Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:55 Lambið sem ferðamennrnir aflífuðu var um 10 til 12 kíló að sögn bónda sem kom á vettvang. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/Pjetur Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira