Körfubolti

Brynjar á förum frá Tindastóli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjar skoraði 15,4 stig að meðaltali í leik með Tindastóli í vetur.
Brynjar skoraði 15,4 stig að meðaltali í leik með Tindastóli í vetur. vísir/bára
Brynjar Þór Björnsson hefur óskað eftir því að fá sig lausan undan samningi við Tindastól af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

Brynjar gekk í raðir Tindastóls fyrir tímabilið eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR fimm ár í röð.

Tindastóll féll úr leik fyrir Þór Þ. í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar þrátt fyrir að hafa komist 2-0 yfir í einvíginu. Liðið endaði í 3. sæti deildarkeppninnar. Þá féll Tindastóll úr leik í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins.

Í vetur var Brynjar með 15,4 stig, 3,1 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann setti met þegar hann skoraði 16 stiga körfur í sigri á Breiðabliki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×