innviðum í öðrum ríkjum. Hakkararnir notast við galla á kerfum fyrirtækja eins og Microsoft, Apple og Google.

Erlent

Köldu vatni hleypt á hafnar­svæðið

Byrjað er að hleypa köldu vatnið á kerfið á hafnarsvæðinu í Grindavík. Almannavarnir ítreka að mikilvægt er að eigendur fasteigna séu viðstaddir þegar vatni er hleypt á.

Innlent

Dýri Guðmunds­son er látinn

Dýri Guðmundsson endurskoðandi, fyrrverandi knattspyrnukappi og gítarleikari er látinn. Hann fæddist 1951 en lést eftir veikindi þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Fjölmargir samferðamenn Dýra hvort sem er vinir eða ættingjar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum.

Innlent

„Ís­land er upp­selt“

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vilja stöðva flæði fólks til landsins sem óskar eftir alþjóðlegri vernd. Hún fullyrðir að Ísland taki á móti of mörgum og segist vilja undanþágu frá Schengen samstarfinu.

Innlent