Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 26-29 | Kærkominn sigur Íslandsmeistaranna Ólafur Haukur Tómasson í KA-heimilinu skrifar 5. október 2016 21:15 Janus Daði skoraði níu mörk fyrir Hauka. vísir/ernir Haukar höfðu betur gegn Akureyri í botnslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og náðu með því að fara upp fyrir Akureyri á töflunni. Lokatölur 26-29, Haukum í vil. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina fremur illa og voru fyrir leikinn bæði með tvö stig úr fimm leikjum og þurftu því bæði á stigunum að halda þegar liðin mættust á Akureyri í kvöld. Það voru gestirnir sem innbyrðu þriggja marka sigur. Haukar voru mest allan leikinn með yfirhöndina í leiknum en Akureyri var þó aldrei langt frá. Mestur fór munurinn í sex eða sjö mörk í leiknum en töluvert jafnræði var með liðunum þó Haukar hafi átt betri rispur inn á milli og misstu aldrei niður forystu sína. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 26-29, og nældu Haukarnir sér í mikilvæg tvö stig og skilja Akureyri eftir í botnsætinu með tvö. Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyri en Janus Daði var atkvæðamestur í liði Hauka með níu mörk.Sverre: Erum á réttri leið með margt„Það komu kaflar hjá okkur þar sem við missum þá pínu frá okkur og það er erfitt að vinna það upp.Það þarf allt að ganga upp og það gerði það því miður ekki hjá okkur í dag. „Við náum að minnka þetta niður í þrjú og fáum svo á okkur þrjú á einni mínútu, það gerði okkur mjög erfitt fyrir en við börðumst og gáfumst aldrei upp. Það þurftu nokkur atriði að ganga upp hjá okkur í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Akureyri er á botni deildarinnar sem stendur með aðeins tvö stig, töp þeirra í deildinni hafa þó oft verið frekar naum og virðist sem það vanti ekki mikið upp á hjá liðinu til að komast á rétta braut. „Ég er nokkuð ánægður með það hvernig við erum að spila og við erum á réttri leið með ýmislegt. Við erum þar sem við erum og getum ekkert falið okkur á bakvið það en hins vegar höfum við aldrei æft með allt okkar lið og okkur vantar helling. „Menn hafa verið að koma inn og skila því sem þeir geta en við sem lið náum að taka nokkur skref áfram þá getum við gert gott,“ sagði Sverre.Gunnar: Við leggjum helmingi harðar að okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag og því sem við höfum verið að vinna í síðustu daga. Það er farið að skila sér inn á vellinum í dag og það gladdi mig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Íslandsmeistararnir hafa ekki byrjað leiktíðina vel og voru aðeins að næla sér í sitt fjórða stig í vetur með því að vinna á Akureyri í kvöld. Gunnar segir að það skuli ekki horfa of mikið á hið liðna heldur leggja hart að sér við að bæta spilamennskuna. „Við græðum ekkert á að kíkja í baksýnis spegilinn, það sem er búið er búið og við tökum skref fram á við í dag og höldum áfram að bæta okkur. Við vorum ekki nógu góðir og í stað þess að leggjast í gólfið þá leggjum við helmingi harðar í að bæta okkur og það skilaði sér í dag. Það er fullt af leikjum framundan og við þurfum að halda áfram,“ sagði Gunnar. Gunnar telur mikilvægt að liðið haldi nú dampi og byggi á þessum sigri. „Við áttum góða frammistöðu í dag, áttum góða frammistöðu á móti Selfossi en duttum svo niður og verðum að passa okkur á að halda fókus og halda áfram að bæta okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Haukar höfðu betur gegn Akureyri í botnslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og náðu með því að fara upp fyrir Akureyri á töflunni. Lokatölur 26-29, Haukum í vil. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina fremur illa og voru fyrir leikinn bæði með tvö stig úr fimm leikjum og þurftu því bæði á stigunum að halda þegar liðin mættust á Akureyri í kvöld. Það voru gestirnir sem innbyrðu þriggja marka sigur. Haukar voru mest allan leikinn með yfirhöndina í leiknum en Akureyri var þó aldrei langt frá. Mestur fór munurinn í sex eða sjö mörk í leiknum en töluvert jafnræði var með liðunum þó Haukar hafi átt betri rispur inn á milli og misstu aldrei niður forystu sína. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 26-29, og nældu Haukarnir sér í mikilvæg tvö stig og skilja Akureyri eftir í botnsætinu með tvö. Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyri en Janus Daði var atkvæðamestur í liði Hauka með níu mörk.Sverre: Erum á réttri leið með margt„Það komu kaflar hjá okkur þar sem við missum þá pínu frá okkur og það er erfitt að vinna það upp.Það þarf allt að ganga upp og það gerði það því miður ekki hjá okkur í dag. „Við náum að minnka þetta niður í þrjú og fáum svo á okkur þrjú á einni mínútu, það gerði okkur mjög erfitt fyrir en við börðumst og gáfumst aldrei upp. Það þurftu nokkur atriði að ganga upp hjá okkur í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Akureyri er á botni deildarinnar sem stendur með aðeins tvö stig, töp þeirra í deildinni hafa þó oft verið frekar naum og virðist sem það vanti ekki mikið upp á hjá liðinu til að komast á rétta braut. „Ég er nokkuð ánægður með það hvernig við erum að spila og við erum á réttri leið með ýmislegt. Við erum þar sem við erum og getum ekkert falið okkur á bakvið það en hins vegar höfum við aldrei æft með allt okkar lið og okkur vantar helling. „Menn hafa verið að koma inn og skila því sem þeir geta en við sem lið náum að taka nokkur skref áfram þá getum við gert gott,“ sagði Sverre.Gunnar: Við leggjum helmingi harðar að okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag og því sem við höfum verið að vinna í síðustu daga. Það er farið að skila sér inn á vellinum í dag og það gladdi mig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Íslandsmeistararnir hafa ekki byrjað leiktíðina vel og voru aðeins að næla sér í sitt fjórða stig í vetur með því að vinna á Akureyri í kvöld. Gunnar segir að það skuli ekki horfa of mikið á hið liðna heldur leggja hart að sér við að bæta spilamennskuna. „Við græðum ekkert á að kíkja í baksýnis spegilinn, það sem er búið er búið og við tökum skref fram á við í dag og höldum áfram að bæta okkur. Við vorum ekki nógu góðir og í stað þess að leggjast í gólfið þá leggjum við helmingi harðar í að bæta okkur og það skilaði sér í dag. Það er fullt af leikjum framundan og við þurfum að halda áfram,“ sagði Gunnar. Gunnar telur mikilvægt að liðið haldi nú dampi og byggi á þessum sigri. „Við áttum góða frammistöðu í dag, áttum góða frammistöðu á móti Selfossi en duttum svo niður og verðum að passa okkur á að halda fókus og halda áfram að bæta okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira