Fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Stúlka á leikskólaaldri og móðir hennar eru alvarlega særðar eftir að sprengingu á heimili þeirra í Tumba, úthverfi Stokkhólms í gærkvöldi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengingarinnar en ekki er talið að mæðgurnar hafi verið skotmark hennar. Erlent 28.4.2025 11:06 Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra bréf með áskorun um að endurskoða skipan í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að tryggja að fagleg hæfni og sérmenntun á sviði mannvirkjagerðar fái raunverulegt vægi við ákvarðanatöku í þessum mikilvæga málaflokki. Innlent 28.4.2025 11:04 Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist tilkynning um hópnauðgun um páskana. Frásögn af ætlaðri hópnauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku gengur nú sem eldur í sinu á Internetinu. Innlent 28.4.2025 10:51 Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. Erlent 28.4.2025 10:17 Nýtt met slegið í fjölda giftinga Af þeim 5.546 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í þjóðskrá árið 2024 gengu 48,8 prósent í hjúskap hjá Sýslumönnum, 31,2 prósent hjá Þjóðkirkjunni, 10,3 prósent hjá öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum og 9,7 prósent erlendis. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár. Innlent 28.4.2025 09:22 Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Benedikt Erlingsson leikstjóri telur undanbrögð Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra hvað varðar þátttöku Íslands í Eurovision grátleg. Hann segir þátttöku RÚV þar vera til marks um samþykki þjóðarmorðs. Innlent 28.4.2025 09:21 Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á sviði miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot eigi að vera þyngri. Þá telur hann að bæði lögregla og pólitík eigi að taka betur tillit til öryggistilfinningar almennings. Mikilvægt sé að gæta að rétti grunaðra en á sama tíma þurfi að taka vel utan um þolendur. Innlent 28.4.2025 08:46 Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Eva Rós Ólafsdóttir félagsráðgjafi mun taka við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace þann 1. júní næstkomandi af stofnanda þess og fyrrverandi framkvæmdastjóra, Sigurþóru Bergsdóttur. Innlent 28.4.2025 08:05 Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Kai-Ji Adam Lo, þrítugur karlmaður, hefur verið ákærður fyrir að drepa átta manns þegar hann ók bíl inn í hóp fólks á laugardag á götuhátíð í kanadísku borginni Vancouver um helgina. Ellefu eru látin og tugir slösuð. Erlent 28.4.2025 07:33 Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag og að gangi á með skúrum sunnan- og vestanlands. Veður 28.4.2025 07:18 Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Lögmaður aðstandenda Sólons heitins Guðmundssonar fer hörðum orðum um Icelandair, sem hann segir ekki hafa tekið með réttum hætti á einelti í garð Sólons á vinnustaðnum. Icelandair hafi stillt honum upp við vegg og hann sagt upp störfum í kjölfarið. Tveimur dögum síðar svipti Sólon sig lífi. Þá hafi hann verið látinn fljúga þrátt fyrir að vera vansvefta og með stuttan þráð vegna málsins. Innlent 28.4.2025 07:05 Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. Erlent 28.4.2025 06:58 Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. Erlent 28.4.2025 06:48 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. Innlent 28.4.2025 06:36 Réðust á tvo menn á göngu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, rúðubrots á skemmtistað, hópslagsmála og ofurölvi ferðamanns í gærkvöldi og í nótt. Innlent 28.4.2025 06:06 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. Erlent 27.4.2025 23:58 Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Árið 2016 var brotist á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, hún bundin á höndum og fótum og skartgripum hennar rænt. Réttarhald yfir mönnunum hefst um miðjan maí og mun Kardashian bera vitni. Þjófunum hefur verið gefið viðurnefnið „afa-ræningjarnir“ en þeir vissu ekki að um stórstjörnu var að ræða fyrr en daginn eftir ránið. Erlent 27.4.2025 22:57 Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. Innlent 27.4.2025 22:22 Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi í öllum landshlutum. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir hljóðheim íslenska sumarsins í hættu. Ýmsar tilgátur séu uppi um hvað valdi en alveg ljóst sé að maðurinn beri þar ábyrgð. Innlent 27.4.2025 22:01 Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Ellefu eru látnir og tugir slasaðir eftir að maður ók á hóp fólks í Kanada. Yngsta fórnarlambið var fimm ára gamalt barn. Hópurinn var að fagna degi Lapu Lapu, hátíðisdegi Filippseyinga. Erlent 27.4.2025 20:54 Rúmur helmingur óhress með Trump Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. Erlent 27.4.2025 20:41 Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld. Innlent 27.4.2025 20:04 Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Bogi Ágústsson, fréttaþulur Ríkisútvarpsins, les sinn síðasta fréttatíma á morgun. Innlent 27.4.2025 19:32 Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. Erlent 27.4.2025 19:31 Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. Innlent 27.4.2025 19:00 Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Að láta hælisleitendur sem vísa á úr landi sæta einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að bjóða þeim uppá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Innlent 27.4.2025 18:11 Áætlun Trump gangi engan veginn upp Hagkerfið er byrjað að kólna og gæti stefnt í kreppu sem að mestu má rekja til breyttrar en óljósrar stefnu Bandaríkjastjórnar í efnahags- og tollamálum. Þetta segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Innlent 27.4.2025 17:50 Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. Innlent 27.4.2025 16:28 Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. Erlent 27.4.2025 15:22 Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. Innlent 27.4.2025 14:27 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 334 ›
Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Stúlka á leikskólaaldri og móðir hennar eru alvarlega særðar eftir að sprengingu á heimili þeirra í Tumba, úthverfi Stokkhólms í gærkvöldi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengingarinnar en ekki er talið að mæðgurnar hafi verið skotmark hennar. Erlent 28.4.2025 11:06
Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra bréf með áskorun um að endurskoða skipan í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að tryggja að fagleg hæfni og sérmenntun á sviði mannvirkjagerðar fái raunverulegt vægi við ákvarðanatöku í þessum mikilvæga málaflokki. Innlent 28.4.2025 11:04
Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist tilkynning um hópnauðgun um páskana. Frásögn af ætlaðri hópnauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku gengur nú sem eldur í sinu á Internetinu. Innlent 28.4.2025 10:51
Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. Erlent 28.4.2025 10:17
Nýtt met slegið í fjölda giftinga Af þeim 5.546 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í þjóðskrá árið 2024 gengu 48,8 prósent í hjúskap hjá Sýslumönnum, 31,2 prósent hjá Þjóðkirkjunni, 10,3 prósent hjá öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum og 9,7 prósent erlendis. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár. Innlent 28.4.2025 09:22
Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Benedikt Erlingsson leikstjóri telur undanbrögð Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra hvað varðar þátttöku Íslands í Eurovision grátleg. Hann segir þátttöku RÚV þar vera til marks um samþykki þjóðarmorðs. Innlent 28.4.2025 09:21
Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á sviði miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot eigi að vera þyngri. Þá telur hann að bæði lögregla og pólitík eigi að taka betur tillit til öryggistilfinningar almennings. Mikilvægt sé að gæta að rétti grunaðra en á sama tíma þurfi að taka vel utan um þolendur. Innlent 28.4.2025 08:46
Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Eva Rós Ólafsdóttir félagsráðgjafi mun taka við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace þann 1. júní næstkomandi af stofnanda þess og fyrrverandi framkvæmdastjóra, Sigurþóru Bergsdóttur. Innlent 28.4.2025 08:05
Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Kai-Ji Adam Lo, þrítugur karlmaður, hefur verið ákærður fyrir að drepa átta manns þegar hann ók bíl inn í hóp fólks á laugardag á götuhátíð í kanadísku borginni Vancouver um helgina. Ellefu eru látin og tugir slösuð. Erlent 28.4.2025 07:33
Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag og að gangi á með skúrum sunnan- og vestanlands. Veður 28.4.2025 07:18
Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Lögmaður aðstandenda Sólons heitins Guðmundssonar fer hörðum orðum um Icelandair, sem hann segir ekki hafa tekið með réttum hætti á einelti í garð Sólons á vinnustaðnum. Icelandair hafi stillt honum upp við vegg og hann sagt upp störfum í kjölfarið. Tveimur dögum síðar svipti Sólon sig lífi. Þá hafi hann verið látinn fljúga þrátt fyrir að vera vansvefta og með stuttan þráð vegna málsins. Innlent 28.4.2025 07:05
Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. Erlent 28.4.2025 06:58
Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. Erlent 28.4.2025 06:48
Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. Innlent 28.4.2025 06:36
Réðust á tvo menn á göngu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, rúðubrots á skemmtistað, hópslagsmála og ofurölvi ferðamanns í gærkvöldi og í nótt. Innlent 28.4.2025 06:06
Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. Erlent 27.4.2025 23:58
Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Árið 2016 var brotist á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, hún bundin á höndum og fótum og skartgripum hennar rænt. Réttarhald yfir mönnunum hefst um miðjan maí og mun Kardashian bera vitni. Þjófunum hefur verið gefið viðurnefnið „afa-ræningjarnir“ en þeir vissu ekki að um stórstjörnu var að ræða fyrr en daginn eftir ránið. Erlent 27.4.2025 22:57
Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. Innlent 27.4.2025 22:22
Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi í öllum landshlutum. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir hljóðheim íslenska sumarsins í hættu. Ýmsar tilgátur séu uppi um hvað valdi en alveg ljóst sé að maðurinn beri þar ábyrgð. Innlent 27.4.2025 22:01
Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Ellefu eru látnir og tugir slasaðir eftir að maður ók á hóp fólks í Kanada. Yngsta fórnarlambið var fimm ára gamalt barn. Hópurinn var að fagna degi Lapu Lapu, hátíðisdegi Filippseyinga. Erlent 27.4.2025 20:54
Rúmur helmingur óhress með Trump Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. Erlent 27.4.2025 20:41
Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld. Innlent 27.4.2025 20:04
Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Bogi Ágústsson, fréttaþulur Ríkisútvarpsins, les sinn síðasta fréttatíma á morgun. Innlent 27.4.2025 19:32
Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. Erlent 27.4.2025 19:31
Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. Innlent 27.4.2025 19:00
Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Að láta hælisleitendur sem vísa á úr landi sæta einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að bjóða þeim uppá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Innlent 27.4.2025 18:11
Áætlun Trump gangi engan veginn upp Hagkerfið er byrjað að kólna og gæti stefnt í kreppu sem að mestu má rekja til breyttrar en óljósrar stefnu Bandaríkjastjórnar í efnahags- og tollamálum. Þetta segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Innlent 27.4.2025 17:50
Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. Innlent 27.4.2025 16:28
Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. Erlent 27.4.2025 15:22
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. Innlent 27.4.2025 14:27