Fréttir

Stakk bekkjar­systur fyrir Slender Man og losnar ekki af geð­deild

Ung kona sem stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2014, til að ganga í augun á skáldaðri internet-persónu sem kallast Slender Man, má ekki ganga laus. Dómari segir að hún verði áfram vistuð á geðsjúkrahúsi, þar sem hún hefur verið um árabil, þrátt fyrir að geðlæknar hafi sagt hana geta snúið aftur út í samfélagið, með ákveðnum skilyrðum.

Erlent

Her­skátt mynd­band Ást­þórs vekur at­hygli

Nú er tekið að hitna í baráttunni um Bessastaði og ljóst að Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ætlar ekki að hverfa úr þeirri baráttu hægt og hljótt. Óhætt er að segja að nýtt myndband Ástþórs hafi vakið athygli þar sem tónlist Hatara hljómar undir í ósátt hljómsveitarinnar.

Innlent

Katrín af­salar sér bið­launum á meðan for­seta­slag stendur

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra.

Innlent

„Lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“

Parkinson-sjúkdómurinn er þannig að hann „lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“, segir fjölmiðlamaðurinn Jeremy Paxman. Ummælin lét hann falla er hann afhenti stjórnvöldum áskorun um að ráðast í átak til að bæta þjónustu vegna sjúkdómsins.

Erlent

Réttar­höldin sem skóku Banda­ríkin

Greint var frá andláti sakbornings eins eftirminnilegasta dómsmáls bandarískrar réttarsögu í gær. Orenthal James Simpson, betur þekktur sem OJ Simpson, lést 76 ára gamall í faðmi fjölskyldu sinnar. Banamein OJ var krabbamein sem hann hafði glímt við í nokkur ár.

Erlent

Víða dá­lítil snjó­koma eða él

Gera má ráð fyrir norðan kalda eða stinningskalda og dálitlum éljum eða snjókomu í dag, en þurrt að kalla suðvestanlands. Það mun lægja smám saman þegar líður á daginn og styttir víða upp. Kólnar svo í veðri með kvöldinu.

Veður

Gunn­laugur Rögn­valds­son er látinn

Gunnlaugur Rögnvaldsson, blaðamaður og ljósmyndari, er látinn. Hann lést síðastliðinn þriðjudag, 62 ára að aldri. Gunnlaugur var meðal annars þekktur fyrir umfjöllun sína um Formúlu 1 og aðrar aktursíþróttir hér á landi og stýrði þáttum og lýsti keppnum í sjónvarpi.

Innlent

Ekki lengur kátt á Klambra

Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum.

Innlent

Sjálfs­ævi­saga Naval­ní væntan­leg í haust

Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum.

Erlent

Allir samningar í höfn til að koma upp neyslurými í Borgar­túni

Ekkert er því til fyrirstöðu að koma upp neyslurými í Borgartúni, eins og stefnt hefur verið að um nokkra hríð. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum segir aðstæður vímuefnanotenda hafa versnað síðustu mánuði eftir að eina neyslurými landsins var lokað. Þetta sé því mikið fagnaðarefni.

Innlent

Hjól rúllaði undan strætó í Hlíðunum

Engan sakaði þegar hjól rúllaði undan strætisvagni á ferð í Hamrahlíð í Reykjavík í kvöld. Hjólið rúllaði niður götuna og staðnæmdist á hringtorgi í Lönguhlíð. Farþegi segir bílstjóra, farþegum og öðrum vegfarendum hafa verið stefnt í hættu.

Innlent

„Þetta stappar nærri spillingu“

Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá.

Innlent

Fram­boð Katrínar tekur á sig mynd

Aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttir þegar hún var forsætisráðherra verður kosningastjóri forsetaframboðs hennar sem er nú byrjað að taka á sig mynd. Kosningastjóri Vinstri grænna í Reykjavík í síðustu þingkosningum verður samskiptastjóri framboðsins.

Innlent

Höfðu af­skipti af barnaníðingi í Dalslaug

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af dæmd­um barn­aníðingi í Dals­laug í Úlfarsár­dal fyrr í dag. Maðurinn sótti laugina á skólatíma og var lögregla kölluð á vettvang.

Innlent

Fjöl­nota í­þrótta­hús KR á leið í út­boð

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar.

Innlent

Þrjár stúlkur læstar inni og beittar of­beldi

Þrjár týndar táningsstúlkur flúðu á dögunum úr húsi í Svíþjóð þar sem þeim hafði verið haldið um mánaða skeið. Lögreglan hefur lítið viljað segja um málið annað en að það sé til rannsóknar.

Erlent

Vill herja á Trump vegna þungunarrofs

Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð.

Erlent

Lausnar­gjaldið ó­greitt en gögnin hvergi að sjá

Háskólinn í Reykjavík hefur enn ekki greitt lausnargjald fyrir gögn sem stolið var af rússneskum hakkarahópi í byrjun árs. Þrátt fyrir það hafa gögnin ekki verið birt. Lektor í tölvunarfræði segir þetta óvenjulegt fyrir hópinn en fleiri íslensk fyrirtæki hafi lent í því sama.

Innlent