Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 27-26 | Fram Íslandsmeistari í 21. sinn Elvar Geir Magnússon skrifar 17. maí 2017 21:30 Framkonur lyfta bikarnum. vísir/eyþór Fram er Íslandsmeistari í handbolta kvenna eftir 27-26 sigur gegn Stjörnunni í kvöld. Fram vann einvígið 3-1 og það var fagnað af mikilli innlifun í Safamýrinni þegar leik var lokið. Leikurinn í kvöld var hörkuspennandi. Fram byrjaði ekki vel en skyndilega var ýtt á rofann og allt fór af stað. Liðið sogaði í sig stemninguna sem var í húsinu og sýndi frábæran handbolta. Það tókst þó ekki hjá Fram að hrista öflugt lið Stjörnunnar almennilega af sér og það bjó til hörkuleik fyrir áhorfendur.Guðrún Ósk var besti maður vallarins í kvöld.vísir/eyþórEn þegar á heildina er litið var það markvarslan sem skar á milli í kvöld. Guðrún Ósk Maríasdóttir fór hamförum í rammanum hjá Fram og varði 27 skot á meðan markverðir Stjörnunnar voru samtals með 5 skot varin. Í raun er það merkilegt að munurinn á liðunum hafi ekki verið meiri miðað við hve illa gekk hjá markvörðum gestaliðsins. Ragnheiður Júlíusdóttir lék á als oddi. Stjörnuliðið reyndi að stöðva hana en sama hvað var reynt þá héldu Ragnheiði engin bönd. Hún og Hildur Þorgeirsdóttir áttu báðar stórleik. „Stjörnunni var spáð titlinum en við náum að landa þessu. Þetta er magnaður árangur hjá okkur. Það er frábært að ná að vinna þetta fyrir framan fullt hús. Ég veit ekki hvort ég muni fagna þessu langt fram á kvöld, ég er gamall maður," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir að bikarinn fór á loft.Ragnheiður skoraði níu mörk.vísir/eyþórRagnheiður var í sigurvímu þegar fréttamaður Vísis spjallaði við hana eftir leik. „Við mættum almennilega til leiks og spiluðum frábæra vörn. Guðrún var geðveik í markinu og við vorum að nýta færin. Það er munurinn núna,“ segir Ragnheiður sem naut sín vel í kvöld og lifði sig inn í þá stemingu og andrúmsloft sem skapaðist í Safamýrinni. „Það er geðveikt að spila hérna í Framhúsinu því maður er svo nálægt áhorfendum. Það er geðveikt að klára þetta hér á heimavelli. Við vissum að þetta yrði spennandi fram á síðustu mínútu en í lokin vorum við betri.“ „Við vorum svo ógeðslega fúlar eftir að hafa tapað í bikarnum og deildinni eftir að hafa verið efstar í allan vetur. En það er best að vera Íslandsmeistari! Við förum núna í klefann og djömmum og djúsum, en ég er að fara í próf í fyrramálið svo ég veit ekki hvað ég er að fara að gera!“ segir Ragnheiður.Halldór Harri hefur gert Stjörnuna að bikarmeisturum undanfarin tvö ár en án enn eftir að stýra Garðbæingum til Íslandsmeistaratitils.vísir/eyþórÞað var þyngra yfir Halldóri Harra Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar. „Við náðum ekki að spila nægilega góða vörn og fengum ekki markvörsluna með. Það var stóri munurinn í kvöld. Við vorum mjög nálægt þessu en fórum illa með öll þessi tækifæri sem við fáum. Við náðum ekki að vera nægilega þéttar,“ sagði Halldór. Kvennalið Fram varð síðast Íslandsmeistari 2013 fyrir þennan titil sem vannst í kvöld en alls hefur félagið 21 Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í sínum verðlaunaskáp. Hér að neðan má sjá tölfræði leiksins ásamt textalýsinguMörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Hildur Þorgeirsdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 4, Marthe Sördal 4, Guðrún Þóra Hálfdánar 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 27.Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Sólveig Lára Kjærnested 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 2, Esther Ragnarsdóttir 2. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 2, Hafdís Renötudóttir 3.Varnarmenn Fram taka fast á Helenu Röt Örvarsdóttur.vísir/eyþórLEIK LOKIÐ 27-26 FRAM ER ÍSLANDSMEISTARI Í HANDBOLTA KVENNA 2017! Guðrún Ósk náði að verja í blálokin... þvílíkur fögnuður sem hér brýst út. TIL HAMINGJU FRAM! Guðrún klárlega maður leiksins.60. mín 27-26: Helena Rut skorar. Fram tekur leikhlé.59. mín 27-25: Ragnheiður með sitt níunda mark!!! Er þetta að landast fyrir Fram? Lítið eftir og Stjarnan tekur leikhlé.58. mín 26-25: Hildur Þorgeirsdóttir skorar sitt sjöunda mark með hörkuskoti í stöng og inn. Svo svarar. Helena Rut svarar með sínu áttunda marki!57. mín 25-24: Sigurbjörg Jóhannsdóttir kemur sér á blað. Skorar sitt fyrsta mark fyrir Fram. Þá svarar Esther Viktoría Ragnarsdóttir og skorar sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna.56. mín 24-23: Sólveig Lára með sitt sjötta mark!! Munurinn aðeins eitt mark.55. mín 24-22: Þvílík varsla. Á rosalega mikilvægu augnabliki ver Guðrún sitt 24. skot. Rakel átti skotið að þessu sinni. "Framarar" heyrist öskrað úr stúkunni.53. mín 24-22: Rakel Dögg Bragadóttir að skora sitt þriðja mark, var að setja eitt af vítalínunni. Þetta er svo langt frá því að vera búið.51. mín 24-21: Tvö mörk í röð frá Fram. Marthe Sördal að skora sitt fjórða mark. Stjarnan tapar svo boltanum strax. Fram getur náð fjögurra marka forystu!50. mín 22-21: Lætin það mikil hér í Safamýrinni að netið hrundi. Ég er kominn á 4G netið á símanum mínum til að færa ykkur það sem hér er í gangi. Rooosaleg spenna.47. mín 21-18: Tvær mínútur á bekkinn hjá Fram. Vitlaus skipting. Stefán Arnarson er bandillur. Þetta hleypir enn meiri hita í dæmið.46. mín 20-18: Fram tekur leikhlé eftir að Sólveig Lára minnkar muninn í aðeins tvö mörk. Stjarnan nennir ekki strax í sumarfrí. Það er hörkuspennandi lokabarátta framundan. Fylgið okkur allt til enda.43. mín 20-17: Ragnheiður Júlíusdóttir skorar sitt sjöunda mark fyrir Fram. Rakel Dögg Bragadóttir skorar svo fyrir Stjörnuna úr víti.41. mín 19-16: Guðrún tekur sitt 20. varða skot með því að verja víti frá Hönnu. Ragnheiður skorar síðan í næstu sókn fyrir Fram.39. mín 18-16: Afmælisbarnið Helena með sitt sjöunda mark. Munurinn orðinn tvö mörk.38. mín 18-15: Guðrún Ósk komin með 18 varin skot. Munurinn þrjú mörk, rétt eins og munurinn var í hálfleik.35. mín 17-14: Helena Rut minnkar muninn fyrir Stjörnuna. Lúther gefur mér þær upplýsingar að hún eigi afmæli í dag. Til hamingju með það. Helena komin með sex mörk.33. mín 17-13: Framkonur koma gíraðar til leiks í seinni hálfleik og eru ákveðnar í að halda áfram þar sem frá var horfið. Guðrún búin að verja sitt fimmtánda skot.31. mín 15-12: Seinni hálfleikur er hafinn.HÁLFLEIKUR: Eins og glögglega má sjá á tölfræðinni þá liggur munurinn á liðunum helst í markvörslunni. Guðrún með 14 skot varin en markverðir Stjörnunnar aðeins 2.HÁLFLEIKUR TÖLFRÆÐIMörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Marthe Sördal 2. Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 14. Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 1, Hafdís Renötudóttir 1.HÁLFLEIKUR 15-12: Guðrún markvörður ákvað að kóróna frábæran fyrri hálfleik sinn með því að verja vítakast hérna rétt fyrir hálfleikinn. Ragnheiður í liði Fram fékk tveggja mínútna brottvísun og Hanna Guðrún í liði Stjörnunnar virtist svo hafa minnkað muninn með flautumarki en eftir að hafa ráðfært sig við ritaraborðið var dæmt að leikurinn hafi verið úti áður en knötturinn fór inn. Mikill hiti og mikið stuð.26. mín 14-12: Guðrún Ósk er í stuði í marki Fram og er komin með 10 varin skot á meðan markvarslan hinumegin er með minnsta móti.23. mín 13-10: Leikhlé. Stjarnan tekur leikhlé. Ragnheiður er komin með fimm mörk. Þær eru sólgnar í bikarlyftingu á eftir.20. mín 11-9: Ragnheiður Júlíusdóttir komin með fjögur mörk fyrir Framliðið. Þær eru tveimur yfir og með boltann þegar þessi orð eru skrifuð.16. mín 9-8: Guðrún í marki Fram tók rosalega markvörslu, Fram fór í sóknina og Ragnheiður átti geggjað skot sem söng í samskeytunum. Lúxus mark! Alvöru tilþrif.14. mín 8-8: Helena Rut Örvarsdóttir að jafna fyrir Stjörnuna. Stál í stál hér í Safamýrinni.12. mín 7-6: Ég skal segja ykkur það. Maður hefur eiginlega ekki undan að skrá niður markaskorarana í þessum leik. Mikil spenna, hraði og fjör. Eigum við ekki að segja að þetta sé "frábær auglýsing fyrir handboltann".8. mín 5-4: Já þið lásuð rétt! Skyndilega hrökk Framliðið af stað og það með þvílíkum látum. Fjögur mörk í röð og Guðrún búin að loka markinu. Þetta hefur einnig kveikt í stúkunni. Marthe Sördal og Ragnheiður Júlíusdóttir báðar með tvö mörk.5. mín 1-4: Stemningin er nánast öll Stjörnumegin og það er eins og Framliðinu sé brugðið. Fjórir mismunandi markaskorarar hjá Garðabæjarliðinu.3. mín 0-2: Vörn Stjörnunnar að byrja þennan leik hörkuvel. Taka af festu og hörku á Framstúlkum. Rakel Dögg Bragadóttir með annað mark leiksins.1. mín 0-1: Leikurinn er farinn af stað. Það voru Framstúlkur sem áttu fyrstu sókn leiksins, skutu í stöng og Stjarnan fór í hraða sókn en Guðrún Ósk varði frá Hönnu Guðrúnu. Það var svo Helena Rut Örvarsdóttir sem skoraði fyrsta mark leiksins.Fyrir leik: Jæja klukkan rúmlega 20 og þá loksins mæta liðin út á gólfið. Leikurinn byrjar aðeins seinna en áætlað er. Ekki veit ég skýringuna. Veðurfréttirnar á RÚV örugglega verið langar í kvöld.Fyrir leik: Úff. Það er byrjað að berja á trommurnar. Trommur og íþróttahús er eitthvað sem passar engan veginn saman. Það er regla hjá mér í öllum lýsingum að koma þessu á framfæri.Fyrir leik: Styttist í leik og það er orðið þéttskipað í stúkunni. Blái liturinn allsráðandi eins og við var búist. Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir er ekki í hóp hjá Fram í kvöld. Lúther Gestsson handboltaspekingur er mættur. Hann spáir öruggum sigri Stjörnunnar í kvöld og engum bikar á loft.Fyrir leik: Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er mættur. Stelpurnar í Fram báðu vallarþulinn um óskalag fyrir upphitunina. Fengu nýja lagið með Áttunni sem ómar núna um húsið á meðan bæði lið eru í bláklæddum upphitunargöllum að gera sig tilbúin í veisluna sem framundan er.Fyrir leik: Í handbolta eru dómararnir alltaf mikið í sviðsljósinu. Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld.Fyrir leik: Fram hefur verið stórveldi í kvennahandbolta síðan allra elstu menn muna. Liðið varð síðast Íslandsmeistari 2013 en alls eru Íslandsmeistaratitlarnir 20 talsins.Fyrir leik: Heil og sæl og velkomin með okkur í Safamýrina. Ég vonast svo sannarlega eftir rafmagnaðri stemningu í kvöld. Það er að duga eða drepast fyrir Stjörnuna á meðan Fram vill klára dæmið hér á heimavelli eftir að hafa náð 2-0 forystu í einvíginu. Olís-deild kvenna Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Fram er Íslandsmeistari í handbolta kvenna eftir 27-26 sigur gegn Stjörnunni í kvöld. Fram vann einvígið 3-1 og það var fagnað af mikilli innlifun í Safamýrinni þegar leik var lokið. Leikurinn í kvöld var hörkuspennandi. Fram byrjaði ekki vel en skyndilega var ýtt á rofann og allt fór af stað. Liðið sogaði í sig stemninguna sem var í húsinu og sýndi frábæran handbolta. Það tókst þó ekki hjá Fram að hrista öflugt lið Stjörnunnar almennilega af sér og það bjó til hörkuleik fyrir áhorfendur.Guðrún Ósk var besti maður vallarins í kvöld.vísir/eyþórEn þegar á heildina er litið var það markvarslan sem skar á milli í kvöld. Guðrún Ósk Maríasdóttir fór hamförum í rammanum hjá Fram og varði 27 skot á meðan markverðir Stjörnunnar voru samtals með 5 skot varin. Í raun er það merkilegt að munurinn á liðunum hafi ekki verið meiri miðað við hve illa gekk hjá markvörðum gestaliðsins. Ragnheiður Júlíusdóttir lék á als oddi. Stjörnuliðið reyndi að stöðva hana en sama hvað var reynt þá héldu Ragnheiði engin bönd. Hún og Hildur Þorgeirsdóttir áttu báðar stórleik. „Stjörnunni var spáð titlinum en við náum að landa þessu. Þetta er magnaður árangur hjá okkur. Það er frábært að ná að vinna þetta fyrir framan fullt hús. Ég veit ekki hvort ég muni fagna þessu langt fram á kvöld, ég er gamall maður," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir að bikarinn fór á loft.Ragnheiður skoraði níu mörk.vísir/eyþórRagnheiður var í sigurvímu þegar fréttamaður Vísis spjallaði við hana eftir leik. „Við mættum almennilega til leiks og spiluðum frábæra vörn. Guðrún var geðveik í markinu og við vorum að nýta færin. Það er munurinn núna,“ segir Ragnheiður sem naut sín vel í kvöld og lifði sig inn í þá stemingu og andrúmsloft sem skapaðist í Safamýrinni. „Það er geðveikt að spila hérna í Framhúsinu því maður er svo nálægt áhorfendum. Það er geðveikt að klára þetta hér á heimavelli. Við vissum að þetta yrði spennandi fram á síðustu mínútu en í lokin vorum við betri.“ „Við vorum svo ógeðslega fúlar eftir að hafa tapað í bikarnum og deildinni eftir að hafa verið efstar í allan vetur. En það er best að vera Íslandsmeistari! Við förum núna í klefann og djömmum og djúsum, en ég er að fara í próf í fyrramálið svo ég veit ekki hvað ég er að fara að gera!“ segir Ragnheiður.Halldór Harri hefur gert Stjörnuna að bikarmeisturum undanfarin tvö ár en án enn eftir að stýra Garðbæingum til Íslandsmeistaratitils.vísir/eyþórÞað var þyngra yfir Halldóri Harra Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar. „Við náðum ekki að spila nægilega góða vörn og fengum ekki markvörsluna með. Það var stóri munurinn í kvöld. Við vorum mjög nálægt þessu en fórum illa með öll þessi tækifæri sem við fáum. Við náðum ekki að vera nægilega þéttar,“ sagði Halldór. Kvennalið Fram varð síðast Íslandsmeistari 2013 fyrir þennan titil sem vannst í kvöld en alls hefur félagið 21 Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í sínum verðlaunaskáp. Hér að neðan má sjá tölfræði leiksins ásamt textalýsinguMörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Hildur Þorgeirsdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 4, Marthe Sördal 4, Guðrún Þóra Hálfdánar 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 27.Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Sólveig Lára Kjærnested 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 2, Esther Ragnarsdóttir 2. