Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2025 20:07 Systurnar í Lindartúni í Vestur-Landeyjum með Prins Greifa sinn en þetta eru þær frá vinstri, María Brá, Ronja Bella og Bríet Auður. Eins og sjá má er hesturinn mjög fallegur og sérstakur á litinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Liturinn á hestinum Prins Greifa í Vestur Landeyjum vekur alltaf mikla athygli en hann er Brún ýruskjóttur varblesóttur og eini hesturinn hér á landi með þannig litasamsetningu. Fréttamaður fór með eigendum hestsins, sem eru þrjár systur, út í haga til að skoða Prins Greifa en hann er gæfur og gott að umgangast hann. Litarafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellerti frá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur á Íslandi. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir hans er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. „Þetta er einhvers konar sambland frá móðurinn, hún er með sléttugen og faðirinn er ýruskjóttur og einhvern vegin kom þessi blanda frá því, Hann er tveggja vetra og hann er hér í uppeldi hjá bræðrum sínum. Við erum bara að bíða eftir því að hann verði eldri þannig að það sé hægt að byrja að temja hann og sjá hvað býr í honum,” segir Bríet Auður Baldursdóttir í Lindartúni og einn eigandi Prins Greifa Verður hann notaður, sem graðhestur eða hvað? „Já, það verður gert,” segir Bríet. Og yngri systurnar í Lindartúni eru hæst ánægðar með Prins Greifa, sem þær eiga líka í. „Okkur finnst hann alveg geggjaður og okkur finnst svo skemmtilegt hvað hann er fallegur á litinn. Svo getur hann líka orðið rosalega flottur stóðhestur alveg eins og Ellert afi sinn”, segir María Brá Baldursdóttir. Haldið þið að hann verði vinsæll stóðhestur þegar þar að kemur? „Já, við vonum það allavega, það væri rosalega skemmtilegt ef hann verður það,” segir Ronja Bella Baldursdóttir. Prins Greifi er tveggja vetra og verður notaður, sem stóðhestur á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið miklar hestastelpur? „Já, Ronja er mjög góð í hestum. Ég er ekki alveg þar en mér finnst mjög skemmtilegt að skoða hestana með systur mínum,” segir María Brá. Nokkur folöld hafa komið í heiminn á bænum í sumar. Hér er eitt þeirra að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Fréttamaður fór með eigendum hestsins, sem eru þrjár systur, út í haga til að skoða Prins Greifa en hann er gæfur og gott að umgangast hann. Litarafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellerti frá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur á Íslandi. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir hans er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. „Þetta er einhvers konar sambland frá móðurinn, hún er með sléttugen og faðirinn er ýruskjóttur og einhvern vegin kom þessi blanda frá því, Hann er tveggja vetra og hann er hér í uppeldi hjá bræðrum sínum. Við erum bara að bíða eftir því að hann verði eldri þannig að það sé hægt að byrja að temja hann og sjá hvað býr í honum,” segir Bríet Auður Baldursdóttir í Lindartúni og einn eigandi Prins Greifa Verður hann notaður, sem graðhestur eða hvað? „Já, það verður gert,” segir Bríet. Og yngri systurnar í Lindartúni eru hæst ánægðar með Prins Greifa, sem þær eiga líka í. „Okkur finnst hann alveg geggjaður og okkur finnst svo skemmtilegt hvað hann er fallegur á litinn. Svo getur hann líka orðið rosalega flottur stóðhestur alveg eins og Ellert afi sinn”, segir María Brá Baldursdóttir. Haldið þið að hann verði vinsæll stóðhestur þegar þar að kemur? „Já, við vonum það allavega, það væri rosalega skemmtilegt ef hann verður það,” segir Ronja Bella Baldursdóttir. Prins Greifi er tveggja vetra og verður notaður, sem stóðhestur á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið miklar hestastelpur? „Já, Ronja er mjög góð í hestum. Ég er ekki alveg þar en mér finnst mjög skemmtilegt að skoða hestana með systur mínum,” segir María Brá. Nokkur folöld hafa komið í heiminn á bænum í sumar. Hér er eitt þeirra að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira