Fréttir Vaka vann nauman meirihluta í Stúdentaráði Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta komst í meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í nótt. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem Vaka nær meirihluta. Samkvæmt tilkynningu frá kjörstjórn var kjörsókn um 31 prósent til Stúdentaráðs og 28 prósent til Háskólaráðs. Innlent 22.3.2024 07:55 Gular viðvaranir og slæmt ferðaveður á Vestur- og Norðurlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vestan- og norðanverðu landinu. Þær renna út á Breiðafirði og Vestfjörðum á hádegi en ekki fyrr en á morgun á Norðvestur- og Norðurlandi. Slæm færð er á vegum um land allt og víða vegir lokaðir eða á óvissustigi. Veður 22.3.2024 07:21 Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. Erlent 22.3.2024 06:58 Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. Innlent 22.3.2024 06:46 Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandins hafa komist að samkomulagi um að veita vöxtum af þeim eignum Rússa sem hafa verið frystar í refsiaðgerðum sambandsins til að fjármagna varnir Úkraínumanna. Erlent 22.3.2024 06:39 Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána „Alls ekki! Því skyldi ég gera það?“ svarar Halla Tómasdóttir athafnamanneskja og forsetaframbjóðandi ákveðið, spurð að því hvort hún hafi freistast til þess að fegra ferilskrána. Innlent 22.3.2024 06:11 Ekki útilokað að gosið endist í marga mánuði Kvikan sem safnaðist fyrir í Svartsengi flæðir nú beint upp og landri stöðvast. Jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi eldgos sambærilegt atburðum í Fagradalsfjalli. Engin merki séu um að gosið sé að minnka og það geti varað í margar vikur, jafnvel mánuði. Innlent 21.3.2024 23:45 Óvissustigi lýst yfir á Norðurlandi Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi frá klukkan 20:00 í kvöld, fimmtudag 21. mars. Innlent 21.3.2024 22:01 Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. Innlent 21.3.2024 22:00 Vildi fá ökuréttindi án þess að taka prófið og réðst á mann Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir. Innlent 21.3.2024 21:07 Nær ómöglegt að hætta við kaupin Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Innlent 21.3.2024 21:00 Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. Innlent 21.3.2024 20:17 Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Innlent 21.3.2024 19:57 Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Innlent 21.3.2024 19:38 Starfsmaðurinn á batavegi og stjórnendum brugðið Starfsmaður Bláa lónsins, sem leitaði á bráðamóttöku í gær vegna öndunarfæraeinkenna af völdum gasmengunar, er á batavegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að stjórnendum sé brugðið vegna málsins og það sé tekið alvarlega. Innlent 21.3.2024 18:45 Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. Innlent 21.3.2024 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.3.2024 18:00 Hækkun varnargarða hafin: „Þetta er ekki snjór sem bráðnar“ Vinna við hækkun varnargarða norðaustan við Grindavík er þegar hafin að sögn jarðverkfræðings. Innlent 21.3.2024 17:48 Einum til sleppt úr haldi Einum til viðbótar hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið mansalsmál. Rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir fyrir hendi. Innlent 21.3.2024 17:21 Bein útsending: Framtíð norræns samstarfs í breyttu geópólitísku landslagi Framtíð norræns samstarfs í breyttu geópólitísku landslagi er umfjöllunarefnið á málþingi í tilefni af degi Norðurlanda sem stendur frá 16:30 til 18 í dag. Innlent 21.3.2024 16:01 Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. Innlent 21.3.2024 15:45 Rúmlega þrjátíu manns dregið forsetaframboðið til baka Landskjörstjórn og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem óvart hefur stofnað til meðmælasöfnunar vegna forsetakosninga í ár þegar ætlunin var að mæla með framboði. Alls hafa um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Innlent 21.3.2024 15:37 Hraunið að færast upp á varnargarðana Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur skriðið kröftuglega fram í dag og þrýstir nú á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Mögulegt er að hraunið komist yfir garðana á næstu klukkustundum. Innlent 21.3.2024 14:48 Vökuliðar telja framboðslista Röskvu ókjörgengan Kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands fara fram þessa stundina. Meðlimir Vöku hafa sent erindi til kjörstjórnar kosninganna vegna framboðs Röskvu til stúdentaráðs, sem þeir telja ólöglegt vegna frambjóðanda sem þeir vilja meina að sé ókjörgengur. Innlent 21.3.2024 14:45 Nýjar vísbendingar í áratugagömlu íslensku morðmáli Ný vitni hafa stigið fram í áratugagömlu óupplýstu morðmáli sem vakti mikinn óhug meðal þjóðarinnar. Sigursteinn Másson, sem nú hefur einnig fengið aðgang að öllum rannsóknargögnum lögreglunnar varpar nýju ljósi á málið í nýrri þáttaröð sem hefur göngu sína í kvöld. Innlent 21.3.2024 14:18 Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. Erlent 21.3.2024 14:12 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamning við SA Félagsmenn VR hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. Samningurinn var samþykktur með 78,56 prósent atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag. Innlent 21.3.2024 14:00 Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. Innlent 21.3.2024 13:26 Íslenskur morðingi nú grunaður um brot gegn barni Íslendingurinn Daníel Gunnarsson, sem var á síðasta ári sakfelldur fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum, er nú grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Erlent 21.3.2024 13:21 Lönduðu eldsnemma í morgun þrátt fyrir eldgosið Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé. Innlent 21.3.2024 12:24 « ‹ 283 284 285 286 287 288 289 290 291 … 334 ›
Vaka vann nauman meirihluta í Stúdentaráði Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta komst í meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í nótt. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem Vaka nær meirihluta. Samkvæmt tilkynningu frá kjörstjórn var kjörsókn um 31 prósent til Stúdentaráðs og 28 prósent til Háskólaráðs. Innlent 22.3.2024 07:55
Gular viðvaranir og slæmt ferðaveður á Vestur- og Norðurlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vestan- og norðanverðu landinu. Þær renna út á Breiðafirði og Vestfjörðum á hádegi en ekki fyrr en á morgun á Norðvestur- og Norðurlandi. Slæm færð er á vegum um land allt og víða vegir lokaðir eða á óvissustigi. Veður 22.3.2024 07:21
Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. Erlent 22.3.2024 06:58
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. Innlent 22.3.2024 06:46
Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandins hafa komist að samkomulagi um að veita vöxtum af þeim eignum Rússa sem hafa verið frystar í refsiaðgerðum sambandsins til að fjármagna varnir Úkraínumanna. Erlent 22.3.2024 06:39
Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána „Alls ekki! Því skyldi ég gera það?“ svarar Halla Tómasdóttir athafnamanneskja og forsetaframbjóðandi ákveðið, spurð að því hvort hún hafi freistast til þess að fegra ferilskrána. Innlent 22.3.2024 06:11
Ekki útilokað að gosið endist í marga mánuði Kvikan sem safnaðist fyrir í Svartsengi flæðir nú beint upp og landri stöðvast. Jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi eldgos sambærilegt atburðum í Fagradalsfjalli. Engin merki séu um að gosið sé að minnka og það geti varað í margar vikur, jafnvel mánuði. Innlent 21.3.2024 23:45
Óvissustigi lýst yfir á Norðurlandi Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi frá klukkan 20:00 í kvöld, fimmtudag 21. mars. Innlent 21.3.2024 22:01
Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. Innlent 21.3.2024 22:00
Vildi fá ökuréttindi án þess að taka prófið og réðst á mann Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir. Innlent 21.3.2024 21:07
Nær ómöglegt að hætta við kaupin Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Innlent 21.3.2024 21:00
Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. Innlent 21.3.2024 20:17
Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Innlent 21.3.2024 19:57
Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Innlent 21.3.2024 19:38
Starfsmaðurinn á batavegi og stjórnendum brugðið Starfsmaður Bláa lónsins, sem leitaði á bráðamóttöku í gær vegna öndunarfæraeinkenna af völdum gasmengunar, er á batavegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að stjórnendum sé brugðið vegna málsins og það sé tekið alvarlega. Innlent 21.3.2024 18:45
Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. Innlent 21.3.2024 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.3.2024 18:00
Hækkun varnargarða hafin: „Þetta er ekki snjór sem bráðnar“ Vinna við hækkun varnargarða norðaustan við Grindavík er þegar hafin að sögn jarðverkfræðings. Innlent 21.3.2024 17:48
Einum til sleppt úr haldi Einum til viðbótar hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið mansalsmál. Rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir fyrir hendi. Innlent 21.3.2024 17:21
Bein útsending: Framtíð norræns samstarfs í breyttu geópólitísku landslagi Framtíð norræns samstarfs í breyttu geópólitísku landslagi er umfjöllunarefnið á málþingi í tilefni af degi Norðurlanda sem stendur frá 16:30 til 18 í dag. Innlent 21.3.2024 16:01
Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. Innlent 21.3.2024 15:45
Rúmlega þrjátíu manns dregið forsetaframboðið til baka Landskjörstjórn og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem óvart hefur stofnað til meðmælasöfnunar vegna forsetakosninga í ár þegar ætlunin var að mæla með framboði. Alls hafa um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Innlent 21.3.2024 15:37
Hraunið að færast upp á varnargarðana Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur skriðið kröftuglega fram í dag og þrýstir nú á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Mögulegt er að hraunið komist yfir garðana á næstu klukkustundum. Innlent 21.3.2024 14:48
Vökuliðar telja framboðslista Röskvu ókjörgengan Kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands fara fram þessa stundina. Meðlimir Vöku hafa sent erindi til kjörstjórnar kosninganna vegna framboðs Röskvu til stúdentaráðs, sem þeir telja ólöglegt vegna frambjóðanda sem þeir vilja meina að sé ókjörgengur. Innlent 21.3.2024 14:45
Nýjar vísbendingar í áratugagömlu íslensku morðmáli Ný vitni hafa stigið fram í áratugagömlu óupplýstu morðmáli sem vakti mikinn óhug meðal þjóðarinnar. Sigursteinn Másson, sem nú hefur einnig fengið aðgang að öllum rannsóknargögnum lögreglunnar varpar nýju ljósi á málið í nýrri þáttaröð sem hefur göngu sína í kvöld. Innlent 21.3.2024 14:18
Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. Erlent 21.3.2024 14:12
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamning við SA Félagsmenn VR hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. Samningurinn var samþykktur með 78,56 prósent atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag. Innlent 21.3.2024 14:00
Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. Innlent 21.3.2024 13:26
Íslenskur morðingi nú grunaður um brot gegn barni Íslendingurinn Daníel Gunnarsson, sem var á síðasta ári sakfelldur fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum, er nú grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Erlent 21.3.2024 13:21
Lönduðu eldsnemma í morgun þrátt fyrir eldgosið Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé. Innlent 21.3.2024 12:24