Rafrettan á dagskrá Alþingis í dag Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2017 12:30 Frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður rætt á þingi í dag. vísir/getty Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að þeim sem noti eimsígarettur til að reyna að hætta að reykja sé gert erfiðara fyrir með frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. Með frumvarpinu verður nikótínvökvi færður undan lyfjalögum og settur undir tóbakasvarnarlög. Það verður í nógu að snúast hjá alþingismönnum á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag. En fundurinn byrjar með sextán kosningum fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð. Þar má nefna bankaráð Seðlabankans, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir kjördæmanna sex, Landsdóm, stjórn Ríkisútvarpsins og Þingvallanefnd. Þegar öllum þessum kosningum verður lokið eru fjölmörg mál á dagskrá, meðal annars fyrsta umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir, eða rafsígarettur. Það frumvarp er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er ein þeirra þingmanna sem ekki er sátt við hvaða leið er farin í frumvarpinu. „Mér finnst bagalegt að þetta sé sett undir tóbaksvarnarlög út af því að þetta er að sjálfsögðu ekki vara sem inniheldur tóbak heldur nikótín,“ segir Birgitta. Samkvæmt gildandi lögum er vökvi sem inniheldur nikótín flokkaður sem lyf og fellur því undir ákvæði lyfjalaga. Skilyrði fyrir sölu lyfja samkvæmt lyfjalögum frá árinu 1994 er að viðkomandi lyf hafi fengið markaðsleyfi hér á landi og gefur Lyfjastofnun út slík leyfi. Ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út fyrir nikótínvökva hér á landi og er því óheimilt að selja áfyllingarílát sem innihalda nikótínvökva samkvæmt gildandi löggjöf og er verið að bregðast við því með frumvarpinu. Birgitta segir skrýtið að ekki sé brugðist með sama hætti við nikotíntyggjói og öðrum nikótínvörum. „En ég veit til þess og þekki mjög marga sem verið hafa stórreykingamenn og hafa náð að hætta alveg og hætta á þessu,“ segir Birgitta. Það sé því bagalegt hvernig tekið sé á þessari nýbreyttni í frumvarpinu.Þannig að þú vilt meina að það sé verið að gera fólki sem vill hætta að reykja með þessari leið erfiðara fyrir? „Já algerlega. Þetta er ein mesta byltingin í skaðaminnkun varðandi tóbaksreykingar sem hefur komið fram. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að það sé tekið á þessu máli með opnari huga. Það hefur verið rosalegur hræðsluáróður gagnvart þessu sem hefur verið hrakinn með staðreyndum. Ég ætla að nota tækifærið í dag til að benda á það í fyrstu umræðu um þetta mál,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að þeim sem noti eimsígarettur til að reyna að hætta að reykja sé gert erfiðara fyrir með frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. Með frumvarpinu verður nikótínvökvi færður undan lyfjalögum og settur undir tóbakasvarnarlög. Það verður í nógu að snúast hjá alþingismönnum á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag. En fundurinn byrjar með sextán kosningum fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð. Þar má nefna bankaráð Seðlabankans, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir kjördæmanna sex, Landsdóm, stjórn Ríkisútvarpsins og Þingvallanefnd. Þegar öllum þessum kosningum verður lokið eru fjölmörg mál á dagskrá, meðal annars fyrsta umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir, eða rafsígarettur. Það frumvarp er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er ein þeirra þingmanna sem ekki er sátt við hvaða leið er farin í frumvarpinu. „Mér finnst bagalegt að þetta sé sett undir tóbaksvarnarlög út af því að þetta er að sjálfsögðu ekki vara sem inniheldur tóbak heldur nikótín,“ segir Birgitta. Samkvæmt gildandi lögum er vökvi sem inniheldur nikótín flokkaður sem lyf og fellur því undir ákvæði lyfjalaga. Skilyrði fyrir sölu lyfja samkvæmt lyfjalögum frá árinu 1994 er að viðkomandi lyf hafi fengið markaðsleyfi hér á landi og gefur Lyfjastofnun út slík leyfi. Ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út fyrir nikótínvökva hér á landi og er því óheimilt að selja áfyllingarílát sem innihalda nikótínvökva samkvæmt gildandi löggjöf og er verið að bregðast við því með frumvarpinu. Birgitta segir skrýtið að ekki sé brugðist með sama hætti við nikotíntyggjói og öðrum nikótínvörum. „En ég veit til þess og þekki mjög marga sem verið hafa stórreykingamenn og hafa náð að hætta alveg og hætta á þessu,“ segir Birgitta. Það sé því bagalegt hvernig tekið sé á þessari nýbreyttni í frumvarpinu.Þannig að þú vilt meina að það sé verið að gera fólki sem vill hætta að reykja með þessari leið erfiðara fyrir? „Já algerlega. Þetta er ein mesta byltingin í skaðaminnkun varðandi tóbaksreykingar sem hefur komið fram. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að það sé tekið á þessu máli með opnari huga. Það hefur verið rosalegur hræðsluáróður gagnvart þessu sem hefur verið hrakinn með staðreyndum. Ég ætla að nota tækifærið í dag til að benda á það í fyrstu umræðu um þetta mál,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00
FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00
Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent