Rafrettan á dagskrá Alþingis í dag Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2017 12:30 Frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður rætt á þingi í dag. vísir/getty Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að þeim sem noti eimsígarettur til að reyna að hætta að reykja sé gert erfiðara fyrir með frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. Með frumvarpinu verður nikótínvökvi færður undan lyfjalögum og settur undir tóbakasvarnarlög. Það verður í nógu að snúast hjá alþingismönnum á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag. En fundurinn byrjar með sextán kosningum fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð. Þar má nefna bankaráð Seðlabankans, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir kjördæmanna sex, Landsdóm, stjórn Ríkisútvarpsins og Þingvallanefnd. Þegar öllum þessum kosningum verður lokið eru fjölmörg mál á dagskrá, meðal annars fyrsta umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir, eða rafsígarettur. Það frumvarp er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er ein þeirra þingmanna sem ekki er sátt við hvaða leið er farin í frumvarpinu. „Mér finnst bagalegt að þetta sé sett undir tóbaksvarnarlög út af því að þetta er að sjálfsögðu ekki vara sem inniheldur tóbak heldur nikótín,“ segir Birgitta. Samkvæmt gildandi lögum er vökvi sem inniheldur nikótín flokkaður sem lyf og fellur því undir ákvæði lyfjalaga. Skilyrði fyrir sölu lyfja samkvæmt lyfjalögum frá árinu 1994 er að viðkomandi lyf hafi fengið markaðsleyfi hér á landi og gefur Lyfjastofnun út slík leyfi. Ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út fyrir nikótínvökva hér á landi og er því óheimilt að selja áfyllingarílát sem innihalda nikótínvökva samkvæmt gildandi löggjöf og er verið að bregðast við því með frumvarpinu. Birgitta segir skrýtið að ekki sé brugðist með sama hætti við nikotíntyggjói og öðrum nikótínvörum. „En ég veit til þess og þekki mjög marga sem verið hafa stórreykingamenn og hafa náð að hætta alveg og hætta á þessu,“ segir Birgitta. Það sé því bagalegt hvernig tekið sé á þessari nýbreyttni í frumvarpinu.Þannig að þú vilt meina að það sé verið að gera fólki sem vill hætta að reykja með þessari leið erfiðara fyrir? „Já algerlega. Þetta er ein mesta byltingin í skaðaminnkun varðandi tóbaksreykingar sem hefur komið fram. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að það sé tekið á þessu máli með opnari huga. Það hefur verið rosalegur hræðsluáróður gagnvart þessu sem hefur verið hrakinn með staðreyndum. Ég ætla að nota tækifærið í dag til að benda á það í fyrstu umræðu um þetta mál,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að þeim sem noti eimsígarettur til að reyna að hætta að reykja sé gert erfiðara fyrir með frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. Með frumvarpinu verður nikótínvökvi færður undan lyfjalögum og settur undir tóbakasvarnarlög. Það verður í nógu að snúast hjá alþingismönnum á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag. En fundurinn byrjar með sextán kosningum fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð. Þar má nefna bankaráð Seðlabankans, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir kjördæmanna sex, Landsdóm, stjórn Ríkisútvarpsins og Þingvallanefnd. Þegar öllum þessum kosningum verður lokið eru fjölmörg mál á dagskrá, meðal annars fyrsta umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir, eða rafsígarettur. Það frumvarp er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er ein þeirra þingmanna sem ekki er sátt við hvaða leið er farin í frumvarpinu. „Mér finnst bagalegt að þetta sé sett undir tóbaksvarnarlög út af því að þetta er að sjálfsögðu ekki vara sem inniheldur tóbak heldur nikótín,“ segir Birgitta. Samkvæmt gildandi lögum er vökvi sem inniheldur nikótín flokkaður sem lyf og fellur því undir ákvæði lyfjalaga. Skilyrði fyrir sölu lyfja samkvæmt lyfjalögum frá árinu 1994 er að viðkomandi lyf hafi fengið markaðsleyfi hér á landi og gefur Lyfjastofnun út slík leyfi. Ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út fyrir nikótínvökva hér á landi og er því óheimilt að selja áfyllingarílát sem innihalda nikótínvökva samkvæmt gildandi löggjöf og er verið að bregðast við því með frumvarpinu. Birgitta segir skrýtið að ekki sé brugðist með sama hætti við nikotíntyggjói og öðrum nikótínvörum. „En ég veit til þess og þekki mjög marga sem verið hafa stórreykingamenn og hafa náð að hætta alveg og hætta á þessu,“ segir Birgitta. Það sé því bagalegt hvernig tekið sé á þessari nýbreyttni í frumvarpinu.Þannig að þú vilt meina að það sé verið að gera fólki sem vill hætta að reykja með þessari leið erfiðara fyrir? „Já algerlega. Þetta er ein mesta byltingin í skaðaminnkun varðandi tóbaksreykingar sem hefur komið fram. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að það sé tekið á þessu máli með opnari huga. Það hefur verið rosalegur hræðsluáróður gagnvart þessu sem hefur verið hrakinn með staðreyndum. Ég ætla að nota tækifærið í dag til að benda á það í fyrstu umræðu um þetta mál,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00
FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00
Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12