Fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. Innlent 7.10.2025 13:33 Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina. Innlent 7.10.2025 13:13 Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur sakfellt súdanska uppreisnarleiðtogann Ali Muhammad Ali Abd-Al-Rahman, einnig þekktur sem Ali Kushayb, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna brota sem framin voru í Darfúr-héraði í Súdan fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. Erlent 7.10.2025 12:50 Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Iris Stalzer, nýkjörinn bæjarstjóri í þýska bænum Herdecke, er alvarlega særð eftir stunguárás á heimili sínu. Erlent 7.10.2025 12:31 Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Innlent 7.10.2025 12:22 „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að rækta fé með verndandi arfgerð gagnvart riðu. Riða greindist á bæ í Skagafirði í gær en ekki þarf að skera niður allt fé á bænum. Innlent 7.10.2025 12:15 „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. Innlent 7.10.2025 12:07 Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa en í dag eru tvö ár liðin frá því Hamas-liðar gerðu blóðugar árásir á Ísrael, myrtu um tólfhundruð manns og tóku 251 í gíslingu. Innlent 7.10.2025 11:36 Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Allir almennir þingmenn Flokk fólksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um að eignir sem seldar eru á nauðungarsölu verði seldar á almennum markaði frekar en á uppboði. Þingmennirnir vísa meðal annars til máls ungs öryrkja sem missti heimili sitt á uppboði á þrjár milljónir króna. Húsið var síðar selt á 78 milljónir króna. Innlent 7.10.2025 11:31 Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. Innlent 7.10.2025 11:04 Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum. Innlent 7.10.2025 10:40 Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. Erlent 7.10.2025 10:24 Gular viðvaranir vegna vestanstorms Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna vestanstorms. Veður 7.10.2025 10:04 Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Innlent 7.10.2025 09:59 Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. Innlent 7.10.2025 09:26 Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Lögregla á Suðurlandi var kölluð út eftir að vörubíl var ekið á grindverk fyrir framan Krónuna við Austurveg á Selfossi snemma í morgun. Innlent 7.10.2025 07:44 Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan eða norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu og skúrum eða slydduéljum. Þó verður að mestu úrkomulaust á Suðausturlandi og Austfjörðum. Veður 7.10.2025 07:06 Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. Erlent 7.10.2025 06:52 Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður með blæðandi sár á höfði á bar í miðborg Reykjavíkur. Í ljós kom að um slys var að ræða en viðkomandi fékk aðhlynningu sjúkraliðs. Innlent 7.10.2025 06:17 Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. Innlent 7.10.2025 06:00 Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. Erlent 6.10.2025 23:01 Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Leigubílstjóri sem var handtekinn um helgina grunaður um alvarlega líkamsárás var starfsmaður Hreyfils. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum. Innlent 6.10.2025 22:07 Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. Innlent 6.10.2025 21:25 Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Karlmaður braust inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld og dvaldi þar yfir nóttina en var síðan handtekinn á sunnudagsmorgun. Innlent 6.10.2025 20:30 Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“ Innlent 6.10.2025 20:16 „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Hundrað og tuttugu ungmenni leita í hverri viku til Bergsins sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og hefur aðsóknin aukist töluvert. Framkvæmdastjórinn segir mikilvægt að grípa ungt fólk sem þarf aðstoð snemma. Innlent 6.10.2025 19:25 Hæstiréttur hafnar Maxwell Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að taka fyrir áfrýjun Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Jeffreys Epstein. Hún var eins og frægt er dæmd árið 2021 í tuttugu ára fangelsi fyrir að aðstoða Epstein við að brjóta kynferðislega á stúlkum og ungum konum um árabil. Erlent 6.10.2025 18:31 Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni. Innlent 6.10.2025 18:23 Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Tveir farþegar í rútu sem valt í Seljafirði á norðanverðu Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag voru fluttir með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík. Átta voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Enginn er talinn alvarlega slasaður. Innlent 6.10.2025 17:44 Rúða brotin og flugeld kastað inn Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Innlent 6.10.2025 17:28 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 334 ›
Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. Innlent 7.10.2025 13:33
Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina. Innlent 7.10.2025 13:13
Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur sakfellt súdanska uppreisnarleiðtogann Ali Muhammad Ali Abd-Al-Rahman, einnig þekktur sem Ali Kushayb, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna brota sem framin voru í Darfúr-héraði í Súdan fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. Erlent 7.10.2025 12:50
Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Iris Stalzer, nýkjörinn bæjarstjóri í þýska bænum Herdecke, er alvarlega særð eftir stunguárás á heimili sínu. Erlent 7.10.2025 12:31
Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Innlent 7.10.2025 12:22
„Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að rækta fé með verndandi arfgerð gagnvart riðu. Riða greindist á bæ í Skagafirði í gær en ekki þarf að skera niður allt fé á bænum. Innlent 7.10.2025 12:15
„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. Innlent 7.10.2025 12:07
Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa en í dag eru tvö ár liðin frá því Hamas-liðar gerðu blóðugar árásir á Ísrael, myrtu um tólfhundruð manns og tóku 251 í gíslingu. Innlent 7.10.2025 11:36
Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Allir almennir þingmenn Flokk fólksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um að eignir sem seldar eru á nauðungarsölu verði seldar á almennum markaði frekar en á uppboði. Þingmennirnir vísa meðal annars til máls ungs öryrkja sem missti heimili sitt á uppboði á þrjár milljónir króna. Húsið var síðar selt á 78 milljónir króna. Innlent 7.10.2025 11:31
Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. Innlent 7.10.2025 11:04
Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum. Innlent 7.10.2025 10:40
Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. Erlent 7.10.2025 10:24
Gular viðvaranir vegna vestanstorms Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna vestanstorms. Veður 7.10.2025 10:04
Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Innlent 7.10.2025 09:59
Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. Innlent 7.10.2025 09:26
Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Lögregla á Suðurlandi var kölluð út eftir að vörubíl var ekið á grindverk fyrir framan Krónuna við Austurveg á Selfossi snemma í morgun. Innlent 7.10.2025 07:44
Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan eða norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu og skúrum eða slydduéljum. Þó verður að mestu úrkomulaust á Suðausturlandi og Austfjörðum. Veður 7.10.2025 07:06
Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. Erlent 7.10.2025 06:52
Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður með blæðandi sár á höfði á bar í miðborg Reykjavíkur. Í ljós kom að um slys var að ræða en viðkomandi fékk aðhlynningu sjúkraliðs. Innlent 7.10.2025 06:17
Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. Innlent 7.10.2025 06:00
Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. Erlent 6.10.2025 23:01
Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Leigubílstjóri sem var handtekinn um helgina grunaður um alvarlega líkamsárás var starfsmaður Hreyfils. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum. Innlent 6.10.2025 22:07
Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. Innlent 6.10.2025 21:25
Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Karlmaður braust inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld og dvaldi þar yfir nóttina en var síðan handtekinn á sunnudagsmorgun. Innlent 6.10.2025 20:30
Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“ Innlent 6.10.2025 20:16
„Við viljum bara grípa þau fyrr“ Hundrað og tuttugu ungmenni leita í hverri viku til Bergsins sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og hefur aðsóknin aukist töluvert. Framkvæmdastjórinn segir mikilvægt að grípa ungt fólk sem þarf aðstoð snemma. Innlent 6.10.2025 19:25
Hæstiréttur hafnar Maxwell Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að taka fyrir áfrýjun Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Jeffreys Epstein. Hún var eins og frægt er dæmd árið 2021 í tuttugu ára fangelsi fyrir að aðstoða Epstein við að brjóta kynferðislega á stúlkum og ungum konum um árabil. Erlent 6.10.2025 18:31
Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni. Innlent 6.10.2025 18:23
Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Tveir farþegar í rútu sem valt í Seljafirði á norðanverðu Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag voru fluttir með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík. Átta voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Enginn er talinn alvarlega slasaður. Innlent 6.10.2025 17:44
Rúða brotin og flugeld kastað inn Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Innlent 6.10.2025 17:28