Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2019 15:56 Fjölnismenn fagna. vísir/bára Fjölnir er kominn upp í Pepsi Max-deild karla eftir eins árs fjarveru. Fjölnismenn gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn í 21. og næstsíðustu umferð Inkasso-deildarinnar í dag. Fjölni dugði jafntefli til að endurheimta sæti sitt í Pepsi Max-deildinni. Ingibergur Kort Sigurðsson kom Fjölni yfir á 77. mínútu en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði sex mínútum síðar.#FélagiðOkkar er komið í deild þeirra bestu á ný pic.twitter.com/bI1ArEf050 — Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) September 14, 2019 Staða Gróttu er afar góð. Liðið vann Njarðvík, 1-2, og er með þriggja stiga forskot á Leikni í 2. sæti deildarinnar. Seltirningum dugir jafntefli gegn Haukum í lokaumferðinni til að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn. Atli Geir Gunnarsson kom Njarðvík yfir á 32. mínútu en aðeins mínútum síðar jafnaði Valtýr Már Michaelsson fyrir Gróttu. Pétur Theodór Árnason skoraði svo sigurmark gestanna á 59. mínútu. Njarðvíkingar eru sjö stigum frá öruggu sæti og þar með fallnir eftir tveggja ára veru í Inkasso-deildinni. Magni kom sér upp úr fallsæti með sigri á Þrótti R., 3-1, á Grenivík. Gauti Gautason, Kian Williams og Guðni Sigþórsson skoruðu mörk Magnamanna sem hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum. Þetta var sjötta tap Þróttara í röð en þeir eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig. Sindri Scheving skoraði mark Þróttar sem er einu stigi á eftir Haukum, Aftureldingu og Magna sem eru öll með 22 stig. Kristófer Dan Þórðarson skoraði tvö mörk fyrir Hauka sem unnu Keflavík, 3-1. Aron Freyr Róbertsson var einnig á skotskónum. Kristófer Dan hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Hauka sem eru aðeins stigi frá fallsæti þrátt fyrir tvo sigra í röð. Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði mark Keflvíkinga sem eru í 7. sæti deildarinnar. Þeir hafa tapað tveimur leikjum í röð. Víkingur Ó. bar sigurorð af Aftureldingu í Mosfellsbænum, 0-1. Harley Willard skoraði eina mark leiksins. Afturelding er enn í mikilli fallhættu en Víkingur siglir lygnan sjó í 6. sæti deildarinnar. Þá vann Fram 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni. Helgi Guðjónsson skoraði öll mörk Fram sem er í 4. sæti deildarinnar, einu sæti ofar en Þór sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Fjölnir er kominn upp í Pepsi Max-deild karla eftir eins árs fjarveru. Fjölnismenn gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn í 21. og næstsíðustu umferð Inkasso-deildarinnar í dag. Fjölni dugði jafntefli til að endurheimta sæti sitt í Pepsi Max-deildinni. Ingibergur Kort Sigurðsson kom Fjölni yfir á 77. mínútu en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði sex mínútum síðar.#FélagiðOkkar er komið í deild þeirra bestu á ný pic.twitter.com/bI1ArEf050 — Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) September 14, 2019 Staða Gróttu er afar góð. Liðið vann Njarðvík, 1-2, og er með þriggja stiga forskot á Leikni í 2. sæti deildarinnar. Seltirningum dugir jafntefli gegn Haukum í lokaumferðinni til að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn. Atli Geir Gunnarsson kom Njarðvík yfir á 32. mínútu en aðeins mínútum síðar jafnaði Valtýr Már Michaelsson fyrir Gróttu. Pétur Theodór Árnason skoraði svo sigurmark gestanna á 59. mínútu. Njarðvíkingar eru sjö stigum frá öruggu sæti og þar með fallnir eftir tveggja ára veru í Inkasso-deildinni. Magni kom sér upp úr fallsæti með sigri á Þrótti R., 3-1, á Grenivík. Gauti Gautason, Kian Williams og Guðni Sigþórsson skoruðu mörk Magnamanna sem hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum. Þetta var sjötta tap Þróttara í röð en þeir eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig. Sindri Scheving skoraði mark Þróttar sem er einu stigi á eftir Haukum, Aftureldingu og Magna sem eru öll með 22 stig. Kristófer Dan Þórðarson skoraði tvö mörk fyrir Hauka sem unnu Keflavík, 3-1. Aron Freyr Róbertsson var einnig á skotskónum. Kristófer Dan hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Hauka sem eru aðeins stigi frá fallsæti þrátt fyrir tvo sigra í röð. Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði mark Keflvíkinga sem eru í 7. sæti deildarinnar. Þeir hafa tapað tveimur leikjum í röð. Víkingur Ó. bar sigurorð af Aftureldingu í Mosfellsbænum, 0-1. Harley Willard skoraði eina mark leiksins. Afturelding er enn í mikilli fallhættu en Víkingur siglir lygnan sjó í 6. sæti deildarinnar. Þá vann Fram 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni. Helgi Guðjónsson skoraði öll mörk Fram sem er í 4. sæti deildarinnar, einu sæti ofar en Þór sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira