Fréttir

Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi

Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með.

Innlent

Flýgur þyrlunni á mynd­bandinu og braut engar reglur

Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 

Innlent

Engar nýjar vís­bendingar borist lög­reglu

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hamraborgarmálinu svokallaða stendur enn yfir. Engar nýjar vísbendingar eða upplýsingar hafa borist og hefur sá sem handtekinn var nokkrum vikum eftir þjófnaðinn enn einn stöðu sakbornings í málinu.

Innlent

Engin gosmóða í dag

Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt og ekki má búast við gosmóðu yfir suðvesturhorninu í dag.

Innlent

Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur

Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu.

Innlent

Full­viss að Guð­rún standi með sér

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segist fullviss um að dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að hann verði tímabundið leystur frá störfum.

Innlent

„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“

Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið.

Innlent

Katrín tekur sæti í há­skóla­ráði HÍ

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefur tekið sæti í háskólaráði Háskóla Íalands til næstu tveggja ára. Meðal verkefna háskólaráðs er að marka heildarstefnu í málefnum háskólans og setja reglur um starfsemi háskólans á grundvelli laga. Þá fer háskólaráð með úrskurðarvald í málefnum skólans.

Innlent

Tveir drengir grófust undir sandi í Dan­mörku og létust

Tveir þýskir drengir, níu ára og tólf ára, sem grófust undir sandi í fjöru á Jótlandi í Danmörku í gær hafa verið úrskurðaðir látnir. Drengirnir höfðu grafið helli í sandbakka á svæðinu og voru í honum þegar hann hrundi. Þeir voru grafnir í sandinum í um 40 mínútur.

Erlent

Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir

Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent

Neyðarkassinn eigi að skapa ró

Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 

Innlent

Ung­menni með hníf í skólanum

Tilkynnt var um ungmenni með hníf í skólanum á lögreglustöð 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Málið var afgreitt með foreldrum, barnavernd og lögreglu.

Innlent

Hafnar því að nokkuð sak­næmt sé í greininni um MAST

Ester Hilmarsdóttir hafnar því alfarið að nokkuð saknæmt sé að finna í skrifum hennar um „glyðrugang eftirlitsstofnana“ en forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn hennar hafa kært ummælin til Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Greint var frá því fyrr í dag.

Innlent