Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 13:11 Björgvin Páll gæti farið með á EM. vísir/bára Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur tilkynnt 19 manna æfingahóp fyrir EM 2020. Björgvin Páll Gústavsson, sem hefur ekki leikið síðustu landsleiki, er einn þriggja markvarða í hópnum. Hann hefur ekki misst af stórmóti síðan EM 2008. Teitur Örn Einarsson og Ólafur Gústafsson, sem léku á HM 2019, detta út úr stóra 28 manna hópnum sem var tilkynntur í byrjun desember. Auk Teits og Ólafs komust Aron Rafn Eðvarðsson, Oddur Grétarsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Elvar Ásgeirsson, Kristján Örn Kristjánsson, Elliði Snær Viðarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson ekki í æfingahópinn. Sá síðastnefndi er meiddur. Þrír leikmenn sem voru í silfurliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliðinu á EM 2010 eru í hópnum; Björgvin Páll, Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson. Sá síðastnefndi er væntanlega á leið á sitt fyrsta stórmót síðan EM 2016. Sextán leikmenn mega vera á skýrslu í leik á EM. Búast má við því að Guðmundur taki 17 leikmenn með út. Ísland er í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi á EM. Riðilinn verður leikinn í Malmö í Svíþjóð. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn heimsmeisturum Dana 11. janúar. Æfingar íslenska liðsins hefjast 22. desember. Liðið hér heima milli jóla og nýárs og allt þar til það heldur til Þýskalands 3. janúar. Þann fjórða mætast Íslendingar og Þjóðverjar í vináttulandsleik í Mannheim. Eftir leikinn gegn Þýskalandi koma Íslendingar heim og æfa þar til þeir fara til Malmö 9. janúar.Nítján manna æfingahópur Íslands fyrir EM 2020Markmenn: Ágúst Elí Björgvinsson IK Sävehof 31/0 Björgvin Páll Gústavsson Skjern 221/13 Viktor Gísli Hallgrímsson GOG 9/0Vinstra horn: Bjarki Már Elísson Lemgo 63/141 Guðjón Valur Sigurðsson PSG 356/1853Vinstri skytta: Aron Pálmarsson Barcelona 141/553 Ólafur Andrés Guðmundsson Kristianstad 115/215Miðjumenn: Elvar Örn Jónsson Skjern 26/80 Haukur Þrastarson Selfoss 12/15 Janus Daði Smárason Aalborg 37/41Hægri skytta: Alexander Petersson Rhein-Neckar Lowen 173/694 Viggó Kristjánsson Wetzlar 2/3Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Bergischer 105/311 Sigvaldi Björn Guðjónsson Elverum 20/37Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson GOG 45/65 Kári Kristján Kristjánsson ÍBV 137/162 Sveinn Jóhannsson SönderjyskE 7/14 Ýmir Örn Gíslason Valur 33/14Varnarmenn: Daníel Þór Ingason Ribe Esbjerg 30/9Æfingahópur íslenska landsliðsins.mynd/hsí EM 2020 í handbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur tilkynnt 19 manna æfingahóp fyrir EM 2020. Björgvin Páll Gústavsson, sem hefur ekki leikið síðustu landsleiki, er einn þriggja markvarða í hópnum. Hann hefur ekki misst af stórmóti síðan EM 2008. Teitur Örn Einarsson og Ólafur Gústafsson, sem léku á HM 2019, detta út úr stóra 28 manna hópnum sem var tilkynntur í byrjun desember. Auk Teits og Ólafs komust Aron Rafn Eðvarðsson, Oddur Grétarsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Elvar Ásgeirsson, Kristján Örn Kristjánsson, Elliði Snær Viðarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson ekki í æfingahópinn. Sá síðastnefndi er meiddur. Þrír leikmenn sem voru í silfurliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliðinu á EM 2010 eru í hópnum; Björgvin Páll, Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson. Sá síðastnefndi er væntanlega á leið á sitt fyrsta stórmót síðan EM 2016. Sextán leikmenn mega vera á skýrslu í leik á EM. Búast má við því að Guðmundur taki 17 leikmenn með út. Ísland er í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi á EM. Riðilinn verður leikinn í Malmö í Svíþjóð. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn heimsmeisturum Dana 11. janúar. Æfingar íslenska liðsins hefjast 22. desember. Liðið hér heima milli jóla og nýárs og allt þar til það heldur til Þýskalands 3. janúar. Þann fjórða mætast Íslendingar og Þjóðverjar í vináttulandsleik í Mannheim. Eftir leikinn gegn Þýskalandi koma Íslendingar heim og æfa þar til þeir fara til Malmö 9. janúar.Nítján manna æfingahópur Íslands fyrir EM 2020Markmenn: Ágúst Elí Björgvinsson IK Sävehof 31/0 Björgvin Páll Gústavsson Skjern 221/13 Viktor Gísli Hallgrímsson GOG 9/0Vinstra horn: Bjarki Már Elísson Lemgo 63/141 Guðjón Valur Sigurðsson PSG 356/1853Vinstri skytta: Aron Pálmarsson Barcelona 141/553 Ólafur Andrés Guðmundsson Kristianstad 115/215Miðjumenn: Elvar Örn Jónsson Skjern 26/80 Haukur Þrastarson Selfoss 12/15 Janus Daði Smárason Aalborg 37/41Hægri skytta: Alexander Petersson Rhein-Neckar Lowen 173/694 Viggó Kristjánsson Wetzlar 2/3Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Bergischer 105/311 Sigvaldi Björn Guðjónsson Elverum 20/37Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson GOG 45/65 Kári Kristján Kristjánsson ÍBV 137/162 Sveinn Jóhannsson SönderjyskE 7/14 Ýmir Örn Gíslason Valur 33/14Varnarmenn: Daníel Þór Ingason Ribe Esbjerg 30/9Æfingahópur íslenska landsliðsins.mynd/hsí
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira