Fréttir Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. Erlent 8.3.2024 11:39 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjarasamningana sem voru undirritaðir í gær. Við heyrum meðal annars í formanni BHM um stöðuna eins og hún kemur henni fyrir sjónir. Innlent 8.3.2024 11:35 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. Innlent 8.3.2024 11:04 Vara við árásum öfgamanna í Moskvu Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu varaði við því í gærkvöldi að „öfgamenn“ hyggðu á árásir í borginni. Til stæði að ráðast á staði þar sem fólk kæmi saman, eins og á tónleikum, og voru Bandaríkjamönnum í Rússlandi ráðlagt að forðast mannmergð næstu tvo sólarhringa. Erlent 8.3.2024 10:28 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ Innlent 8.3.2024 09:50 Maður um tvítugt lést í mótorhjólaslysinu í Heiðmörk Karlmaður um tvítugt lést í mótorhjólaslysinu sem varð í Heiðmörk um kvöldmatarleytið í gær. Maðurinn ók mótorhjólinu vestur Heiðmerkurveg en virðist hafa misst stjórn á hjólinu og hafnaði utan vegar. Innlent 8.3.2024 09:36 Bein útsending: Konur og íþróttir, forysta og framtíð „Konur og íþróttir, forysta og framtíð“ er yfirskrift ráðstefnuÍþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) sem fram fer í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag. Innlent 8.3.2024 08:30 Um 280 börnum rænt í bænum Kuriga í Nígeríu Byssumenn á mótorhjólum hafa rænt yfir 280 skólabörnum í bænum Kuriga í Kaduna í Nígeríu. Nemendurnr höfðu safnasta saman á samkomustað í gær þegar mennirnir mættu vopnaðir á svæðið og tóku börnin með sér og einn kennara. Erlent 8.3.2024 08:22 Leyndardómurinn um MH370 ekki leystur tíu árum eftir hvarfið Tíu ár eru liðin frá því flugvélin MH370 frá Malaysia Airlines hvarf þegar verið var að fljúga henni frá Kuala Lumpur til Peking. Enn er ekki vitað með vissu hvað varð um Boeing 777 flugvélina eða þær 239 manneskjur sem voru um borð. Erlent 8.3.2024 08:01 Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016. Erlent 8.3.2024 07:10 Dregur úr vindi þegar líður á morguninn Alldjúp og kröpp lægð fór til vesturs skammt suður af Reykjanesi í nótt og olli hvassri austan- og suðaustanátt með talsverðri rigningu á þeim slóðum. Veður 8.3.2024 07:08 Kerfið lúti stjórn öfgamanna Reglugerðardrög matvælaráðherra um sjálfbæra landnýtingu hafa víðs vegar vakið upp hörð viðbrögð. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu alvarlegar athugasemdir við drögin í aðsendri grein í Bændablaðinu í gær. Sigmundur Davíð segir þetta aðför að íslenskum landbúnaði. 82 umsagnir bárust í samráðsgátt, en drögin hafa lokið umsagnarferli. Innlent 8.3.2024 07:01 Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. Erlent 8.3.2024 06:52 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. Innlent 8.3.2024 06:18 Örplast tengt við hjartasjúkdóma, heilablóðföll og dauða í nýrri rannsókn Ítölsk rannsókn hefur vakið athygli vegna þess að hún sýnir í fyrsta sinn tengsl milli örplasts og hjartasjúkdóma. Rannsóknin er ýmsum takmörkunum háð en vísindamenn sem rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakefið segja hana marka tímamót. Erlent 8.3.2024 00:23 „Ekki fleiri íbúafundi!“ Hundruð grindvískra barna komu saman á fundi í Laugardalshöll í dag, þar sem þau ræddu stöðu sína vegna jarðhræringanna við heimabæinn. Innlent 7.3.2024 22:15 Sviðnir og sótugir stólar eftir eldsvoðann Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum. Innlent 7.3.2024 22:05 Elon Musk og Andrew Tate brugðið yfir þingpallamálinu Auðjöfurinn Elon Musk, samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson velta fyrir sér atviki sem átti sér stað á Alþingi Íslendinga í vikunni. Það er þegar karlmaður steig yfir handrið þingpallana, öskraði á dómsmálaráðherra, og var í kjölfarið fjarlægður af þingvörðum og lögreglu. Innlent 7.3.2024 22:04 Segir sveitarfélögin ekki græða þrátt fyrir auka tíu milljarða Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjustu kjarasamningum hafa staðið einna mest í sveitarfélögunum en það verði útfært með ríkinu. Þrátt fyrir að samningarnir