Fréttir Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. Innlent 10.12.2024 23:02 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. Erlent 10.12.2024 22:10 Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, féll í gólfið í hádegispásu öldungaþingsins í bandaríska þinghúsinu í dag. Erlent 10.12.2024 20:10 Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. Innlent 10.12.2024 19:35 Viku frestur til að kæra kosningarnar Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum. Innlent 10.12.2024 19:31 Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Gífurleg endurnýjun hefur átt sér stað á Alþingi í undanförnum tveimur kosningum. Á nýkjörnu þingi verða einungis tuttugu þingmenn sem setið hafa meira lengur en eitt kjörtímabil á Alþingi. Innlent 10.12.2024 19:31 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. Erlent 10.12.2024 19:31 Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. Innlent 10.12.2024 19:23 Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Innlent 10.12.2024 18:45 Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. Innlent 10.12.2024 18:33 Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Afkoma ríkissjóðs er mun verri en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir og hallalaus fjárlög ekki inn í myndinni samkvæmt fjármálaáætlun hennar. Formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu hafa áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.12.2024 18:01 Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. Innlent 10.12.2024 17:01 Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Innlent 10.12.2024 16:31 Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. Erlent 10.12.2024 15:38 Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Erlent 10.12.2024 15:01 Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi. Innlent 10.12.2024 14:56 Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Langoftast var strikað yfir þau Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Bjarna Benediktsson í Suðvesturkjördæmi. Þau eru þau einu sem meira en þrjú prósent kjósenda lista strikuðu yfir í kjördæminu. Innlent 10.12.2024 14:48 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. Innlent 10.12.2024 13:46 „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Talsmaður Heidelberg segir að fyrirtækið hafi nú þegar eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið sé vonbrigði. Sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Bæjarstjóri Ölfuss fagnar að niðurstaðan sé trúverðug. Innlent 10.12.2024 13:16 Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Innlent 10.12.2024 13:06 Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Erlent 10.12.2024 13:02 „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Innlent 10.12.2024 12:32 Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Geir Elí Bjarnason hefur verið dæmdur til 27 mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot með því að framleiða kannabisefni. Um er að ræða tvö mál, annars vegar kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi, sem er miðlægur í Saltdreifaramálinu svokallaða, og hins vegar kannabisræktun á öðrum sveitabæ. Fimm aðrir hafa hlotið dóm í síðara málinu. Innlent 10.12.2024 12:31 Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið. Innlent 10.12.2024 12:08 Hundarnir áttu ekki að vera saman Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar. Innlent 10.12.2024 12:03 Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Þrír vinnuhópar flokkanna þriggja sem reyna með sér stjórnarmyndun taka til starfa í dag og formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda sömuleiðis áfram að ræða málin. Innlent 10.12.2024 11:45 Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndun þeirra þriggja flokka sem nú sitja í málefnahópum til þess að finna flöt á ríkisstjórnarsamstarfi. Innlent 10.12.2024 11:39 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. Innlent 10.12.2024 11:19 Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Í dag eru um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu afhendingarskyldra aðila ríkisins, þau voru 106.000 árið 2021. Umfangið hefur minnkað um 42 prósent. Helstu niðurstöður nýrrar eftirlitskönnunarinnar Þjóðskjalasafnsins eru að skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins fari áfram batnandi. Í fyrsta skipti mælist fjórtán afhendingarskyldir aðilar á þroskastigi 4 sem væri skilgreint sem fyrirmyndar skjalavarsla og skjalastjórn. Innlent 10.12.2024 10:51 Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Erlent 10.12.2024 10:35 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 334 ›
Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. Innlent 10.12.2024 23:02
Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. Erlent 10.12.2024 22:10
Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, féll í gólfið í hádegispásu öldungaþingsins í bandaríska þinghúsinu í dag. Erlent 10.12.2024 20:10
Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. Innlent 10.12.2024 19:35
Viku frestur til að kæra kosningarnar Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum. Innlent 10.12.2024 19:31
Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Gífurleg endurnýjun hefur átt sér stað á Alþingi í undanförnum tveimur kosningum. Á nýkjörnu þingi verða einungis tuttugu þingmenn sem setið hafa meira lengur en eitt kjörtímabil á Alþingi. Innlent 10.12.2024 19:31
„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. Erlent 10.12.2024 19:31
Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. Innlent 10.12.2024 19:23
Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Innlent 10.12.2024 18:45
Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. Innlent 10.12.2024 18:33
Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Afkoma ríkissjóðs er mun verri en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir og hallalaus fjárlög ekki inn í myndinni samkvæmt fjármálaáætlun hennar. Formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu hafa áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.12.2024 18:01
Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. Innlent 10.12.2024 17:01
Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Innlent 10.12.2024 16:31
Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. Erlent 10.12.2024 15:38
Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Erlent 10.12.2024 15:01
Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi. Innlent 10.12.2024 14:56
Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Langoftast var strikað yfir þau Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Bjarna Benediktsson í Suðvesturkjördæmi. Þau eru þau einu sem meira en þrjú prósent kjósenda lista strikuðu yfir í kjördæminu. Innlent 10.12.2024 14:48
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. Innlent 10.12.2024 13:46
„Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Talsmaður Heidelberg segir að fyrirtækið hafi nú þegar eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið sé vonbrigði. Sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Bæjarstjóri Ölfuss fagnar að niðurstaðan sé trúverðug. Innlent 10.12.2024 13:16
Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Innlent 10.12.2024 13:06
Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Erlent 10.12.2024 13:02
„Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Innlent 10.12.2024 12:32
Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Geir Elí Bjarnason hefur verið dæmdur til 27 mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot með því að framleiða kannabisefni. Um er að ræða tvö mál, annars vegar kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi, sem er miðlægur í Saltdreifaramálinu svokallaða, og hins vegar kannabisræktun á öðrum sveitabæ. Fimm aðrir hafa hlotið dóm í síðara málinu. Innlent 10.12.2024 12:31
Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið. Innlent 10.12.2024 12:08
Hundarnir áttu ekki að vera saman Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar. Innlent 10.12.2024 12:03
Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Þrír vinnuhópar flokkanna þriggja sem reyna með sér stjórnarmyndun taka til starfa í dag og formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda sömuleiðis áfram að ræða málin. Innlent 10.12.2024 11:45
Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndun þeirra þriggja flokka sem nú sitja í málefnahópum til þess að finna flöt á ríkisstjórnarsamstarfi. Innlent 10.12.2024 11:39
BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. Innlent 10.12.2024 11:19
Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Í dag eru um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu afhendingarskyldra aðila ríkisins, þau voru 106.000 árið 2021. Umfangið hefur minnkað um 42 prósent. Helstu niðurstöður nýrrar eftirlitskönnunarinnar Þjóðskjalasafnsins eru að skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins fari áfram batnandi. Í fyrsta skipti mælist fjórtán afhendingarskyldir aðilar á þroskastigi 4 sem væri skilgreint sem fyrirmyndar skjalavarsla og skjalastjórn. Innlent 10.12.2024 10:51
Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Erlent 10.12.2024 10:35