Fréttir

„Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“

„Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést.

Innlent

Hnífamaðurinn þrí­tugur Ís­lendingur

Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta.

Innlent

Lands­réttur snýr frá­vísuninni við

Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls.

Innlent

Stað­festa skipun Ruttes

Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO.

Erlent

Mið­flokkurinn nartar í hæla Sjálf­stæðis­flokksins

Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra.

Innlent

Aðal­með­ferð í Bátavogsmálinu hafin

Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september síðasta árs, hófst í dag. Gert er ráð fyrir því að aðalmeðferðin taki þrjá daga og meðal gagna í málinu eru myndskeið þar sem sjá má og heyra Dagbjörtu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum.

Innlent

Hæg­viðri og lítils­háttar skúrir

Í dag er útlit fyrir fremur rólegt veður. Hægviðri og lítilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti víða verður á bilinu 10 til 17 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á morgun nálgast lægð landið úr suðri. Áttin verður norðlægari, víða gola eða blástur, og kólnar heldur norðan- og austantil.

Veður

Assange frjáls og á leið til Ástralíu

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er nú frjáls maður og er á leið til Canberra í Ástralíu. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar. Assange játaði að hafa brotið á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. 

Erlent

Fjórir hand­teknir við heimili Rishi Sunak

Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi.

Erlent

Milljón í máls­kostnað út af 50 þúsund kalli

Félag hefur í héraði verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 55.675 krónur í vangoldin laun, auk vaxta, vegna tveggja veikindadaga. Nokkru hærri er upphæð málskostnaðar sem félaginu var gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi, eða rúmlega milljón krónur. 

Innlent

Goð­sögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flug­rekstur

Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr.

Innlent

Breska konungs­fjöl­skyldan og hjón í Njarð­vík

Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu.

Innlent

Cool­bet á­berandi í úti­legu Verzlinga

Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda.

Innlent

Grunuðu nánast fjöru­tíu staði um man­sal og vændis­starf­semi

Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi

Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum.

Veður

Grá­sleppu­sjó­menn hafi lengi kallað eftir kvóta­setningu

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, segir tilgang grásleppukvótasetningarinnar fyrst og fremst vera að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem veiðarnar stunda. Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir því að þetta verði gert. Bátum við grásleppuveiðar hafi fækkað mikið á stuttum tíma undanfarin ár, og nýliðun í greininni sé ekki mikil.

Innlent

Fjór­tán að­gerðir gegn of­beldi meðal barna

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Innlent