Gestirnir frá París voru sterkari framan af fyrri hálfleik en það hefur eflaust tekið Barcelona smá tíma að finna ryðmann þar sem þeir jarða einfaldlega hvern mótherjann á fætur öðrum í spænsku deildinni. Heimamenn tóku völdin í stöðunni 12-10 PSG í vil. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 19-15.
Guðjón Valur og félagar voru í raun aldrei nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik en mest náðu Börsungar átta marka forystu. Sigurinn var því aldrei í hættu en lokatölur voru eins og áður kom fram 36-32 Barcelona í vil. Sigurinn þýðir að liðin eru jöfn á toppi A-riðils með átta stig hvort, þar á eftir kemur Flensburg með sjö stig.
Íslensku landsliðsmennirnir Aron og Guðjón gerðu fjögur mörk hvor í kvöld.
Bam! Check out this perfectly placed rocket from the back court by @aronpalm#veluxehfcl#ehfcl#BARPSG@FCBhandbolpic.twitter.com/nIWOrbKc8b
— EHF Champions League (@ehfcl) October 19, 2019