Fréttir Eiríkur og Ástþór fá frest til að bæta við undirskriftum Forsetaframbjóðendurnir Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannsson fá báðir frest til klukkan fimm á morgun til þess að safna örfáum undirskriftum til viðbótar. Ástþór segir fleiri undirskriftir hafa dottið út hjá sér en venjulega. Innlent 27.4.2024 19:10 Hættuástand í Grindavík og æsispennandi forsetakosningar Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. Innlent 27.4.2024 18:28 Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Innlent 27.4.2024 17:53 Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. Innlent 27.4.2024 17:20 Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. Innlent 27.4.2024 16:52 Uppgangur Höllu Hrundar fari fyrir brjóstið á „valdastéttinni“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir að það sem hún kallar íslensku valdastéttina sé orðin örvæntingarfull vegna niðurstaðna skoðanakannana. Hið háa fylgi Höllu Hrundar samkvæmt nýjustu tölum hafi farið fyrir brjóstið á þessari valdastétt. Innlent 27.4.2024 16:07 Mikil gleði þegar Bergur komst í mark Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum. Innlent 27.4.2024 15:06 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Innlent 27.4.2024 14:24 Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. Innlent 27.4.2024 13:49 Þingmaður hleypti af skoti fyrir utan skemmtistað Timo Vornanen, þingmaður Sannra Finna, var handtekinn og er grunaður um að hafa hleypt af skoti í götuslagsmálum sem brutust út í miðborg Helsinki aðfaranótt föstudags. Erlent 27.4.2024 13:07 Ný gossprunga geti opnast fyrirvaralaust á næstunni Ný löng gossprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi. Innlent 27.4.2024 12:30 Stór gossprunga gæti opnast fyrirvaralaust Ný stór gosprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi. Innlent 27.4.2024 11:54 Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. Innlent 27.4.2024 11:10 Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Innlent 27.4.2024 08:42 800 milljóna króna hreinsistöð byggð á Selfossi Sveitarfélagið Árborgar ætlar sér stóra hluti þegar kemur að fráveitumálum en byggja á hreinsistöð, sem tekur allt skólp frá íbúum á Selfossi en í dag fer allt skólp óhreinsað í Ölfusá. Innlent 27.4.2024 08:06 Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna „Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi. Innlent 27.4.2024 08:00 Vara við því að fara gangandi að gosinu Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að fara fótgangandi að gosstöðvum. Fram hefur komið í fréttum að líkur aukast með hverjum degi á að ný gossprungja opnist eða að nýtt eldgos hefjist. Vegna þess er fólk varað við því að fara fótgangandi. Innlent 27.4.2024 07:37 Kastaði glerflösku í höfuð manns og gisti í fangaklefa Fjórir voru vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrír vegna ölvunar og einn vegna líkamsárásar. Hann kastaði glerflösku í höfuð annars einstaklings sem var fluttur á slysadeild. Innlent 27.4.2024 07:28 Lægð nálgast landið úr austri Dálítil lægð nálgast nú landið úr austri og verður því norðan- og norðaustanátt í dag. Víða kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu um landið suðvestanvert. Veður 27.4.2024 07:12 „Það er enginn sem verndar son okkar“ Foreldrar níu ára drengs í Kópavogi segjast ráðalausir gagnvart stöðugu líkamlegu og andlegu einelti sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum undanfarið eitt og hálft ár. Þau lýsa alvarlegum barsmíðum af hálfu samnemenda sonarins en segja að skólayfirvöld aðhafist ekkert þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þau bíða svara frá Barnavernd Kópavogs. Innlent 27.4.2024 07:07 Krefjast skýringa á brotthvarfi Maríu Sigrúnar Brotthvarf Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur úr fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv hefur vakið nokkra athygli. Fyrrverandi samstarfsmenn hennar fara fögrum orðum um blaðamannahætti hennar og krefja forsvarsmenn Ríkisútvarpsins um skýringar á brotthvarfinu. Innlent 26.4.2024 22:42 Veisluhöld forseta séu barns síns tíma Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir að upp séu runnir mjög alvarlegir tímar í sögu þjóðar. Sá tími sem forseti sé fyrst og fremst við veisluhöld sé liðinn. Innlent 26.4.2024 22:00 Húsráðendum tókst að ráða niðurlögum elds í þakskyggni Slökkvilið sinnir nú slökkvistörfum í íbúðarhúsi í Tjarnarbyggð, milli Eyrarbakka og Selfoss. Að sögn vaktstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu tókst húsráðendurm að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti áður en slökkvilið mætti á staðinn. Innlent 26.4.2024 21:56 Landsréttur komi fram við ákæruvaldið eins og lítið barn „Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. Innlent 26.4.2024 21:33 Mannasættir sem óttist ekki að standa í fæturna Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir tilfinninguna mjög góða að skila inn framboði sínu til forseta Íslands. Hún sé þó rétt að koma út úr búningsherberginu og samtalið við þjóðina að hefjast. Innlent 26.4.2024 21:01 Mótmælendur fengu óvæntan liðstyrk frá Hollywood Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra. Innlent 26.4.2024 20:01 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. Innlent 26.4.2024 19:34 Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. Innlent 26.4.2024 19:04 Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. Innlent 26.4.2024 18:33 Mikil tíðindi í glænýrri könnun Við greinum frá niðurstöðum glænýrrar könnunar Maskínu á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Metfjöldi skilaði meðmælum í Hörpu í morgun, við sýnum svipmyndir frá viðburðaríkum degi og ræðum við frambjóðendur. Innlent 26.4.2024 18:00 « ‹ 301 302 303 304 305 306 307 308 309 … 334 ›
