Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júlí 2025 23:29 Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Unnið er að umfangsmiklum breytingum við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í Árbænum. Árbæingur segir ljóst að eftir framkvæmdirnar verði umferðartafir á svæðinu gríðarlegar og segir fleiri íbúa í hverfinu mjög áhyggjufulla. Nýlega hófust framkvæmdir við gatnamótin en á næstunni verður farið framkvæmdir við fimm gatnamót Höfðabakka til að bæta umferðaröryggi og aðgengi vegfarenda. Hingað til hafa verið þrjú framhjáhlaup á gatnamótunum. Brátt hverfa tvö þeirra á brott og í stað verða hægri beygjurnar ljósastýrðar. Ártúnsmegin hverfur fráreinin alveg, en Árbæjarmegin verður umferðarljósum komið fyrir við núverandi frárein. Borgin áætlar að afköst og þjónustustig gatnamótanna breytist ekki mikið, en því er Björn Gíslason, borgarfulltrúi og Árbæingur, ekki sammála. „Það gefur auga leið, þetta verður mjög þungt. Það eru mjög mörg fyrirtæki og stofnanir í Hálsahverfi og margir sem eru á leið í Breiðholt, Kópavog og Hafnarfjörð. Það segir sig sjálft að það verður algjör umferðarstappa hérna á Bæjarhálsinum. Áhyggjur Árbæinga eru líka, og mínar sérstaklega sem fyrrverandi slökkviliðsmaður, vegna þess að hér er slökkvistöð í Tunguhálsi. Það verður mjög erfitt fyrir þá að komast leiðar sinnar á þessum álagstímum,“ segir Björn. Fráreinin fremst á myndinni til hægri verður ljósastýrð eftir breytinguna, en fráreinin efst til hægri verður fjarlægð. Vísir/Sigurjón Hann fagnar því að það eigi að uppfæra ljósastýringabúnað við gatnamótin, en bendir á að það sé nú þegar til mun öruggari leið fyrir gangandi og hjólandi. „Það er ekki mikil umferð gangandi og hjólandi um þessi gatnamót, enda eru hér fimmtíu metrum neðar undirgöng undir Höfðabakkann sem fólk nýtir sér. Sérstaklega íbúar í Árbæ og Ártúnsholti. Það skiptir sköpum,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu undirganganna. Björn hefur rætt við fjölda íbúa í hverfinu sem hafa áhyggjur af breytingunni. „Þeir hafa áhyggjur af þessu. Þeir komast á fleiri stöðum út úr hverfinu, en þessi leið er mikið farin af Árbæingum. En ég held að það breytist eitthvað núna, menn eru farnir að skoða aðrar leiðir héðan út úr hverfinu,“ segir Björn. Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Nýlega hófust framkvæmdir við gatnamótin en á næstunni verður farið framkvæmdir við fimm gatnamót Höfðabakka til að bæta umferðaröryggi og aðgengi vegfarenda. Hingað til hafa verið þrjú framhjáhlaup á gatnamótunum. Brátt hverfa tvö þeirra á brott og í stað verða hægri beygjurnar ljósastýrðar. Ártúnsmegin hverfur fráreinin alveg, en Árbæjarmegin verður umferðarljósum komið fyrir við núverandi frárein. Borgin áætlar að afköst og þjónustustig gatnamótanna breytist ekki mikið, en því er Björn Gíslason, borgarfulltrúi og Árbæingur, ekki sammála. „Það gefur auga leið, þetta verður mjög þungt. Það eru mjög mörg fyrirtæki og stofnanir í Hálsahverfi og margir sem eru á leið í Breiðholt, Kópavog og Hafnarfjörð. Það segir sig sjálft að það verður algjör umferðarstappa hérna á Bæjarhálsinum. Áhyggjur Árbæinga eru líka, og mínar sérstaklega sem fyrrverandi slökkviliðsmaður, vegna þess að hér er slökkvistöð í Tunguhálsi. Það verður mjög erfitt fyrir þá að komast leiðar sinnar á þessum álagstímum,“ segir Björn. Fráreinin fremst á myndinni til hægri verður ljósastýrð eftir breytinguna, en fráreinin efst til hægri verður fjarlægð. Vísir/Sigurjón Hann fagnar því að það eigi að uppfæra ljósastýringabúnað við gatnamótin, en bendir á að það sé nú þegar til mun öruggari leið fyrir gangandi og hjólandi. „Það er ekki mikil umferð gangandi og hjólandi um þessi gatnamót, enda eru hér fimmtíu metrum neðar undirgöng undir Höfðabakkann sem fólk nýtir sér. Sérstaklega íbúar í Árbæ og Ártúnsholti. Það skiptir sköpum,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu undirganganna. Björn hefur rætt við fjölda íbúa í hverfinu sem hafa áhyggjur af breytingunni. „Þeir hafa áhyggjur af þessu. Þeir komast á fleiri stöðum út úr hverfinu, en þessi leið er mikið farin af Árbæingum. En ég held að það breytist eitthvað núna, menn eru farnir að skoða aðrar leiðir héðan út úr hverfinu,“ segir Björn.
Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent