„Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. Viðskipti innlent 14.1.2026 16:13
Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Matvælastofnun varar neytendur við nokkrum framleiðslulotum af Gula miðanum Barnavít vegna þess að ráðlagður neysluskammtur er of hár fyrir A-vítamín. Viðskipti innlent 14.1.2026 15:22
Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann. Viðskipti innlent 14.1.2026 15:11
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent 13.1.2026 16:09
Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vélfags á hendur íslenska ríkinu fyrir, án þess að Landsréttur taki það fyrir. Félagið krafðist þess að frystingu fjármuna þess vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússum yrði aflétt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Viðskipti innlent 13.1.2026 15:54
Hulda til Basalt arkitekta Basalt arkitektar hafa ráðið Huldu Hallgrímsdóttur í nýja stöðu stefnu- og viðskiptaþróunarstjóra. Viðskipti innlent 13.1.2026 12:50
Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? 45 ára kona spyr: „Sæll, ég byrjaði seint á vinnumarkaði eftir að hafa verið lengi í námi erlendis. Þegar ég skoða hvernig lífeyrismál mín standa er ég hrædd um að ég eigi von á lítilli framfærslu þegar ég hætti að vinna. Launin sem ég fæ eru ekki nógu há til að vega upp þann tíma sem ég greiddi ekki í lífeyrissjóð sem námsmaður. Hvað get ég gert í dag til að auka fjárhagslegt öryggi mitt í framtíðinni?“ Viðskipti innlent 13.1.2026 06:00
Úr útvarpinu í orkumálin Fjölmiðlakonan Hafdís Helga Helgadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Samorku, hagsmunasamtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Hafdís Helga er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands en hún færir sig til Samorku frá Ríkisútvarpinu þar sem hún hefur starfað sem fréttamaður og við dagskrárgerð undanfarin átta ár, nú síðast sem umsjónarmaður Morgunútvarpsins á Rás 2. Viðskipti innlent 12.1.2026 14:36
Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Greiningardeild Landsbankans telur að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst sé hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja megi að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs. Viðskipti innlent 12.1.2026 14:04
Skipta um forstjóra hjá Origo Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins síðan 2024. Hann tekur við stöðunni af Ara Daníelssyni sem verður stjórnformaður. Viðskipti innlent 12.1.2026 13:02
Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna. Viðskipti innlent 12.1.2026 08:40
Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Fiskistofa hefur lokið úthlutun á 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. Viðskipti innlent 9.1.2026 18:44
Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli hafa aldrei mælst fleiri en í fyrra. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 0,4 prósent á milli ára en fjöldinn hefur svo gott sem staðið í stað undanfarin þrjú ár. Viðskipti innlent 9.1.2026 14:52
Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Eldur Ólafsson, forstjóri námafyrirtækisins Amaroq á Grænlandi, segir stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga fjárfestingu í starfsemi félagsins. Í fyrstu viðskiptum í morgun hækkaði gengi félagsins um 10,7 prósent. Á mörkuðum erlendis hækkaði gengið um 19 prósent í gær. Viðskipti innlent 9.1.2026 10:10
S4S-veldið tekur við Lindex S4S ehf. hefur undirritað samning við sænska félagið Lindex AB um að S4S taki við sem umboðsaðili vörumerkisins Lindex á Íslandi. Viðskipti innlent 8.1.2026 17:41
Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili mun taka við rekstri Lindex á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður tilkynnt um nýjan rekstraraðila á morgun. Viðskipti innlent 8.1.2026 14:44
Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Amaroq, er áberandi í stórum erlendum fjölmiðlum í dag, en hann hefur meðal annars verið á skjánum í sjónvarpsviðtölum hjá Bloomberg og CNBC. Hann segir að umræðan um Grænland hafi haft jákvæð áhrif á fyrirtækið en segja má að ákveðin stigmögnun hafi orðið í umræðunni um vilja Trump-stjórnarinnar um að eignast Grænland í vikunni. Amaroq er stærsta námufyrirtækið með starfsemi á Grænlandi þar sem það grefur bæði eftir gulli og öðrum fágætum málmum, sem stundum eru kallaðir þjóðaröryggismálmar. Viðskipti innlent 8.1.2026 14:27
Bíllinn þremur milljónum dýrari Hækkun vörugjalda, sem tók gildi um áramótin, er farin að láta á sér kræla í verði hjá bílaumboðum. Afnám vörugjalda á rafmagnsbíla hefur ekki mikil áhrif eftir lækkun rafbílastyrks og dæmi eru um að ódýrari rafbílar hækki í verði eftir breytinguna. Viðskipti innlent 8.1.2026 13:37
Lindex lokað á Íslandi Öllum verslunum Lindex verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex, segir engan missa vinnuna við þessi tímamót og að það séu í gangi viðræður um þau verslunarrými sem Lindex hefur verið rekið í. Viðskipti innlent 8.1.2026 12:54
Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Ólafur Orri Ólafsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri samstæðu Samskipa og tekur við keflinu af Kari-Pekka Laaksonen, sem gengt hefur starfinu frá árinu 2019. Ólafur Orri er sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur, sem eru langstærstu eigendur Samskipa. Viðskipti innlent 8.1.2026 11:48
Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Veitingastaðnum American Style í Skipholti í Reykjavík hefur verið lokað. Staðurinn opnaði í júní 1985 og fagnaði staðurinn því fjörutíu ára afmæli á síðasta ári. Áfram verða þó reknir þrír staðir á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 8.1.2026 11:24
Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Heilsuhúsinu í Kringlunni verður lokað þann 1. febrúar næstkomandi. Það er í eigu Lyfju en framkvæmdastjóri segir ástæðuna fyrir lokuninni vera erfið rekstrarskilyrði. Vörumerkið muni lifa áfram á netinu, vörur seldar á samnefndri vefsíðu Heilsuhússins og þær jafnframt áfram seldar í apótekum Lyfju. Viðskipti innlent 8.1.2026 10:18
Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og konan hans Rakel Þormarsdóttir hafa valið nafn fyrir veitingastaðinn sem þau opna á næstunni á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar í Reykjavík. Staðurinn heitir Fossinn, væntanlega með vísan í Fossvoginn, og þau eru nú í leit að starfsfólki til að taka á móti gestum og til starfa í eldhúsi staðarins. Viðskipti innlent 8.1.2026 09:50
Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Nestlé í Noregi hefur af öryggisástæðum hafið innköllun á ákveðnum framleiðslulotum af NAN þurrmjólk fyrir börn. Í tilkynningu frá Danól kemur fram að loturnar sem um ræðir séu hvorki í dreifingu né sölu hér á landi. Því þurfi ekki að fara í neinar innkallanir á þurrmjólkinni á Íslandi. Viðskipti innlent 7.1.2026 15:44
Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Viðskipti innlent 7.1.2026 12:49