Eiríkur og Ástþór fá frest til að bæta við undirskriftum Forsetaframbjóðendurnir Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannsson fá báðir frest til klukkan fimm á morgun til þess að safna örfáum undirskriftum til viðbótar. Ástþór segir fleiri undirskriftir hafa dottið út hjá sér en venjulega. Innlent 27.4.2024 19:10
Hættuástand í Grindavík og æsispennandi forsetakosningar Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. Innlent 27.4.2024 18:28
Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Innlent 27.4.2024 17:53
Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. Innlent 27.4.2024 17:20
Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. Innlent 27.4.2024 16:52
Uppgangur Höllu Hrundar fari fyrir brjóstið á „valdastéttinni“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir að það sem hún kallar íslensku valdastéttina sé orðin örvæntingarfull vegna niðurstaðna skoðanakannana. Hið háa fylgi Höllu Hrundar samkvæmt nýjustu tölum hafi farið fyrir brjóstið á þessari valdastétt. Innlent 27.4.2024 16:07
Mikil gleði þegar Bergur komst í mark Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum. Innlent 27.4.2024 15:06
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Innlent 27.4.2024 14:24
Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. Innlent 27.4.2024 13:49
Þingmaður hleypti af skoti fyrir utan skemmtistað Timo Vornanen, þingmaður Sannra Finna, var handtekinn og er grunaður um að hafa hleypt af skoti í götuslagsmálum sem brutust út í miðborg Helsinki aðfaranótt föstudags. Erlent 27.4.2024 13:07
Ný gossprunga geti opnast fyrirvaralaust á næstunni Ný löng gossprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi. Innlent 27.4.2024 12:30
Stór gossprunga gæti opnast fyrirvaralaust Ný stór gosprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi. Innlent 27.4.2024 11:54
Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. Innlent 27.4.2024 11:10
Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Innlent 27.4.2024 08:42
800 milljóna króna hreinsistöð byggð á Selfossi Sveitarfélagið Árborgar ætlar sér stóra hluti þegar kemur að fráveitumálum en byggja á hreinsistöð, sem tekur allt skólp frá íbúum á Selfossi en í dag fer allt skólp óhreinsað í Ölfusá. Innlent 27.4.2024 08:06
Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna „Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi. Innlent 27.4.2024 08:00
Vara við því að fara gangandi að gosinu Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að fara fótgangandi að gosstöðvum. Fram hefur komið í fréttum að líkur aukast með hverjum degi á að ný gossprungja opnist eða að nýtt eldgos hefjist. Vegna þess er fólk varað við því að fara fótgangandi. Innlent 27.4.2024 07:37
Kastaði glerflösku í höfuð manns og gisti í fangaklefa Fjórir voru vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrír vegna ölvunar og einn vegna líkamsárásar. Hann kastaði glerflösku í höfuð annars einstaklings sem var fluttur á slysadeild. Innlent 27.4.2024 07:28
Lægð nálgast landið úr austri Dálítil lægð nálgast nú landið úr austri og verður því norðan- og norðaustanátt í dag. Víða kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu um landið suðvestanvert. Veður 27.4.2024 07:12
„Það er enginn sem verndar son okkar“ Foreldrar níu ára drengs í Kópavogi segjast ráðalausir gagnvart stöðugu líkamlegu og andlegu einelti sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum undanfarið eitt og hálft ár. Þau lýsa alvarlegum barsmíðum af hálfu samnemenda sonarins en segja að skólayfirvöld aðhafist ekkert þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þau bíða svara frá Barnavernd Kópavogs. Innlent 27.4.2024 07:07
Krefjast skýringa á brotthvarfi Maríu Sigrúnar Brotthvarf Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur úr fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv hefur vakið nokkra athygli. Fyrrverandi samstarfsmenn hennar fara fögrum orðum um blaðamannahætti hennar og krefja forsvarsmenn Ríkisútvarpsins um skýringar á brotthvarfinu. Innlent 26.4.2024 22:42
Veisluhöld forseta séu barns síns tíma Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir að upp séu runnir mjög alvarlegir tímar í sögu þjóðar. Sá tími sem forseti sé fyrst og fremst við veisluhöld sé liðinn. Innlent 26.4.2024 22:00
Húsráðendum tókst að ráða niðurlögum elds í þakskyggni Slökkvilið sinnir nú slökkvistörfum í íbúðarhúsi í Tjarnarbyggð, milli Eyrarbakka og Selfoss. Að sögn vaktstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu tókst húsráðendurm að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti áður en slökkvilið mætti á staðinn. Innlent 26.4.2024 21:56
Landsréttur komi fram við ákæruvaldið eins og lítið barn „Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. Innlent 26.4.2024 21:33
Mannasættir sem óttist ekki að standa í fæturna Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir tilfinninguna mjög góða að skila inn framboði sínu til forseta Íslands. Hún sé þó rétt að koma út úr búningsherberginu og samtalið við þjóðina að hefjast. Innlent 26.4.2024 21:01
Mótmælendur fengu óvæntan liðstyrk frá Hollywood Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra. Innlent 26.4.2024 20:01
Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. Innlent 26.4.2024 19:34
Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. Innlent 26.4.2024 19:04
Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. Innlent 26.4.2024 18:33
Mikil tíðindi í glænýrri könnun Við greinum frá niðurstöðum glænýrrar könnunar Maskínu á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Metfjöldi skilaði meðmælum í Hörpu í morgun, við sýnum svipmyndir frá viðburðaríkum degi og ræðum við frambjóðendur. Innlent 26.4.2024 18:00