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 2, Hafdís Renötudóttir 3.Varnarmenn Fram taka fast á Helenu Röt Örvarsdóttur.vísir/eyþórLEIK LOKIÐ 27-26 FRAM ER ÍSLANDSMEISTARI Í HANDBOLTA KVENNA 2017! Guðrún Ósk náði að verja í blálokin... þvílíkur fögnuður sem hér brýst út. TIL HAMINGJU FRAM! Guðrún klárlega maður leiksins.60. mín 27-26: Helena Rut skorar. Fram tekur leikhlé.59. mín 27-25: Ragnheiður með sitt níunda mark!!! Er þetta að landast fyrir Fram? Lítið eftir og Stjarnan tekur leikhlé.58. mín 26-25: Hildur Þorgeirsdóttir skorar sitt sjöunda mark með hörkuskoti í stöng og inn. Svo svarar. Helena Rut svarar með sínu áttunda marki!57. mín 25-24: Sigurbjörg Jóhannsdóttir kemur sér á blað. Skorar sitt fyrsta mark fyrir Fram. Þá svarar Esther Viktoría Ragnarsdóttir og skorar sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna.56. mín 24-23: Sólveig Lára með sitt sjötta mark!! Munurinn aðeins eitt mark.55. mín 24-22: Þvílík varsla. Á rosalega mikilvægu augnabliki ver Guðrún sitt 24. skot. Rakel átti skotið að þessu sinni. "Framarar" heyrist öskrað úr stúkunni.53. mín 24-22: Rakel Dögg Bragadóttir að skora sitt þriðja mark, var að setja eitt af vítalínunni. Þetta er svo langt frá því að vera búið.51. mín 24-21: Tvö mörk í röð frá Fram. Marthe Sördal að skora sitt fjórða mark. Stjarnan tapar svo boltanum strax. Fram getur náð fjögurra marka forystu!50. mín 22-21: Lætin það mikil hér í Safamýrinni að netið hrundi. Ég er kominn á 4G netið á símanum mínum til að færa ykkur það sem hér er í gangi. Rooosaleg spenna.47. mín 21-18: Tvær mínútur á bekkinn hjá Fram. Vitlaus skipting. Stefán Arnarson er bandillur. Þetta hleypir enn meiri hita í dæmið.46. mín 20-18: Fram tekur leikhlé eftir að Sólveig Lára minnkar muninn í aðeins tvö mörk. Stjarnan nennir ekki strax í sumarfrí. Það er hörkuspennandi lokabarátta framundan. Fylgið okkur allt til enda.43. mín 20-17: Ragnheiður Júlíusdóttir skorar sitt sjöunda mark fyrir Fram. Rakel Dögg Bragadóttir skorar svo fyrir Stjörnuna úr víti.41. mín 19-16: Guðrún tekur sitt 20. varða skot með því að verja víti frá Hönnu. Ragnheiður skorar síðan í næstu sókn fyrir Fram.39. mín 18-16: Afmælisbarnið Helena með sitt sjöunda mark. Munurinn orðinn tvö mörk.38. mín 18-15: Guðrún Ósk komin með 18 varin skot. Munurinn þrjú mörk, rétt eins og munurinn var í hálfleik.35. mín 17-14: Helena Rut minnkar muninn fyrir Stjörnuna. Lúther gefur mér þær upplýsingar að hún eigi afmæli í dag. Til hamingju með það. Helena komin með sex mörk.33. mín 17-13: Framkonur koma gíraðar til leiks í seinni hálfleik og eru ákveðnar í að halda áfram þar sem frá var horfið. Guðrún búin að verja sitt fimmtánda skot.31. mín 15-12: Seinni hálfleikur er hafinn.HÁLFLEIKUR: Eins og glögglega má sjá á tölfræðinni þá liggur munurinn á liðunum helst í markvörslunni. Guðrún með 14 skot varin en markverðir Stjörnunnar aðeins 2.HÁLFLEIKUR TÖLFRÆÐIMörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Marthe Sördal 2. Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 14. Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 1, Hafdís Renötudóttir 1.HÁLFLEIKUR 15-12: Guðrún markvörður ákvað að kóróna frábæran fyrri hálfleik sinn með því að verja vítakast hérna rétt fyrir hálfleikinn. Ragnheiður í liði Fram fékk tveggja mínútna brottvísun og Hanna Guðrún í liði Stjörnunnar virtist svo hafa minnkað muninn með flautumarki en eftir að hafa ráðfært sig við ritaraborðið var dæmt að leikurinn hafi verið úti áður en knötturinn fór inn. Mikill hiti og mikið stuð.26. mín 14-12: Guðrún Ósk er í stuði í marki Fram og er komin með 10 varin skot á meðan markvarslan hinumegin er með minnsta móti.23. mín 13-10: Leikhlé. Stjarnan tekur leikhlé. Ragnheiður er komin með fimm mörk. Þær eru sólgnar í bikarlyftingu á eftir.20. mín 11-9: Ragnheiður Júlíusdóttir komin með fjögur mörk fyrir Framliðið. Þær eru tveimur yfir og með boltann þegar þessi orð eru skrifuð.16. mín 9-8: Guðrún í marki Fram tók rosalega markvörslu, Fram fór í sóknina og Ragnheiður átti geggjað skot sem söng í samskeytunum. Lúxus mark! Alvöru tilþrif.14. mín 8-8: Helena Rut Örvarsdóttir að jafna fyrir Stjörnuna. Stál í stál hér í Safamýrinni.12. mín 7-6: Ég skal segja ykkur það. Maður hefur eiginlega ekki undan að skrá niður markaskorarana í þessum leik. Mikil spenna, hraði og fjör. Eigum við ekki að segja að þetta sé "frábær auglýsing fyrir handboltann".8. mín 5-4: Já þið lásuð rétt! Skyndilega hrökk Framliðið af stað og það með þvílíkum látum. Fjögur mörk í röð og Guðrún búin að loka markinu. Þetta hefur einnig kveikt í stúkunni. Marthe Sördal og Ragnheiður Júlíusdóttir báðar með tvö mörk.5. mín 1-4: Stemningin er nánast öll Stjörnumegin og það er eins og Framliðinu sé brugðið. Fjórir mismunandi markaskorarar hjá Garðabæjarliðinu.3. mín 0-2: Vörn Stjörnunnar að byrja þennan leik hörkuvel. Taka af festu og hörku á Framstúlkum. Rakel Dögg Bragadóttir með annað mark leiksins.1. mín 0-1: Leikurinn er farinn af stað. Það voru Framstúlkur sem áttu fyrstu sókn leiksins, skutu í stöng og Stjarnan fór í hraða sókn en Guðrún Ósk varði frá Hönnu Guðrúnu. Það var svo Helena Rut Örvarsdóttir sem skoraði fyrsta mark leiksins.Fyrir leik: Jæja klukkan rúmlega 20 og þá loksins mæta liðin út á gólfið. Leikurinn byrjar aðeins seinna en áætlað er. Ekki veit ég skýringuna. Veðurfréttirnar á RÚV örugglega verið langar í kvöld.Fyrir leik: Úff. Það er byrjað að berja á trommurnar. Trommur og íþróttahús er eitthvað sem passar engan veginn saman. Það er regla hjá mér í öllum lýsingum að koma þessu á framfæri.Fyrir leik: Styttist í leik og það er orðið þéttskipað í stúkunni. Blái liturinn allsráðandi eins og við var búist. Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir er ekki í hóp hjá Fram í kvöld. Lúther Gestsson handboltaspekingur er mættur. Hann spáir öruggum sigri Stjörnunnar í kvöld og engum bikar á loft.Fyrir leik: Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er mættur. Stelpurnar í Fram báðu vallarþulinn um óskalag fyrir upphitunina. Fengu nýja lagið með Áttunni sem ómar núna um húsið á meðan bæði lið eru í bláklæddum upphitunargöllum að gera sig tilbúin í veisluna sem framundan er.Fyrir leik: Í handbolta eru dómararnir alltaf mikið í sviðsljósinu. Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld.Fyrir leik: Fram hefur verið stórveldi í kvennahandbolta síðan allra elstu menn muna. Liðið varð síðast Íslandsmeistari 2013 en alls eru Íslandsmeistaratitlarnir 20 talsins.Fyrir leik: Heil og sæl og velkomin með okkur í Safamýrina. Ég vonast svo sannarlega eftir rafmagnaðri stemningu í kvöld. Það er að duga eða drepast fyrir Stjörnuna á meðan Fram vill klára dæmið hér á heimavelli eftir að hafa náð 2-0 forystu í einvíginu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira