Fréttir Dýralæknafélagið gagnrýnir ummæli Ingu og kallar eftir yfirvegun Dýralæknafélag Íslands segist fagna aukinni umræðu um velferð dýra en vill leggja áherslu á að opinber umræða um málaflokkinn sé málefnaleg og öguð. Félagið fordæmir ummæli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um yfirdýralækni. Innlent 29.2.2024 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um stöðuna á kjarasamningsviðræðum en samninganefnd Eflingar ákvað í gær að efna til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun á meðal ræstingarfólks. Innlent 29.2.2024 11:34 Björguðu einum út úr íbúðinni Tvei íbúar voru inni í íbúð þar sem eldur kviknaði laust fyrir klukkan 09:30 í morgun. Annar komst út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði hinum út úr íbúðinni. Innlent 29.2.2024 11:26 Kvikumagnið heldur áfram að aukast Áfram eru auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi í og við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu þar sem segir að virknin hafi haldist stöðug undanfarna daga. Innlent 29.2.2024 11:04 Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. Innlent 29.2.2024 10:45 Eldur kviknaði í fjölbýli í Yrsufelli Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjölbýli í Yrsufelli í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Tveir íbúar komu sér út úr íbúðinni af sjálfsdáðum og verða fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Innlent 29.2.2024 10:05 Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. Erlent 29.2.2024 10:05 Yfirvöld í Transnistríu biðla til Rússa um aðstoð Bandaríkjamenn segjast fylgjast grannt með þróun mála í Transnistríu, eftir að yfirvöld á sjálfsstjórnarsvæðinu biðluðu til Rússa um „vernd“. Erlent 29.2.2024 08:44 Fyrsta hlaupársdagsbarn ársins kom í heiminn 00:13 Fyrsta hlaupársdagsbarn ársins kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík þrettán mínútum eftir að hlaupársdagur gekk í garð á miðnætti. Innlent 29.2.2024 08:21 Samið um flug til Eyja og Húsavíkur út mars Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja og einnig til Húsavíkur út mars. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 1. mars til 31. mars. Innlent 29.2.2024 07:44 Tvö karldýr í fyrsta unaðsleik hnúfubaka sem næst á mynd Greint hefur verið frá því að ljósmyndarar hafi í fyrsta sinn náð myndum af hnúfubökum að stunda kynlíf en fregnirnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að um tvö karldýr var að ræða. Erlent 29.2.2024 07:38 Um þrjátíu skjálftar frá miðnætti við kvikuganginn Nóttin var róleg á Reykjanesinu þegar kemur að skjálftavirkni en töluverður fjöldi smáskjálfta mældist hinsvegar við Eiturhóla í grennd við Hengil. Innlent 29.2.2024 07:18 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. Innlent 29.2.2024 07:14 Útlit fyrir norðanátt í dag og talsverðum kulda Útlit er fyrir norðanátt á landinu í dag – ýmist golu eða kalda og stöku éljum – en björtum köflum sunnan heiða og er ekki búist við úrkomu á þeim slóðum. Veður 29.2.2024 07:13 Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. Erlent 29.2.2024 07:06 Formaður Fjölskylduhjálparinnar segir rekstrinum sjálfhætt Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir rekstrinum sjálfhætt ef ekki fæst meira utanaðkomandi fjármagn. Hún hafi borið fjárhagslega ábyrgð á rekstri FÍ í tvo áratugi en sé ekki reiðubúin til að taka veð í heimili sínu til að halda áfram. Innlent 29.2.2024 06:36 Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. Erlent 28.2.2024 23:18 Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. Innlent 28.2.2024 22:44 Tólf dómar ÍL-sjóði í hag í dag Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í tólf dómsmálum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Innlent 28.2.2024 22:22 Fjórtán sagt upp hjá Keili og FS tekur yfir brautir Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka yfir hluta af starfsemi Keilis eftir að samkomulag um slíkt náðist. Fjórtán starfsmönnum Keilis hefur verið sagt upp í kjölfarið. Innlent 28.2.2024 22:11 Gaf 100 milljónir undir þjóðgarðsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri Skaftárstofa, ný þjóðgarðsmiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri hefur verið opnuð formlega en þrír umhverfisráðherrar mættu á staðinn til að opna miðstöðina með aðstoð ungra barna á Kirkjubæjarklaustri. Innlent 28.2.2024 21:06 Ekki í fyrsta sinn sem ökumaður rútu ógni öryggi á Reykjanesbrautinni Ung kona sem lenti næstum í árekstri við rútu þegar ökumaður hennar ók yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni í gær segir ökumenn stórra bíla oft taka óþarfa áhættur á svæðinu. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir atvikið sýna fram á mikilvægi þess að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. Innlent 28.2.2024 20:24 Fimm ára stúlka týndist í feni Áhöfn leitarþyrlu notaði hitamyndavél til að finna fimm ára stúlku sem hafði týnst í fenjum Flórída. Stúlkan er einhverf og sást ganga í ökkladjúpu vatni og gat áhöfn þyrlunnar beint lögregluþjónum að henni. Erlent 28.2.2024 20:24 Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. Innlent 28.2.2024 20:01 Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skattsvik Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Innlent 28.2.2024 19:37 Fór inn á flugbraut, inn í flugvél og handtekinn við lendingu Maður var handtekinn í dag eftir að hann fór yfir grindverk og inn á virka flugbraut á flugvellinum í Reykjavík. Þar fór hann þó upp í flugvél og var ekki handtekinn fyrr en við lendingu, samkvæmt dagbók lögreglu. Innlent 28.2.2024 19:29 Sér fram á verkfallsboðun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun. Innlent 28.2.2024 19:02 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. Erlent 28.2.2024 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins virðast í uppnámi. Samninganefnd Eflingar mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun og ræðir nú hvort mögulega verði gripið til verkfallsaðgerða. Við verðum í beinni frá skrifstofu Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins. Innlent 28.2.2024 18:01 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. Innlent 28.2.2024 16:37 « ‹ 311 312 313 314 315 316 317 318 319 … 334 ›
Dýralæknafélagið gagnrýnir ummæli Ingu og kallar eftir yfirvegun Dýralæknafélag Íslands segist fagna aukinni umræðu um velferð dýra en vill leggja áherslu á að opinber umræða um málaflokkinn sé málefnaleg og öguð. Félagið fordæmir ummæli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um yfirdýralækni. Innlent 29.2.2024 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um stöðuna á kjarasamningsviðræðum en samninganefnd Eflingar ákvað í gær að efna til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun á meðal ræstingarfólks. Innlent 29.2.2024 11:34
Björguðu einum út úr íbúðinni Tvei íbúar voru inni í íbúð þar sem eldur kviknaði laust fyrir klukkan 09:30 í morgun. Annar komst út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði hinum út úr íbúðinni. Innlent 29.2.2024 11:26
Kvikumagnið heldur áfram að aukast Áfram eru auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi í og við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu þar sem segir að virknin hafi haldist stöðug undanfarna daga. Innlent 29.2.2024 11:04
Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. Innlent 29.2.2024 10:45
Eldur kviknaði í fjölbýli í Yrsufelli Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjölbýli í Yrsufelli í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Tveir íbúar komu sér út úr íbúðinni af sjálfsdáðum og verða fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Innlent 29.2.2024 10:05
Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. Erlent 29.2.2024 10:05
Yfirvöld í Transnistríu biðla til Rússa um aðstoð Bandaríkjamenn segjast fylgjast grannt með þróun mála í Transnistríu, eftir að yfirvöld á sjálfsstjórnarsvæðinu biðluðu til Rússa um „vernd“. Erlent 29.2.2024 08:44
Fyrsta hlaupársdagsbarn ársins kom í heiminn 00:13 Fyrsta hlaupársdagsbarn ársins kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík þrettán mínútum eftir að hlaupársdagur gekk í garð á miðnætti. Innlent 29.2.2024 08:21
Samið um flug til Eyja og Húsavíkur út mars Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja og einnig til Húsavíkur út mars. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 1. mars til 31. mars. Innlent 29.2.2024 07:44
Tvö karldýr í fyrsta unaðsleik hnúfubaka sem næst á mynd Greint hefur verið frá því að ljósmyndarar hafi í fyrsta sinn náð myndum af hnúfubökum að stunda kynlíf en fregnirnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að um tvö karldýr var að ræða. Erlent 29.2.2024 07:38
Um þrjátíu skjálftar frá miðnætti við kvikuganginn Nóttin var róleg á Reykjanesinu þegar kemur að skjálftavirkni en töluverður fjöldi smáskjálfta mældist hinsvegar við Eiturhóla í grennd við Hengil. Innlent 29.2.2024 07:18
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. Innlent 29.2.2024 07:14
Útlit fyrir norðanátt í dag og talsverðum kulda Útlit er fyrir norðanátt á landinu í dag – ýmist golu eða kalda og stöku éljum – en björtum köflum sunnan heiða og er ekki búist við úrkomu á þeim slóðum. Veður 29.2.2024 07:13
Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. Erlent 29.2.2024 07:06
Formaður Fjölskylduhjálparinnar segir rekstrinum sjálfhætt Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir rekstrinum sjálfhætt ef ekki fæst meira utanaðkomandi fjármagn. Hún hafi borið fjárhagslega ábyrgð á rekstri FÍ í tvo áratugi en sé ekki reiðubúin til að taka veð í heimili sínu til að halda áfram. Innlent 29.2.2024 06:36
Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. Erlent 28.2.2024 23:18
Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. Innlent 28.2.2024 22:44
Tólf dómar ÍL-sjóði í hag í dag Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í tólf dómsmálum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Innlent 28.2.2024 22:22
Fjórtán sagt upp hjá Keili og FS tekur yfir brautir Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka yfir hluta af starfsemi Keilis eftir að samkomulag um slíkt náðist. Fjórtán starfsmönnum Keilis hefur verið sagt upp í kjölfarið. Innlent 28.2.2024 22:11
Gaf 100 milljónir undir þjóðgarðsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri Skaftárstofa, ný þjóðgarðsmiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri hefur verið opnuð formlega en þrír umhverfisráðherrar mættu á staðinn til að opna miðstöðina með aðstoð ungra barna á Kirkjubæjarklaustri. Innlent 28.2.2024 21:06
Ekki í fyrsta sinn sem ökumaður rútu ógni öryggi á Reykjanesbrautinni Ung kona sem lenti næstum í árekstri við rútu þegar ökumaður hennar ók yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni í gær segir ökumenn stórra bíla oft taka óþarfa áhættur á svæðinu. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir atvikið sýna fram á mikilvægi þess að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. Innlent 28.2.2024 20:24
Fimm ára stúlka týndist í feni Áhöfn leitarþyrlu notaði hitamyndavél til að finna fimm ára stúlku sem hafði týnst í fenjum Flórída. Stúlkan er einhverf og sást ganga í ökkladjúpu vatni og gat áhöfn þyrlunnar beint lögregluþjónum að henni. Erlent 28.2.2024 20:24
Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. Innlent 28.2.2024 20:01
Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skattsvik Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Innlent 28.2.2024 19:37
Fór inn á flugbraut, inn í flugvél og handtekinn við lendingu Maður var handtekinn í dag eftir að hann fór yfir grindverk og inn á virka flugbraut á flugvellinum í Reykjavík. Þar fór hann þó upp í flugvél og var ekki handtekinn fyrr en við lendingu, samkvæmt dagbók lögreglu. Innlent 28.2.2024 19:29
Sér fram á verkfallsboðun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun. Innlent 28.2.2024 19:02
McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. Erlent 28.2.2024 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins virðast í uppnámi. Samninganefnd Eflingar mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun og ræðir nú hvort mögulega verði gripið til verkfallsaðgerða. Við verðum í beinni frá skrifstofu Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins. Innlent 28.2.2024 18:01
„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. Innlent 28.2.2024 16:37