Fréttir

Katrín á toppnum um allt land

Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Innlent

Opna mið­stöð fyrir palestínsk börn

Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl.

Innlent

Eigin­maður Stur­geon á­kærður fyrir fjár­drátt

Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra.

Erlent

Mynd­band sýnir þjófana í Hamra­borg hafa lítið fyrir hlutunum

Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn.

Innlent

Mynd­skeið úr Hamra­borg og maður sem heyrir liti með loft­neti

Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Við fjöllum um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

John­son í erfiðri stöðu

Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið.

Erlent

Mynd­band af þjófunum í Hamra­borg í fréttum Stöðvar 2

24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

Út­sendarar Rússa sakaðir um skipu­lagningu á­rása í Þýska­landi

Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu.

Erlent

Kjarnorkuknúinn kaf­bátur í stuttri heim­sókn

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS New Hampshire, er í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Þór fylgir kafbátnum um landhelgina og í Stakksfjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.

Innlent

Halda and­litinu í skólanum en hrynja niður heima

Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör.

Innlent

Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að líf­rænum sam­eindum á Títan

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs.

Erlent

Sendi ösku í allt að þriggja kíló­metra hæð

Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna.

Erlent

Dæmdur fyrir á­rásina í Úlfarsárdal

Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum.

Innlent

Katrín leiðir og hefur töl­fræði­lega mark­tækt for­skot á Baldur

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi.

Innlent