Litla kaffistofan skellir í lás Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 16:26 Litla kaffistofan leggur upp laupana síðar í sumar. Facebook/Litla Kaffistofan Laugardaginn næsta, þann 28. júní, verður dyrum hinnar rómuðu Litlu kaffistofu sem hefur um áratugi þjónað vegbúum þjóðarinnar skellt í lás. Kaffihúsið hefur verið rekið nánast sleitulaust frá árinu 1960. Elín Guðný Hlöðversdóttir er einn rekenda staðarins. Hún er dóttir Hlöðvers Sigurðssonar, sem Hlöllabátar eru kenndir við, en fjölskyldan tók við rekstri Litlu kaffistofunnar árið 2021 eftir stutta lokun yfir sumarmánuðina. Hún segir reksturinn hafa verið erfiðan og að ekki hafi bætt úr skák þegar Olís flutti bensínstöð sína af Litlu kaffistofunni og í Norðlingaholt. Þar með lauk 63 ára sögu bensínstöðvarinnar. Elín segist vonast til þess að nýr eigandi finni öruggan rekstrargrundvöll fyrir áningarstaðinn annálaða. Einhver áhugi sé fyrir fasteigninni en lítið vitað um framtíðina. „Þetta er sögufrægur staður og væri frábært að geta haldið þarna áfram en það þarf fjársterkan aðila til að koma inn með alls konar nýjungar og poppa staðinn upp,“ segir hún. Hún segir fjölskylduna munu leita á ný mið og að ekkert sé uppkveðið um hvað taki við. Þá segir Elín að haft hafi verið samband við fjölskylduna og spurst fyrir um að eignast fasteignina en að ekkert sé í hendi. „Það er ekkert komið á hreint. Við erum með þriggja mánaða uppsagnarfrest, þannig við verðum út júlí að pakka og koma hlutum í verð og finna út úr því hvað við ætlum að gera,“ segir Elín Guðný Hlöðversdóttir. Ölfus Veitingastaðir Tengdar fréttir Hlölli og fjölskylda opna Litlu kaffistofuna Hlöðver Sigurðsson, stofnandi Hlöllabáta, hefur tekið við rekstri Litlu kaffistofunnar, ásamt fjölskyldu sinni. En Litla kaffistofan mun brátt opna dyr sínar á ný eftir að hafa verið lokað fyrr í sumar. 15. ágúst 2021 12:13 Bílstjórar dyggustu viðskiptavinirnir Stefán Þormar Guðmundsson mun hætta rekstri Litlu kaffistofunnar á næstu vikum en hann og fjölskylda hans hafa staðið vaktina í 24 ár. Stefán verður sjötugur í mars og ætlar að segja þetta gott. 27. janúar 2016 11:00 Loka Litlu kaffistofunni í ágúst Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi. 17. júní 2021 22:21 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Elín Guðný Hlöðversdóttir er einn rekenda staðarins. Hún er dóttir Hlöðvers Sigurðssonar, sem Hlöllabátar eru kenndir við, en fjölskyldan tók við rekstri Litlu kaffistofunnar árið 2021 eftir stutta lokun yfir sumarmánuðina. Hún segir reksturinn hafa verið erfiðan og að ekki hafi bætt úr skák þegar Olís flutti bensínstöð sína af Litlu kaffistofunni og í Norðlingaholt. Þar með lauk 63 ára sögu bensínstöðvarinnar. Elín segist vonast til þess að nýr eigandi finni öruggan rekstrargrundvöll fyrir áningarstaðinn annálaða. Einhver áhugi sé fyrir fasteigninni en lítið vitað um framtíðina. „Þetta er sögufrægur staður og væri frábært að geta haldið þarna áfram en það þarf fjársterkan aðila til að koma inn með alls konar nýjungar og poppa staðinn upp,“ segir hún. Hún segir fjölskylduna munu leita á ný mið og að ekkert sé uppkveðið um hvað taki við. Þá segir Elín að haft hafi verið samband við fjölskylduna og spurst fyrir um að eignast fasteignina en að ekkert sé í hendi. „Það er ekkert komið á hreint. Við erum með þriggja mánaða uppsagnarfrest, þannig við verðum út júlí að pakka og koma hlutum í verð og finna út úr því hvað við ætlum að gera,“ segir Elín Guðný Hlöðversdóttir.
Ölfus Veitingastaðir Tengdar fréttir Hlölli og fjölskylda opna Litlu kaffistofuna Hlöðver Sigurðsson, stofnandi Hlöllabáta, hefur tekið við rekstri Litlu kaffistofunnar, ásamt fjölskyldu sinni. En Litla kaffistofan mun brátt opna dyr sínar á ný eftir að hafa verið lokað fyrr í sumar. 15. ágúst 2021 12:13 Bílstjórar dyggustu viðskiptavinirnir Stefán Þormar Guðmundsson mun hætta rekstri Litlu kaffistofunnar á næstu vikum en hann og fjölskylda hans hafa staðið vaktina í 24 ár. Stefán verður sjötugur í mars og ætlar að segja þetta gott. 27. janúar 2016 11:00 Loka Litlu kaffistofunni í ágúst Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi. 17. júní 2021 22:21 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Hlölli og fjölskylda opna Litlu kaffistofuna Hlöðver Sigurðsson, stofnandi Hlöllabáta, hefur tekið við rekstri Litlu kaffistofunnar, ásamt fjölskyldu sinni. En Litla kaffistofan mun brátt opna dyr sínar á ný eftir að hafa verið lokað fyrr í sumar. 15. ágúst 2021 12:13
Bílstjórar dyggustu viðskiptavinirnir Stefán Þormar Guðmundsson mun hætta rekstri Litlu kaffistofunnar á næstu vikum en hann og fjölskylda hans hafa staðið vaktina í 24 ár. Stefán verður sjötugur í mars og ætlar að segja þetta gott. 27. janúar 2016 11:00
Loka Litlu kaffistofunni í ágúst Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi. 17. júní 2021 22:21