Fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni Innlent 7.5.2024 12:58 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Innlent 7.5.2024 12:48 Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Erlent 7.5.2024 12:48 Segja „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefur sent frá sér athugasemdir vegna þess sem borgaryfirvöld kalla „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög. Villurnar snúi meðal annars að meintri leynd og verðmati á byggingarrétti. Innlent 7.5.2024 12:23 Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. Erlent 7.5.2024 12:06 SA og SSF skrifuðu undir langtímakjarasamning Í gær skrifuðu Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) undir langtímakjarasamning. Samningurinn byggir á samningnum sem undirritaður var við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði í mars. Innlent 7.5.2024 12:01 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. Innlent 7.5.2024 12:00 Stýrivextir, Eurovision og biskupskjör Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um vexti en Seðlabankinn tekur stýrivaxtaákvörðun á morgun. Innlent 7.5.2024 11:35 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. Erlent 7.5.2024 11:29 „Skítkastið var ógeðslegt“ Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. Innlent 7.5.2024 11:22 Fiskadauði í einni af mestu sjóbirtingsveiðiám landsins Vatnsþurrð er nú í Grenlæk í Landbroti sem er ein mesta sjóbirtingsveiðiá landsins. Við skoðun Hafs og vatns á svæðinu fannst mikið af dauðum sjóbirtingum en efstu hlutar árinnar eru mikilvægar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir tegundina. Innlent 7.5.2024 10:59 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Erlent 7.5.2024 10:41 Valtýr ráðinn yfirlæknir Valtýr Stefánsson Thors hefur verið ráðinn sem yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Innlent 7.5.2024 09:45 Ný nálgun Samfylkingar í orkumálum konfekt í eyrum Jóns Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun. Innlent 7.5.2024 09:27 Vilja tryggja öryggi starfsfólks í vegavinnu Öryggi starfsfólks við vegavinnu er til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar í dag. Á fundinum verður kynnt vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Innlent 7.5.2024 09:01 Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. Erlent 7.5.2024 08:59 Verðhækkanir á döner-kebab eitt helsta áhyggjuefni Þjóðverja Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur séð sig neydda til að útskýra það á samfélagsmiðlum hvers vegna það verður sífellt dýrara að kaupa sér kebab. Erlent 7.5.2024 08:41 „Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. Innlent 7.5.2024 08:38 Geimskoti Starliner var frestað í nótt Fyrirhuguðu geimskoti Starliner geimfarsins frá Boeing var frestað í nótt, tveimur tímum fyrir flugtak frá Canaveral höfða í Flórída. Erlent 7.5.2024 07:23 Segja nýjar reglur um merkingar blekkingarleik laxeldisfyrirtækja Aðgerðasinnar í Skotlandi mótmæla nú harðlega ákvörðun yfirvalda um að heimila fyrirtækjum í laxeldi að hætta að merkja vörur sínar sem „eldislax“. Erlent 7.5.2024 07:14 Skúrir og slydduél í suðlægum áttum Lægð á Grænlandshafi beinir suðlægri átt, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu, til landsins í dag. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum, en snjóéljum á fjallvegum. Veður 7.5.2024 07:12 Stillir viðtækið á alheimsdögunina Á ysta hjara veraldar hefur bandarískur stjarneðlisfræðingur komið upp því sem hann líkir við fínni gerð af bílaútvarpi til þess að finna merki um fyrstu stjörnurnar sem lýstu upp alheiminn. Fátt er vitað um þessa fyrstu kynslóð stjarna annað en að þær voru gerólíkar þeim sem mynduðust síðar. Innlent 7.5.2024 07:01 Þrír handteknir vegna vopnalagabrota og tveir vegna líkamsárásar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í Hafnarfirði í nótt fyrir vopnalagabrot. Þá eru viðkomandi sagðir hafa hunsað fyrirmæli lögreglu. Innlent 7.5.2024 06:49 Ísraelsmenn í aðgerðum í Rafah og taka yfir landamærastöðina Ísraelsher stendur nú í aðgerðum í Rafah og hefur tekið yfir landamærastöðina í borginni, sem aðskilur Egyptaland og Gasa. Landamærin virðast vera lokuð eins og er. Erlent 7.5.2024 06:40 Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. Erlent 6.5.2024 23:26 Beinagrindur og ástarsorg á Bessastöðum Tvær beinagrindur og byssukúlur eru á meðal þess sem hefur fundist við framkvæmdir við Bessastaði. Fornleifafræðingur segir aðra beinagrindina mögulega tilheyra konu sem dó úr ástarsorg. Innlent 6.5.2024 23:14 Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. Erlent 6.5.2024 23:09 Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli. Erlent 6.5.2024 23:02 Alþjóðanemar neyðist til að vinna svart á Íslandi Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) skorar á ráðherra að breyta lögum þannig að námsmenn sem koma hingað en eru frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fái atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi sínu. Í áskorun til ráðherra segir að það gæti bætt lífsgæði nemenda og geti dregið úr álagi hjá Útlendinga- og Vinnumálastofnun. Innlent 6.5.2024 22:41 „Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. Innlent 6.5.2024 21:08 « ‹ 290 291 292 293 294 295 296 297 298 … 334 ›
Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni Innlent 7.5.2024 12:58
Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Innlent 7.5.2024 12:48
Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Erlent 7.5.2024 12:48
Segja „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefur sent frá sér athugasemdir vegna þess sem borgaryfirvöld kalla „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög. Villurnar snúi meðal annars að meintri leynd og verðmati á byggingarrétti. Innlent 7.5.2024 12:23
Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. Erlent 7.5.2024 12:06
SA og SSF skrifuðu undir langtímakjarasamning Í gær skrifuðu Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) undir langtímakjarasamning. Samningurinn byggir á samningnum sem undirritaður var við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði í mars. Innlent 7.5.2024 12:01
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. Innlent 7.5.2024 12:00
Stýrivextir, Eurovision og biskupskjör Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um vexti en Seðlabankinn tekur stýrivaxtaákvörðun á morgun. Innlent 7.5.2024 11:35
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. Erlent 7.5.2024 11:29
„Skítkastið var ógeðslegt“ Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. Innlent 7.5.2024 11:22
Fiskadauði í einni af mestu sjóbirtingsveiðiám landsins Vatnsþurrð er nú í Grenlæk í Landbroti sem er ein mesta sjóbirtingsveiðiá landsins. Við skoðun Hafs og vatns á svæðinu fannst mikið af dauðum sjóbirtingum en efstu hlutar árinnar eru mikilvægar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir tegundina. Innlent 7.5.2024 10:59
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Erlent 7.5.2024 10:41
Valtýr ráðinn yfirlæknir Valtýr Stefánsson Thors hefur verið ráðinn sem yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Innlent 7.5.2024 09:45
Ný nálgun Samfylkingar í orkumálum konfekt í eyrum Jóns Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun. Innlent 7.5.2024 09:27
Vilja tryggja öryggi starfsfólks í vegavinnu Öryggi starfsfólks við vegavinnu er til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar í dag. Á fundinum verður kynnt vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Innlent 7.5.2024 09:01
Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. Erlent 7.5.2024 08:59
Verðhækkanir á döner-kebab eitt helsta áhyggjuefni Þjóðverja Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur séð sig neydda til að útskýra það á samfélagsmiðlum hvers vegna það verður sífellt dýrara að kaupa sér kebab. Erlent 7.5.2024 08:41
„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. Innlent 7.5.2024 08:38
Geimskoti Starliner var frestað í nótt Fyrirhuguðu geimskoti Starliner geimfarsins frá Boeing var frestað í nótt, tveimur tímum fyrir flugtak frá Canaveral höfða í Flórída. Erlent 7.5.2024 07:23
Segja nýjar reglur um merkingar blekkingarleik laxeldisfyrirtækja Aðgerðasinnar í Skotlandi mótmæla nú harðlega ákvörðun yfirvalda um að heimila fyrirtækjum í laxeldi að hætta að merkja vörur sínar sem „eldislax“. Erlent 7.5.2024 07:14
Skúrir og slydduél í suðlægum áttum Lægð á Grænlandshafi beinir suðlægri átt, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu, til landsins í dag. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum, en snjóéljum á fjallvegum. Veður 7.5.2024 07:12
Stillir viðtækið á alheimsdögunina Á ysta hjara veraldar hefur bandarískur stjarneðlisfræðingur komið upp því sem hann líkir við fínni gerð af bílaútvarpi til þess að finna merki um fyrstu stjörnurnar sem lýstu upp alheiminn. Fátt er vitað um þessa fyrstu kynslóð stjarna annað en að þær voru gerólíkar þeim sem mynduðust síðar. Innlent 7.5.2024 07:01
Þrír handteknir vegna vopnalagabrota og tveir vegna líkamsárásar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í Hafnarfirði í nótt fyrir vopnalagabrot. Þá eru viðkomandi sagðir hafa hunsað fyrirmæli lögreglu. Innlent 7.5.2024 06:49
Ísraelsmenn í aðgerðum í Rafah og taka yfir landamærastöðina Ísraelsher stendur nú í aðgerðum í Rafah og hefur tekið yfir landamærastöðina í borginni, sem aðskilur Egyptaland og Gasa. Landamærin virðast vera lokuð eins og er. Erlent 7.5.2024 06:40
Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. Erlent 6.5.2024 23:26
Beinagrindur og ástarsorg á Bessastöðum Tvær beinagrindur og byssukúlur eru á meðal þess sem hefur fundist við framkvæmdir við Bessastaði. Fornleifafræðingur segir aðra beinagrindina mögulega tilheyra konu sem dó úr ástarsorg. Innlent 6.5.2024 23:14
Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. Erlent 6.5.2024 23:09
Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli. Erlent 6.5.2024 23:02
Alþjóðanemar neyðist til að vinna svart á Íslandi Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) skorar á ráðherra að breyta lögum þannig að námsmenn sem koma hingað en eru frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fái atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi sínu. Í áskorun til ráðherra segir að það gæti bætt lífsgæði nemenda og geti dregið úr álagi hjá Útlendinga- og Vinnumálastofnun. Innlent 6.5.2024 22:41
„Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. Innlent 6.5.2024 21:08