feli í sér tíu milljarða auka fyrir sveitarfélögin segir hún þau ekki hagnast sérstaklega frekar en aðrir. Innlent 7.3.2024 21:06 Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Lögreglan höfuðborgarsvæðinu lýsti í kvöld eftir manni. Innlent 7.3.2024 20:49 Kýrnar á Stóru Mörk III mjólka mest allra kúa á Íslandi Það vantar ekki mjólkurmagnið í kýrnar á bæ undir Eyjafjöllunum enda var búið að fá verðlaun fyrir að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi á síðasta ári. Sú kýr sem mjólkar þar mest í dag er að mjólka fimmtíu lítra hvern einasta dag. Þá vekur athygli að bændurnir á bænum eru ekki með neina búfræðismenntun. Innlent 7.3.2024 20:31 Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. Innlent 7.3.2024 20:01 Mótorhjólaslys í Heiðmörk Mótorhjólaslys varð í Heiðmörk í kvöld. Þetta staðfestir Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 7.3.2024 19:50 Segjast styðja manninn sem hafi gripið til örþrifaráða Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn. Innlent 7.3.2024 18:31 Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. Innlent 7.3.2024 18:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nú rétt fyrir fréttir var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um lágmarks krónutölu en annars um rúm þrjú prósent á ári. Heimir Már, fréttamaður fer ítarlega yfir málið í fréttatímanum. Innlent 7.3.2024 18:01 Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. Innlent 7.3.2024 17:00 Sýknuð af ákæru fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem fyrirfór sér Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. Innlent 7.3.2024 16:48 Síðasta sláturhúsi Austurlands lokað Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík. Innlent 7.3.2024 16:46 Þriðja ferð Starship mögulega í næstu viku Mögulegt er að starfsmenn SpaceX geri þriðju tilraun sína með geimskipið Starship í næstu viku. Fáist leyfi hjá þar til gerðum yfirvöldum og leyfi veður, stendur til að skjóta Starship á loft næsta fimmtudag. Erlent 7.3.2024 16:13 « ‹ 301 302 303 304 305 306 307 308 309 … 334 ›
Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. Erlent 8.3.2024 11:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjarasamningana sem voru undirritaðir í gær. Við heyrum meðal annars í formanni BHM um stöðuna eins og hún kemur henni fyrir sjónir. Innlent 8.3.2024 11:35
Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. Innlent 8.3.2024 11:04
Vara við árásum öfgamanna í Moskvu Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu varaði við því í gærkvöldi að „öfgamenn“ hyggðu á árásir í borginni. Til stæði að ráðast á staði þar sem fólk kæmi saman, eins og á tónleikum, og voru Bandaríkjamönnum í Rússlandi ráðlagt að forðast mannmergð næstu tvo sólarhringa. Erlent 8.3.2024 10:28
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ Innlent 8.3.2024 09:50
Maður um tvítugt lést í mótorhjólaslysinu í Heiðmörk Karlmaður um tvítugt lést í mótorhjólaslysinu sem varð í Heiðmörk um kvöldmatarleytið í gær. Maðurinn ók mótorhjólinu vestur Heiðmerkurveg en virðist hafa misst stjórn á hjólinu og hafnaði utan vegar. Innlent 8.3.2024 09:36
Bein útsending: Konur og íþróttir, forysta og framtíð „Konur og íþróttir, forysta og framtíð“ er yfirskrift ráðstefnuÍþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) sem fram fer í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag. Innlent 8.3.2024 08:30
Um 280 börnum rænt í bænum Kuriga í Nígeríu Byssumenn á mótorhjólum hafa rænt yfir 280 skólabörnum í bænum Kuriga í Kaduna í Nígeríu. Nemendurnr höfðu safnasta saman á samkomustað í gær þegar mennirnir mættu vopnaðir á svæðið og tóku börnin með sér og einn kennara. Erlent 8.3.2024 08:22
Leyndardómurinn um MH370 ekki leystur tíu árum eftir hvarfið Tíu ár eru liðin frá því flugvélin MH370 frá Malaysia Airlines hvarf þegar verið var að fljúga henni frá Kuala Lumpur til Peking. Enn er ekki vitað með vissu hvað varð um Boeing 777 flugvélina eða þær 239 manneskjur sem voru um borð. Erlent 8.3.2024 08:01
Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016. Erlent 8.3.2024 07:10
Dregur úr vindi þegar líður á morguninn Alldjúp og kröpp lægð fór til vesturs skammt suður af Reykjanesi í nótt og olli hvassri austan- og suðaustanátt með talsverðri rigningu á þeim slóðum. Veður 8.3.2024 07:08
Kerfið lúti stjórn öfgamanna Reglugerðardrög matvælaráðherra um sjálfbæra landnýtingu hafa víðs vegar vakið upp hörð viðbrögð. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu alvarlegar athugasemdir við drögin í aðsendri grein í Bændablaðinu í gær. Sigmundur Davíð segir þetta aðför að íslenskum landbúnaði. 82 umsagnir bárust í samráðsgátt, en drögin hafa lokið umsagnarferli. Innlent 8.3.2024 07:01
Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. Erlent 8.3.2024 06:52
Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. Innlent 8.3.2024 06:18
Örplast tengt við hjartasjúkdóma, heilablóðföll og dauða í nýrri rannsókn Ítölsk rannsókn hefur vakið athygli vegna þess að hún sýnir í fyrsta sinn tengsl milli örplasts og hjartasjúkdóma. Rannsóknin er ýmsum takmörkunum háð en vísindamenn sem rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakefið segja hana marka tímamót. Erlent 8.3.2024 00:23
„Ekki fleiri íbúafundi!“ Hundruð grindvískra barna komu saman á fundi í Laugardalshöll í dag, þar sem þau ræddu stöðu sína vegna jarðhræringanna við heimabæinn. Innlent 7.3.2024 22:15
Sviðnir og sótugir stólar eftir eldsvoðann Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum. Innlent 7.3.2024 22:05
Elon Musk og Andrew Tate brugðið yfir þingpallamálinu Auðjöfurinn Elon Musk, samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson velta fyrir sér atviki sem átti sér stað á Alþingi Íslendinga í vikunni. Það er þegar karlmaður steig yfir handrið þingpallana, öskraði á dómsmálaráðherra, og var í kjölfarið fjarlægður af þingvörðum og lögreglu. Innlent 7.3.2024 22:04
Segir sveitarfélögin ekki græða þrátt fyrir auka tíu milljarða Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjustu kjarasamningum hafa staðið einna mest í sveitarfélögunum en það verði útfært með ríkinu. Þrátt fyrir að samningarnir feli í sér tíu milljarða auka fyrir sveitarfélögin segir hún þau ekki hagnast sérstaklega frekar en aðrir. Innlent 7.3.2024 21:06
Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Lögreglan höfuðborgarsvæðinu lýsti í kvöld eftir manni. Innlent 7.3.2024 20:49
Kýrnar á Stóru Mörk III mjólka mest allra kúa á Íslandi Það vantar ekki mjólkurmagnið í kýrnar á bæ undir Eyjafjöllunum enda var búið að fá verðlaun fyrir að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi á síðasta ári. Sú kýr sem mjólkar þar mest í dag er að mjólka fimmtíu lítra hvern einasta dag. Þá vekur athygli að bændurnir á bænum eru ekki með neina búfræðismenntun. Innlent 7.3.2024 20:31
Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. Innlent 7.3.2024 20:01
Mótorhjólaslys í Heiðmörk Mótorhjólaslys varð í Heiðmörk í kvöld. Þetta staðfestir Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 7.3.2024 19:50
Segjast styðja manninn sem hafi gripið til örþrifaráða Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn. Innlent 7.3.2024 18:31
Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. Innlent 7.3.2024 18:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nú rétt fyrir fréttir var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um lágmarks krónutölu en annars um rúm þrjú prósent á ári. Heimir Már, fréttamaður fer ítarlega yfir málið í fréttatímanum. Innlent 7.3.2024 18:01
Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. Innlent 7.3.2024 17:00
Sýknuð af ákæru fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem fyrirfór sér Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. Innlent 7.3.2024 16:48
Síðasta sláturhúsi Austurlands lokað Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík. Innlent 7.3.2024 16:46
Þriðja ferð Starship mögulega í næstu viku Mögulegt er að starfsmenn SpaceX geri þriðju tilraun sína með geimskipið Starship í næstu viku. Fáist leyfi hjá þar til gerðum yfirvöldum og leyfi veður, stendur til að skjóta Starship á loft næsta fimmtudag. Erlent 7.3.2024 16:13