Fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Minnst 74 eru taldir af eftir loftárás Bandaríkjahers á eldsneytisgeymslur Húta við Ras Isa höfnina í Jemen í morgun. Árásin er sú mannskæðasta síðan herinn hóf að auka árásir á herstöðvar Húta í fyrra. Erlent 19.4.2025 00:02 Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. Erlent 18.4.2025 23:02 „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. Innlent 18.4.2025 22:01 Stígvél og tækniframfarir Forstjóri RARIK segir að fyrirtækið sé að upplifa mestu tækniframfarir frá því að stígvélin voru fundin upp með gervigreindinni, sem nýtist vel við stýringu á kerfum fyrirtækisins og þjónustu við viðskiptavini. Hjá RARIK starfa um 220 manns á 19 starfsstöðvum út um allt land. Innlent 18.4.2025 20:37 Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. Erlent 18.4.2025 19:55 Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. Erlent 18.4.2025 19:25 Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta dósent við Columbia-háskóla. Innlent 18.4.2025 18:23 Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Innlent 18.4.2025 18:23 Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Bresk systkini á sextugs- og sjötugsaldri létust þegar kláfferja hrapaði til jarðar við fjallið Minre Faito nærri borginni Napólí á Ítalíu í gær. Erlent 18.4.2025 17:46 Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Hamas hefur hafnað nýjustu tillögu Ísrael um vopnahlé. Forsvarsmenn Hamas segjast þó tilbúnir að ræða annan samning sem feli í sér endalok stríðsins og frelsi allra gísla í þeirra haldi gegn því að palestínskum föngum verði sleppt. 37, flestir óbreyttir borgarar, létust í árásum Ísraelshers á tjaldbúðir. Erlent 18.4.2025 16:24 „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. Innlent 18.4.2025 15:21 „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Ráðið gagnrýnir meðal annars að því sé gert ókleyft að uppfylla lögbundið hlutverk sitt vegna nýs verklags, og þá er áhyggjum lýst af því að boðaðar breytingar á örorku- og ellilífeyrisbótakerfinu geri bótaþegum hærra undir höfði en launþegum. Innlent 18.4.2025 14:57 Háholt sett aftur á sölu Fyrrum meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er aftur komið á sölu eftir að kaupanda byggingarinnar tókst ekki að sýna fram á fjármögnun. Innlent 18.4.2025 14:07 Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á stofnun spítala til aðstoðar hjúkrunarfólks á stofnuninni. Innlent 18.4.2025 13:37 Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa skipað lagaprófessor til að gera lagalega úttekt á Helsingforssamningnum, samstarfssamning Norðurlandanna. Markmiðið er að skoða lagaleg áhrif sem hugsanleg breyting kynni að hafa. Hugsanlega breytingin varðar aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Erlent 18.4.2025 11:54 Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Rætt verður við fjármálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar, en hann tekur undir með fjármálaráði að það sé óheppilegt að fjármálastefna og fjármálaáætlun séu samtímis til umfjöllunar á Alþingi. Innlent 18.4.2025 11:49 Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. Erlent 18.4.2025 10:54 „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Fjórtán prósenta aukning er á nýjum leigusamningum á milli ára en rúmlega 4500 nýir samningar hafa verið teknir í gildi á fyrsta ársfjórðungi. Flesta íbúðir í eigu stórtæktra íbúðareigenda á höfuðborgarsvæðinu má finna í Reykjavík en þar er jafnframt lægra leiguverð. Innlent 18.4.2025 10:33 Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. Erlent 18.4.2025 09:23 Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Í dag verður fremur hæg breytileg átt á landinu, en norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu á Austfjörðum fram eftir degi. Norðaustan 3 til 8 metrar á sekúndu. Yfirleitt bjart, en skýjað og stöku smáél norðaustantil en léttir í kvöld. Hiti 3 til 9 stig yfir hádaginn, en nálægt frostmarki norðaustantil. Veður 18.4.2025 07:59 Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Innlent 18.4.2025 07:36 Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi tugi, jafnvel hundruð barna vekja hjá sér ugg. Innlent 17.4.2025 23:44 Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Tveir létu lífið og sex særðust í skotárás sem gerð var á ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglumönnum og handtekinn í framhaldinu. Erlent 17.4.2025 22:30 Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. Innlent 17.4.2025 22:27 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. Innlent 17.4.2025 20:55 Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Selfyssingar hafa nú eignast sitt eigið menningarhús en það er 73 ára gömul grænmetis- og kartöflugeymsla, sem hefur verið breytt í glæsilegt húsnæði undir fjölbreytt menningarstarf. Magnús Hlynur var viðstaddur formlega opnun hússins. Innlent 17.4.2025 20:54 Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Fjórir eru látnir og einn alvarlega slasaður eftir að kláfferja féll til jarðar nærri Napólí í suðurhluta Ítalíu í dag. Erlent 17.4.2025 19:24 Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. Innlent 17.4.2025 19:14 Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi jafnvel hundruð barna vera áhyggjuefni. Innlent 17.4.2025 18:26 Háværar framkvæmdir stöðvaðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvisvar sinnum í dag afskipti af einstaklingum vegna háværra framkvæmda. Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru lögum samkvæmt bannaðar á helgidögum. Innlent 17.4.2025 18:01 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 334 ›
Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Minnst 74 eru taldir af eftir loftárás Bandaríkjahers á eldsneytisgeymslur Húta við Ras Isa höfnina í Jemen í morgun. Árásin er sú mannskæðasta síðan herinn hóf að auka árásir á herstöðvar Húta í fyrra. Erlent 19.4.2025 00:02
Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. Erlent 18.4.2025 23:02
„Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. Innlent 18.4.2025 22:01
Stígvél og tækniframfarir Forstjóri RARIK segir að fyrirtækið sé að upplifa mestu tækniframfarir frá því að stígvélin voru fundin upp með gervigreindinni, sem nýtist vel við stýringu á kerfum fyrirtækisins og þjónustu við viðskiptavini. Hjá RARIK starfa um 220 manns á 19 starfsstöðvum út um allt land. Innlent 18.4.2025 20:37
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. Erlent 18.4.2025 19:55
Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. Erlent 18.4.2025 19:25
Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta dósent við Columbia-háskóla. Innlent 18.4.2025 18:23
Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Innlent 18.4.2025 18:23
Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Bresk systkini á sextugs- og sjötugsaldri létust þegar kláfferja hrapaði til jarðar við fjallið Minre Faito nærri borginni Napólí á Ítalíu í gær. Erlent 18.4.2025 17:46
Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Hamas hefur hafnað nýjustu tillögu Ísrael um vopnahlé. Forsvarsmenn Hamas segjast þó tilbúnir að ræða annan samning sem feli í sér endalok stríðsins og frelsi allra gísla í þeirra haldi gegn því að palestínskum föngum verði sleppt. 37, flestir óbreyttir borgarar, létust í árásum Ísraelshers á tjaldbúðir. Erlent 18.4.2025 16:24
„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. Innlent 18.4.2025 15:21
„Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Ráðið gagnrýnir meðal annars að því sé gert ókleyft að uppfylla lögbundið hlutverk sitt vegna nýs verklags, og þá er áhyggjum lýst af því að boðaðar breytingar á örorku- og ellilífeyrisbótakerfinu geri bótaþegum hærra undir höfði en launþegum. Innlent 18.4.2025 14:57
Háholt sett aftur á sölu Fyrrum meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er aftur komið á sölu eftir að kaupanda byggingarinnar tókst ekki að sýna fram á fjármögnun. Innlent 18.4.2025 14:07
Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á stofnun spítala til aðstoðar hjúkrunarfólks á stofnuninni. Innlent 18.4.2025 13:37
Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa skipað lagaprófessor til að gera lagalega úttekt á Helsingforssamningnum, samstarfssamning Norðurlandanna. Markmiðið er að skoða lagaleg áhrif sem hugsanleg breyting kynni að hafa. Hugsanlega breytingin varðar aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Erlent 18.4.2025 11:54
Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Rætt verður við fjármálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar, en hann tekur undir með fjármálaráði að það sé óheppilegt að fjármálastefna og fjármálaáætlun séu samtímis til umfjöllunar á Alþingi. Innlent 18.4.2025 11:49
Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. Erlent 18.4.2025 10:54
„Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Fjórtán prósenta aukning er á nýjum leigusamningum á milli ára en rúmlega 4500 nýir samningar hafa verið teknir í gildi á fyrsta ársfjórðungi. Flesta íbúðir í eigu stórtæktra íbúðareigenda á höfuðborgarsvæðinu má finna í Reykjavík en þar er jafnframt lægra leiguverð. Innlent 18.4.2025 10:33
Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. Erlent 18.4.2025 09:23
Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Í dag verður fremur hæg breytileg átt á landinu, en norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu á Austfjörðum fram eftir degi. Norðaustan 3 til 8 metrar á sekúndu. Yfirleitt bjart, en skýjað og stöku smáél norðaustantil en léttir í kvöld. Hiti 3 til 9 stig yfir hádaginn, en nálægt frostmarki norðaustantil. Veður 18.4.2025 07:59
Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Innlent 18.4.2025 07:36
Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi tugi, jafnvel hundruð barna vekja hjá sér ugg. Innlent 17.4.2025 23:44
Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Tveir létu lífið og sex særðust í skotárás sem gerð var á ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglumönnum og handtekinn í framhaldinu. Erlent 17.4.2025 22:30
Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. Innlent 17.4.2025 22:27
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. Innlent 17.4.2025 20:55
Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Selfyssingar hafa nú eignast sitt eigið menningarhús en það er 73 ára gömul grænmetis- og kartöflugeymsla, sem hefur verið breytt í glæsilegt húsnæði undir fjölbreytt menningarstarf. Magnús Hlynur var viðstaddur formlega opnun hússins. Innlent 17.4.2025 20:54
Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Fjórir eru látnir og einn alvarlega slasaður eftir að kláfferja féll til jarðar nærri Napólí í suðurhluta Ítalíu í dag. Erlent 17.4.2025 19:24
Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. Innlent 17.4.2025 19:14
Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi jafnvel hundruð barna vera áhyggjuefni. Innlent 17.4.2025 18:26
Háværar framkvæmdir stöðvaðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvisvar sinnum í dag afskipti af einstaklingum vegna háværra framkvæmda. Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru lögum samkvæmt bannaðar á helgidögum. Innlent 17.4.2025 18:01