86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. maí 2017 15:32 Starfsmannafundur hjá HB Granda hófst klukkan 15:15 í dag. vísir/anton brink Starfsmönnum HB Granda á Akranesi var í dag tilkynnt um að 86 starfsmenn fyrirtækisins sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp. Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum uppi á Skaga. Frá þessu var greint á starfsmannafundi fyrirtækisins með Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra sem hófst um klukkan 15:15 í dag en er ólokið. Starfsmenn fyrirtækisins eru þó byrjaðir að yfirgefa fundinn. Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar vegna þessara breytinga segir að starfsmennirnir muni fá uppsagnarbréf um næstu mánaðamót. „Samtímis og jafnframt verður starfsfólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfsfólki sem þess óskar starf við hæfi. Starfsfólk sem ekki fær vinnu við hæfi býðst aðstoð við atvinnuleit á vegum HB Granda. HB Grandi mun hafa samráð við trúnaðarmenn og stéttarfélög þeirra,“ segir í tilkynningunni. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli Akraneskaupstaðar, HB Grand og Faxaflóahafna um nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn. Vonir stóðu til að þær viðræður myndu leiða til þess að ekki þyrfi að loka botnfiskvinnslunni á Akranesi en nú er komið í ljós að af því verður engu að síður. Í tilkynningu HB Granda segir að viðræðurnar hafi „nýst vel til gagnkvæmra upplýsinga og munu gagnast aðilum til framtíðar.“ Þá segir að auki að viðræðurnar muni halda áfram: „HB Grandi rekur eftir sem áður uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju og dótturfélögin Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Félagið mun leggja kraft í að efla þessar rekstrareiningar og fullvinnslu sjávarafurða á Akranesi. Forráðamenn Akraneskaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi. Einn liður í því er að fulltrúar Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum beiti sér fyrir því að ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:49. Brim Tengdar fréttir Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00 Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Starfsmönnum HB Granda á Akranesi var í dag tilkynnt um að 86 starfsmenn fyrirtækisins sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp. Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Alls starfa 270 manns hjá fyrirtækinu og dótturfélögum uppi á Skaga. Frá þessu var greint á starfsmannafundi fyrirtækisins með Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra sem hófst um klukkan 15:15 í dag en er ólokið. Starfsmenn fyrirtækisins eru þó byrjaðir að yfirgefa fundinn. Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar vegna þessara breytinga segir að starfsmennirnir muni fá uppsagnarbréf um næstu mánaðamót. „Samtímis og jafnframt verður starfsfólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfsfólki sem þess óskar starf við hæfi. Starfsfólk sem ekki fær vinnu við hæfi býðst aðstoð við atvinnuleit á vegum HB Granda. HB Grandi mun hafa samráð við trúnaðarmenn og stéttarfélög þeirra,“ segir í tilkynningunni. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli Akraneskaupstaðar, HB Grand og Faxaflóahafna um nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn. Vonir stóðu til að þær viðræður myndu leiða til þess að ekki þyrfi að loka botnfiskvinnslunni á Akranesi en nú er komið í ljós að af því verður engu að síður. Í tilkynningu HB Granda segir að viðræðurnar hafi „nýst vel til gagnkvæmra upplýsinga og munu gagnast aðilum til framtíðar.“ Þá segir að auki að viðræðurnar muni halda áfram: „HB Grandi rekur eftir sem áður uppsjávarvinnslu, fiskimjölsverksmiðju og dótturfélögin Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Félagið mun leggja kraft í að efla þessar rekstrareiningar og fullvinnslu sjávarafurða á Akranesi. Forráðamenn Akraneskaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi. Einn liður í því er að fulltrúar Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum beiti sér fyrir því að ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:49.
Brim Tengdar fréttir Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00 Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. 22. apríl 2017 07:00
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28